Rata ekki allir að Logalandi í Reykholtsdal? Fyrir þá sem koma að sunnan þá akið þið eins og þið ætlið norður í land, en rétt áður en þið komið að brúnni hjá Borgarnesi þá beygið þið til hægri, inn á Borgarfjarðarbraut vegur nr. 50, og akið eins og þið ætlið til Húsafells, farið í gegnum húsaþyrpingu sem heitir Kleppsjárnsreykir, beygið svo til hægri áður en þið farið yfir brúna á Reykjadalsá, og þá blasir félagsheimilið við ykkur. Þeir sem koma norðan megin þá beygið þið inn á Borgarfjarðarbrautina veg nr. 50 (vegurinn er líka nr. 50 þarna sami vegurinn) og keyrið eins og þið ætlið í Reykholt, en þeir sem koma þarna megin fara yfir brúna (Reykjadalsá) og beygið til vinstri…. Vona að þetta sé sæmilega skýrt!
Svo var verið að setja inn myndir frá ferðum sumarsins, og alltaf eru einhverjar breytingar og nýjar auglýsingar á sölusíðunni. – Kv. Netstjórinn.