Lokaferð að Borg í Grímsnesi, 24. – 26. sept

Lokaferð sumarsins er  að Borg í Grímsnesi.  Þar höfum við félagsheimili til afnota. Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt í þeim dagskrárliðum sem þar fara fram.Félagar einnig  hvattir til að mæta stundvíslega á auglýsta dagskrárliði.
Gjald fyrir Lokaferðina er:   Öll helgin, kr. 1.500.- pr/mann, þ.e (hjón kr. 3,000.-) Gestir greiða kr.  2,000.- pr. mann, (þ.e hjón kr. 4,000.-)
* Þar sem þetta merki er sett við í dagskrá er óskað eftir aðstoð hins almenna félagsmanns.

Föstudagur 24. september   “heimskur er hattlaus maður”

Eins og flestum er orðið kunnnugt þá er Félag húsbílaeigenda aðili að ”Hattafélagi Húsavíkur og þar segir í samþykktum fyrir félagið: ”Föstudagar eru sérstakir hattadagar og er félagsmönnum uppálagt að ganga með hatt þá daga að viðlagðri skömm og hneisu, sem skammari sér um að framfylgja á næsta fundi/viðburði á vegum félagsins”

* Kl. 18.00 Raða upp borðum og stólum í Félagsheimilinu (þeir sem eru komnir)

Kl. 21.00 Kvöldvaka
Félagar hvattir til að stíga á stokk og láta að sér kveða.  Félagar einnig hvattir til að koma með hljóðfærin sín og stilla saman strengi og saman tökum við söngæfingu úr söngbók félagsins.

Laugardagur 25. september  

Kl. 11.30  Kjötsúpa.
Kjötsúpa í boði félagsins.  Hver og einn mæti með sína súpuskál og skeið.

Kl. 13.00 Félagsvist.
* Kl. 15.00 Raða upp borðum og stólum fyrir markað

Kl. 15.00 – 17.00 Markaður
* Kl. 17.00 Raða upp borðum og stólum fyrir kvöldskemmtun

Kl. 17.00–19.00
Yngri kynslóðin getur spilað sína tónlist í Félagsheimilinu og rætt málin.

Kl. 21.00 Dagskrá í Félagsheimilinu

1. Stutt skemmtidagskrá í boði skemmtinefndar.
2. Söngæfing úr söngbók félagsins og þeir sem eru með hljóðfæri koma með og leika undir.
3. Dregið í bílahappdrætti.
4. Úrslit og verðlauna afhending fyrir Félagsvist. Sá félagsmaður sem hlotið hefur flest stig yfir allt sumarið hlýtur glæsileg verðlaun:  Frítt á Árshátíð félagsins 16. október, með gistingu fyrir einn.
5. Hljómsveitin Stuðlabandið leikur fyrir dansi til kl. 02.00
Kl. 24.00 Börn yngri en 14 ára eiga að yfirgefa Félagsheimilið.

Sunnudagur 22. ágúst
*Kl. 12.00 Allir hjálpa til við að ganga frá í Félagsheimilinu og skrifa í gestabók.

Skemmtinefnd áskilur sér rétt til að breyta dagskránni sjái hún ástæðu til:-) 

\"\"

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *