Ágætu félagar!LEIÐRÉTT VERÐ – Vegna misskilnings, hjá okkur, fóru um daginn rangar tölur vegna árshátíðarinnar hér inn á heimasíðuna, en þar sem um er að ræða lækkun, þá er þetta bara gleðilegt og ætti að verða til þess að enn fleiri komast.
Okkur stendur einnig til boða að gista tvær nætur, þ.e. koma föstudaginn 15. okt. og árshátíðin er svo á laugardeginum 16. okt. en í neðangreindum verðum er ekki innifalinn matur á föstudagskvöldinu.
Verðin eru sem hér segir:
Hjón 2 nætur, ásamt kvöldverði á laugardagskvöldinu, skemmtun og dansleik kr. 25,800.-
(Ath! ekki matur innifalinn á föstudagsköldinu)
Hjón 1 nótt, ásamt kvöldverði á laugardagskvöldi, skemmtun og dansleik kr. 19,800.-
Einstaklingur 2 nætur, ásamt kvöldverði á laugardagskvöldi, skemmtun og dansleik kr. 15,400.-
(Ath. ekki matur innifalinn á föstudagskvöldi)
Einstaklingur 1 nótt, ásamt kvöldverði á laugardagsköldi, skemmtun og dansleik, kr. 11.400,-
Miði á árshátíðina laugardagskvöld, kvöldverður, skemmtun og dansleikur, kr. 5,000.- pr. mann
þ.e hjón kr. 10,000.-
Nú er um að gera að panta ágætu félagar, og taka þátt í stórglæsilegri árshátíð, endilega hafið samband með tölvupósti husbill@husbill.is eða hringið í síma félagsins 896-5057, gott að fá sem fyrst fjöldann sem ætlar að koma.
Dagskráin verður auglýst síðar en skemmtinefndin er á fullu að vinna í þessum málum og hefur mikinn metnað eins og hún hefur sýnt í sumar.
Í lokaferðinni að Borg í Grímsnesi þ. 24. – 26. sept. n.k. verðum við með posann svo þeir sem vilja geta greitt þar.
Með bestu kveðjum
f.h. stjórnar og nefnda, Soffía G. Ólafsdóttir, formaður.