Minnum ykkur á ferðafundinn 26.mars n.k. í sal Gerðaskóla í Garði kl. 14.00. Upplagt ef að veðrið verður gott að koma á húsbílnum og gista út við Garðskaga. Einnig vil ég biðja þá sem ætla að mæta að skrá sig inn á könnunina svo við vitum hvað við þurfum að panta kaffi fyrir marga.Einnig minnum við á að nú eru síðustu forvöð að ganga frá félagsgjaldinu kr. 4.000,- inn á reikning félagsins 1193-26-6812 kt. 681290-1099.Í lok næstu viku, þ.e 18. mars sendum við gíróseðla á þá sem ekki hafa greitt félagsgjaldið og þá bætast við kr. 300,- á hvern seðil, en það er innheimtuþóknun bankans.Við ráðgerum svo að afhenda félagatalið á ferðafundinum, þeim sem hafa greitt árgjaldið 2011.
Með bestu kveðju, Soffía G. Ólafsdóttir, formaður