Eins og mbl.is greinir frá í dag, þá er næturfrost farið að láta á sér kræla, allavega hér á Suðurlandi, og því gott að gera ráðstafanir í sambandi við við vatnsmálin í húsbílunum. Margir setja á haustin þvottaklemmu á öryggisventlana á miðstöðvunum, svo þær tæmi sig ekki þegar hitinn fer niður undir frostmarkið, en þá er holllara að muna eftir því að fjarlægja klemmuna að ferð lokinni. Annars er hætta á því að eitthvað frostspringi ef frostið hækkar skyndilega. Bara nett áminning:-) – Kv. Netstjórinn