Þá er skráningu lokið í óvissuferðina en það voru 109 manns sem skráðu sig í þessa ferð og verður farið í tveimur rútum. Önnur rútan byrjar í Keflavík kl. 10.00 á laugardagsmorgun við 88 húsið en hin rútan byrjar á planinu hjá Fossnesti á Selfossi á sama tíma. Aðrir áningastaðir eru þeir sömu og var búið að setja inn á heimasíðuna.(kíkið á það)
Við viljum biðja ykkur að vera í hlýjum fatnaði og góðum skóm þó við séum ekki að fara í neina göngu. Hafið einnig með ykkur eitthvað að drekka og ef þið viljið eitthvað að narta í, en þegar verður búið að smala öllum saman þá verður smá stopp til að fara á wc. og fá sér eitthvað í gogginn, þeir sem það vilja. Kaffihlaðborðið verður klukkan rúmlega 16, og komið til Reykjavíkur fyrir kl. 19.00.Vinsamlegast hafið gjaldið tilbúið, kr. 3.000- pr. mann, svo allt gangi hratt fyrir sig.Greitt er þegar komið er í rútuna við upphaf ferðar.Svo er bara að mæta með góða skapið og vonandi verða veðurguðirnir okkur hliðhollir.Hlökkum til að sjá ykkur öll, Ferðanefndin.