Af starfinu…

Ágætu félagar! Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir gömlu árin. Megi nýja árið verða okkur öllum gott ferðaár.
Nú er vinna hafin við gerð félagatalsins okkar fyrir árið 2011. Ef þið viljið kaupa auglýsingu í þessu frábæra hefti eða vitið um einhvern sem vill auglýsa hjá okkur þá endilega hafið samband við formann félagsins Soffíu G. Ólafsdóttur í síma 896-5057  eða sendið tölvupóst á husbill@husbill.is og ég mun þá hafa samband við viðkomandi.

Auglýsing í félagatalið er góður kostur þar sem um 1350-1400 manns eru í félaginu og félagsmenn hafa þessa bók alltaf við hendina, þessu riti er ekki hent eftir nokkrar vikur.
Einnig vil ég biðja þá sem eru komnir með nýtt heimilisfang, ný símanúmer, netfang eða breytingar á bílum, að láta vita sem fyrst.
Þá vil ég spyrja ykkur,  hvað  finnst ykkur  vanta í félagatalið, hvað ætti að vera þarna inni umfram það sem hefur verið undanfarin ár.

Endilega komið með hugmyndir, sem þið getið reifað inn á Gestabókinni eða Spjallinu, en einnig er tilvalið að senda tölvupóst á husbill@husbill.is  svo nú er um að gera að fara í “hugarflug”.

Nú er stjórn að koma saman og fara yfir starfið í sumar, ferðanefnd hefur verið að störfum vð að skipuleggja sumarið og skemmtinefndin einnig, svo þetta er allt á góðu róli. 

Fljótlega eftir helgi munu svo koma frekari fréttir frá okkur.
Senn fer skammdegið að víkja fyrir hækkandi sól og vorið fer að læðast yfir landið.
Með bestu kveðju,
Soffía G. Ólafsdóttir, formaður.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *