6. ferð / 9. – 11. sept

Nú er komið að næst síðustu ferð félagsins í ár en hún er að Faxa í Biskupstungum 9.-11.sept. 

Tjaldsvæðið við Faxa er nýlegt tjaldsvæði í hinni sögufrægu sveit Biskupstungum, á bökkum Tungufljóts við fossinn Faxa og Tungnaréttir.  Tjaldsvæðið er á rólegum stað í fallegu umhverfi, en samt í alfaraleið og stutt  í alla þjónustu.  Falleg fjallasýn og gönguleiðir.Svæðið er um 100 km frá Reykjavík, 50 km frá Selfossi. Keyrt er á bundnu slitlagi alla leið. Í Tungufljót hefur verið sleppt laxaseiðum í nokkur ár og þar er hægt að fá veiðileyfi. Við tjaldsvæðið er hægt að fá Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun og blómadropa eða bara njóta veðurblíðunnar í sveitasælunni. 

Við vonum að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir og við fáum gott veður alla helgina og vonandi getum við farið í ýmisskonar spil s.s. kubbaspilið, krikket, svo eitthvað sé nefnt og gaman væri ef þið félagar góðir eruð með einhver útispil  sem ekki eru algeng að koma þeim út og fá fólk í lið, hafa gaman saman.

Staðarhaldari svæðisins rukkar gjald fyrir helgina og þeir sem eru með Útilegukortið framvísa sínu korti en þeir sem ekki eru með útilegukortið er boðin gisting pr. nótt á 700,–kr. á mann. Ef fólk vill rafmagn þá er greitt 500,–kr. pr. nótt fyrir bílinn, einnig þeir sem eru með Útilegukortið. Vonandi sjáumst við sem flest á Faxa.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *