Varðandi árgjaldið og innheimtu þess

Við auglýstum, fyrir nokkru hér á heimasíðunni, að eftir 11. mars yrðu sendir út greiðsluseðlar með kostnaði ef ekki hefðu áður borist innlegg  frá félögum. Nú er sem sé komið að því og hafa gíróseðlar fyrir félagsgjöldunum verið sendir, öllum þeim sem skráðir voru í félagið um áramót, en ekki búnir að greiða fyrir 28. mars s.l.Félagsgjaldið er kr. 4.000,- og svo leggst á kr. 300,- í seðilgjald(sem er kostnaður sem félagið verður fyrir vegna  innheimtunnar).  Gjalddagi seðlanna er 15.04.2011 og eindagi 05.05.2011.  Ef ekki er greitt fyrir eindaga, bætast við dráttarvextir,  frá gjalddaga.
Með bestu kveðju, gjaldkeri Félags húsbílaeigenda,Guðbjörg Bjarnadóttir

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *