Óvissuferð

Þar sem við þurfum að vita hversu margir ætla að koma með,  þá þarf fólk að tilkynna þátttöku eigi síðar en 25.  feb. n.k. Þeir sem ekki skrá sig, komast ekki í ferðina. Við byrjum á því að “pikka” fólk upp í sem hér segir:Keflavík, mæting kl. 10.00  við 88 húsið, Hafnargötu 88. Grindavíkurafleggjari 10.15, Vogaafleggjari 10.20.Hafnarfjörður – við Þjóðkirkjuna við Strandgötu í Hafnarfirði kl.10.50. Reykjavík / Suðurland;  þar mætir fólk við Grand-hótel  kl. 11.20 á bílastæðinu þar sem Blómaval var og þangað koma Sunnlendingarnir líka nema það verði svo margt að þá er hugmynd að taka aðra rútu sem kemur frá Selfossi og tæki þá Sunnlendingana en þetta vitum við ekki fyrr en skránig hefst.Mosfellingar og þeir sem eru þar í grennd mæti á  planið hjá KFC  kl. 11.50Akurnesingar mæta á planið við Hvalfjarðargöngin (sín megin) kl. 12.30 og Borgfirðingar og aðrir að vestan mæti við Borgarfjarðarbrúna, við gatnamótin þar  kl. 12.50
Þetta verður mjög skemmtileg og fræðandi ferð og við hvetjum ykkur að taka þátt og sendið skráningu á husbill@husbill.is  eða hringið í Soffíu 896-5057 eða Sævar 898-5920 og tilkynnið þáttöku og á hvaða stöðum þið ætlið að vera. Fylgist svo vel með á heimasíðunni  ef áfangastöðum verður eitthvað breytt  og við munum líka lofa ykkur að fylgjast með hversu margir koma í þessa ferð. Verð í þessa ferð verða tilkynnt síðar, það er verið að hnýta alla lausa enda.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *