Aðalfundurinn 15. okt

Fundarboð – Aðalfundur
Aðalfundur Félags húsbílaeigenda verður haldinn 15 okt. n.k. kl. 14.00, í Hásölum í  Hafnarfjarðarkirkju. Venjuleg aðalfundarstörf, kaffiveitingar að fundi loknum.. Við hvetjum félagsmenn til að fjölmenna.
Eftirtaldir aðilar gefa kost á sér til setu í stjórn félagsins:, er Anna Pálína Magnúsdóttir nr. 595, Katrín Baldvinsdóttir, nr. 468 Hlíðar Sæmundsson nr. 2, Ragna Helgadóttir, nr. 202, Páll Þorsteinsson nr. 377,  einn gefur svar næstu daga.
Í ferðanefnd bjóða sig fram: Hrafnhildur Sigurðardóttir, nr. 698,  Árni Óskarsson nr. 65, Anna M. Hálfdánardóttir nr. 165, Ásgeir M. Hjálmarsson nr. 712,
Í skemmtinefnd félagsins bjóða sig fram:Sigurbjörg Einarsdóttir nr. 377, Sólborg Þorláksdóttir nr. 16, Rebekka Reynisdóttir, nr. 791
Sem skoðunarmenn reikninga bjóða sig fram Erla Skarphéðinsdóttir nr. 568,  Hjördís Þorsteinsdóttir nr. 337, Björn Þorbjörnsson nr. 10.
Dagskrá aðalfundar:
1.  Formaður setur fundinn og gerir tillögur um fundarstjóra. 
2.   Fundarstjóri gerir tillögu um fundarritara og kynnir dagskrá fundarins.
3.    Formaður flytur skýrslu stjórnar.
4.    Gjaldkeri leggur fram og skýrir reikninga félagsins.
5.    Umræður um skýrslu formanns og reikninga félagsins 
6.    Ákvörðun félagsgjalda.
7.    Lagabreytingar.
8.    Kosningar í stjórn og nefndir.
9.   Önnur mál.

Lög Félags húsbílaeigenda – 681290-1099

Tillaga að breytingum á einstaka liðum á lögum Félags húsbílaeigenda.

1. grein.
Nafn félagsins:
Félagið heitir Félag húsbílaeigenda. Heimili þess og varnarþing er það sama og formanns á hverjum tíma. Félagssvæði þess er allt Ísland. (óbreytt)
2. grein. (Óbreytt)
Markmið félagsins eru:
a)   Að ferðast um landið í skipulögðum ferðum.
b)   Að standa vörð um hagsmuni húsbílaeigenda.
c)   Að efla kynni þeirra á milli.
d)  Að stuðla að landkynningu innan félagsins og góðri umgengni um landið.
e)   Að efla samstöðu og kynni milli annarra sambærilegra félaga.
3. grein.
Starfsár og félagsgjöld:
a) Starfs- og reikningsár (Starfsár) félagsins er á milli aðalfunda. ( Leiðrétt orðaval)
a) verður þá: Starfs-og reikningsár félagsins er á milli aðalfunda
b)  Aðalfund skal halda fyrir 1.nóvember ár hvert. Aðalfund skal boða með minnst viku fyrirvara. Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað(bætt inn í í b. lið)
c) Árlegt félagsgjald, með gjalddaga 15. mars, skal ákveða á aðalfundi ár hvert. (Orðinu Árlegt bætt inn)
c) verður þá: Árlegt félagsgjald, með gjalddaga 15. mars. skal ákveða á aðalfundi ár hvert

4. grein
Félagsmenn, réttindi og skyldur
Félagar geta þeir orðið sem eiga þar til gerða húsbíla með föstum innréttingum eða bíla með þar til gerðu húsi. Hafa þeir málfrelsi, tillögurétt, atkvæðisrétt og kjörgengi á fundum félagsins.
Félagsmenn og samferðamenn í boði þeirra sem  taka þátt í starfsemi félagsins, í  ferðum og afþreyingu eru á eigin ábyrgð og áhættu. (Bætt inn í greinina)
Nýir félagar fá við inngöngu afhent númer og merki félagsins til álímingar á bíla sína.
Hjón og sambýlisfólk eru bæði fullgildir félagar. Þeir félagar sem eiga ekki húsbíla tímabundið,(í allt að 3 ár), halda öllum réttindum í félaginu. (árafjölda bætt inn)
Almennan félagsfund skal boða eftir því sem stjórninni þykir ástæða til og ef a.m.k. 5% félagsmanna(tuttugu félagar) óska þess skriflega og tilgreina fundarefni. (fellt út að aðeins tuttugu félagar geti óskað eftir fundi en bætt inn prósentutölu í staðinn)
Innan 14 daga frá því að ósk félagsmanna kemur fram skal stjórn boða til almenns félagsfundar.
Félagsfundir skulu boðaðir með viku fyrirvara og dagskrárefni tilgreint. 
Þessi kafli í 4.greininni mun þá líta út svona:
Almennan félagsfund skal boða eftir því sem stjórninni þykir ástæða til.Einnig geta 5% félagsmanna óskað þess skriflega að haldinn sé almennur félagsfundur og skulu þeir þá tilgreina fundarefni. Innan 14 daga, frá því að sú ósk félagsmanna kemur fram, skal stjórn boða til almenns félagsfundar.
Félagsfundir skulu boðaðir með viku fyrirvara og dagskrárefni tilgreint.  (bætt í 4.grein)
5. grein.
Félagsmenn í Félagi húsbílaeigenda eru skuldbundnir til að:
a)   Fylgja lögum félagsins og fundarsamþykktum þess.
b)   Greiða félagsgjaldið á tilsettum tíma
c)   Fjarlægja merki félagsins úr bílum við sölu þeirra.
d)  Tilkynna stjórn um breytingar á högum svo sem nýtt heimilisfang, símanúmer og ef skipt (breytt) er um bíl. (skipt í stað breytt – orðalag)
e)   Tilkynna stjórn ef viðkomandi ætlar að hætta í félaginu.

 6. grein.
Stjórn félagsins getur vikið félagsmanni úr félaginu ef hann:
a)  (Á einhvern hátt) (fellt út) Vinnur gegn hagsmunum félagsins. (fella út 3 fyrstu orðin í lið a)
b)   Gerist brotlegur við lög félagsins.
c)   Hefur ekki greitt félagsgjald, (yfirstandandi árs fyrir 1. október.)  fyrir 1. maí, ár hvert.   (breyttur gjalddagi og yfirstandi árs fellt út)
7. grein.
Stjórn félagsins og nefndir:
Stjórn félagsins skal skipuð 5 félögum og 2 til vara sem kosnir eru á aðalfundi. Embætti stjórnar eru: formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari, og vararitari. Komi fram fleiri en ein tillaga, skal kjósa leynilega. Stjórn, utan formanns,(þessum orðum bætt inn)  skiptir með sér verkum. Varamenn skulu boðaðir á stjórnarfundi. Hafa þeir málfrelsi og tillögurétt á stjórnarfundum en ekki atkvæðisrétt þegar stjórnin er fullskipuð. Varamenn hafa atkvæðisrétt þegar þeir sitja fund sem staðgenglar stjórnarmanna.
8. grein.
Fastar nefndir félagsins skulu vera:
Skemmtinefnd og ferðanefnd. Þær skulu starfa í eitt ár í senn.  Aðalfundur eða stjórn félagsins geta skipað aðrar nefndir til ákveðinna verkefna tímabundið ( breytt orðaval)  í stuttan tíma. Stjórn félagsins skal afhenda þeim skipunarbréf þar sem skilgreint er (fram kemur) verkefni  (starfsvettvangur) þeirra. (breytt orðalag)

9. grein.
Kosning skal vera sem hér segir:
a)   Formaður skal kosinn sérstaklega og skal hann kosinn til tveggja ára í senn.
b)   Fjórir félagar skulu kosnir sem meðstjórnendur, þ.e.: tveir  ár hvert, til 2ja ára í senn. (bætt inn) 
c)   Tveir félagar skulu kosnir sem varamenn í stjórn, einn  ár hvert, til 2ja ára í senn.(bætt inn)
d)   Fjórir félagar að minnstakosti skulu kosnir í skemmtinefnd til 1 árs í senn.(bætt inn)
e)   Fjórir félagar skulu kosnir í ferðanefnd til 1 árs í senn. (bætt inn) Að auki situr í henni einn stjórnarmaður.
f)   Tvo félaga skal kjósa, sem ár hvert skal kjósa  tvöfélagslega skoðunarmenn reikninga og einn til vara, til 1 árs í senn.
 Aðrir en formaður skulu kosnir til í senn. (fellur út)

Ákæði til bráðabirgða:
Á aðalfundi félagsins 2011 skulu 2 félagar kjörnir sem meðstjórnendur til 2 ára og 2 félagar sem meðstjórnendur til 1 árs. 1 félagi skal kjörinn sem varamaður til 2 ára og 1 til 1 árs.
10. grein.
Dagskrá aðalfundar skal vera:
1.    Formaður setur fundinn og tilnefnir gerir tillögu um fundarstjóra og ritara fundarins. (fellt út)Greinin verður þá: Formaður setur fundinn og gerir tillögur um fundarstjóra. 
2.   Fundarstjóri gerir tillögu um fundarritara og(bætt inn í)kynnir dagskrá fundarins.
3.    Formaður flytur skýrslu stjórnar.
4.    Gjaldkeri leggur fram og skýrir reikninga félagsins.
5.    Umræður um skýrslu formanns og reikninga félagsins 
6.    Hlé.(Fellt út) (laga númerin hér.)
6.    Ákvörðun félagsgjalda.
7.    Lagabreytingar.
8.    Kosningar í stjórn og nefndir.
9.   Önnur mál.

 11. grein
Starfssvið stjórnar og nefnda, fundarsköp:(fella út þetta orð)
a)   Formaður er fulltrúi og ábyrgðarmaður félagsins út á við.
Formaður undirritar bréf í nafni félagsins, hafi ekki öðrum verið gefið umboð til þess. Formaður boðar fundi félagsins, stýrir stjórnarfundunum og semur fyrir þá dagskrá. Formanni er heimilt að skipa fundarstjóra á fundum félagsins enda ber hann ábyrgð á fundarstjórn. Formaður hefur eftirlit með starfsemi félagsins og hann hefur eftirlit með því að fylgt sé lögum þess og samþykktum í öllum greinum. Stjórn ber sameiginlega ábyrgð á félagskrá. Stjórn sér um innheimtu félagsgjalda.
b)   varaformaður gegnir störfum formansins í forföllum hans.
c)   Ritari annast bókanir fundargerðar í fundargerðarbók. Skal þar getið þeirra mála er fram koma á hverjum fundi og niðurstöður þeirra. Skylt er að bóka nöfn ræðumanna og afstöðu þeirra til viðkomandi mála. Ekki er heimilt að neita mönnum um bókanir á fundum félagsins. Heimilt er að hljóðrita það sem fram kemur á fundunum enda liggi fyrir samþykki fundarins. Ritari ber ábyrgð á að fært sé af hljóðsnældu i fundarbók að fundi loknum. Stjórnarmenn skulu skrifa nöfn sín undir fundargerð.
d)   vararitari gegnir sömu störfum og ritari í forföllum hans og aðstoðar ritara sé þess óskað.
e)   Gjaldkeri hefur yfirumsjón með öllum fjárreiðum félagsins og skili stjórn yfirliti um fjárreiður þess sé þess óskað. Bókanir skulu ávalt vera til í fundargerðarbók fyrir útgerðum félagsins.
 f) Meirihluti stjórnar skuldbindur félagið. Heimilt er stjórn félagsins að veita gjaldkera þess prókúru á reikninga félagsins.  (f. liður nýr)
12. grein
Starfssvið skemmtinefndar
Formaður félagsins skal boða til fyrsta fundar skemmti-nefndar og stýra honum.
Nefndin skiptir meðsér verkum þ.e. formaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnendur. (þessi liður felldur út)
 Skemmtinefnd skipuleggur skemmtanahald á vegum félagsins í samráði við stjórn.

13. grein
Starfssvið ferðanefndar
Formaður félagsins skal boða til fyrsta fundar ferðanefndar og stýra honum. Nefndin skiptir með sér verkum þ.e. formaður, ritari, gjaldkeri og einn meðstjórnandi og að auki einn úr stjórn.
Ferðanefnd skipuleggur ferðir sem efnt er til á vegum félagsins, kannar aðstöðu til gistingar og útvegar fararstjórn.

14. grein
Kosningar og atkvæðagreiðsla
Heimilt er að greiða atkvæði með handauppréttingu komi ekki fram gagntillaga. Einfaldur meirihluti félagsmanna á fundum gildir í kosningum. Stjórn félagsins metur vafaatriði.

15. grein
Skrifstofa félagsins, fréttabréf:
Stjórn félagsins rekur skrifstofu og annast daglegan rekstur félagsin.  Opnunartími skal vera eftir þörfum að mati stjórnar.
 Nefndir skulu hafa aðgang að skrifstofunni til fundarhalda í samráði viðstjórn. (fella út þessa línu) Fréttabréf félagsins skulu gefin úr eftir þörfum að mati stjórnar.

16. grein
Lagabreytingar:
Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi og þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða til. Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn minnst 15 dögum fyrir aðalfund, skriflega og undirritaðar. Tillögum um lagabreytingar skal geta í aðalfundarboði.

17. grein
Félagið lagt niður:
Greinin er í lögunum svona: Félagið er lagt niður ef ¾ greiddra atkvæða á aðalfundi samþykkja þess efnis. Skulu þá eignir þess og sjóðir renna til uppbyggingar þjónustu við húsbílafólk um allt land.
Lagt er til að greinin verði endurbætt til muna og hljóði þannig:
Með tillögu um að leggja félagið niður skal fara með eins og tillögu til lagabreytinga og skal tillögunnar getið sérstaklega í aðalfundarboði. Samþykki aðalfundur með 2/3 hluta greiddra atkvæða að félagið skuli lagt niður, skal þegar í stað efnt til skriflegrar allsherjaratkvæðagreiðslu meðal allra félagsmanna. Staðfesti 3/4 þeirra félagsmanna sem þátt taka í atkvæðagreiðslunni niðurlagningu félagsins telst slík tillaga endanlega samþykkt. Stjórn félagsins skal þá þegar í stað loka reikningum félagsins, undirbúa slit þess og boða slitafund innan 30 daga frá því að talningu atkvæða lauk. Fundinn skal boða með sama hætti og aðalfund. Stjórn skal leggja fyrir fundinn tillögu sína um ráðstöfun á eignum félagsins en þeim skal varið til styrktar viðurkenndu mannúðar eða velferðarstarfi hér á landi.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *