Var að senda, til þeirra sem eru með uppgefin netföng, fréttabréf septembermánaðar. Athugið að fréttabréfið er einnig hér inná síðunni, undir FÉLAGIÐ/Fréttabréfin hérna í linkunum vinstra meginn á síðunni. Neðst í fréttabréfinu þar er hægt að hægrismella á linka, og velja \“Save Target As\“ og vista tvö .pdf skjöl, fyrir þá sem kjósa að prenta út bréfið í hefðbundnu formi. Þá opna menn síðan annað skjalið og prenta það á A-4 blað(og snúið því \“Landscape\“), snúið síðan blaðinu í prentaranum við, opnið seinna skjalið og prentið á bakhliðina. Síðan er bara að brjóta blaðið um miðjuna og þá eru menn komnir með Fréttabréf upp á gamla móðinn:-)