Árshátíðin

Árshátíðin verður síðan haldin  15. – 17. okt. 2010.Stjórn, ferðanefnd og skemmtinefnd voru sammála um það að halda árshátíðina á hóteli í ár, og verður hún haldin 15. -17. okt. næstkomandi, að Hótel Hvolsvelli.Verðin eru sem hér segir:Hjón 2 nætur, ásamt kvöldverði á laugardagskvöldinu, skemmtun og dansleik kr. 25,800.-(Ath! ekki matur innifalinn á föstudagsköldinu)
Hjón 1 nótt, ásamt kvöldverði á laugardagskvöldi, skemmtun og dansleik  kr. 19,800.-Einstaklingur 2 nætur, ásamt kvöldverði á laugardagskvöldi, skemmtun og dansleik kr. 15,400.-(Ath. ekki matur innifalinn á föstudagskvöldi)Einstaklingur 1 nótt, ásamt kvöldverði á laugardagsköldi, skemmtun og dansleik, kr. 11.400,-Miði á árshátíðina laugardagskvöld,  kvöldverður, skemmtun og dansleikur,  kr. 5,000.- pr. mann  þ.e hjón kr. 10,000.-Nú er um að gera að panta ágætu félagar, og taka þátt í stórglæsilegri árshátíð, endilega hafið samband með tölvupósti  husbill@husbill.is eða hringið í síma félagsins 896-5057, gott að fá sem fyrst fjöldann sem ætlar að koma.Dagskráin verður auglýst síðar en skemmtinefndin er á fullu að vinna í þessum málum og hefur mikinn metnað eins og hún hefur sýnt í sumar.Í lokaferðinni að Borg í Grímsnesi þ. 24. – 26. sept. n.k. verðum við með posann svo þeir sem vilja geta greitt þar.
Með bestu kveðjum f.h. stjórnar og nefnda, Soffía  G. Ólafsdóttir, formaður.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *