Ágætu félagar. Þeir aðilar sem sjá um tjaldstæðið á Minni- Borg höfðu samband við okkur og tjáðu okkur að 13-15 bílar sem komu á fimmtudeginum hefðu ekki greitt fyrir aðstöðuna þann sólarhring. Af þessum fjölda voru 4 bílar á planinu fyrir utan félagsheimilið.Eins og stendur á miða við salernisaðstöðuna eru þeir sem gista á tjaldstæðinu beðnir um að gera upp leiguna í sundmiðstöðinni. Félagið samdi um aðstöðuna frá föstudegi til sunnudags, eins og kom fram í öllum tilkynningum frá félaginu.Nú bið ég ykkur kæru félagar sem hér um ræðir að hringja í sundmiðstöðina á Borg og fá uppgefið númer þar sem þið getið lagt inn greiðslu fyrir fimmtudaginn, síminn í sundlauginni 486-4402.
Einnig bið ég þá sem voru í rafmagni yfir helgina og hafa gleymt að gera upp, að hafa samband við sundlaugina á Borg.
Með bestu kveðju, Soffía G. Ólafsdóttir, formaður