Smá ábending

Ágætu félagar. Nú fer í hönd stóra helgin hjá okkur “Hvítasunnuhelgin”  og þessa helgi mæta margir og því þarf að skipuleggja plássið vel. Það hefur færst mjög í vöxt að félagarnir koma með fjórhjól  með sér (sem er bara gaman)  og eru þau þá á kerru  og þetta tekur töluvert pláss.Því viljum við í Stjórn, ferða-og skemmtinefnd beina því til ykkar ágætu félagar að þið farið ekki með kerruna og hjólið inn á tjaldsvæðið, heldur geymið hana niðri á mölinni fyrir neðan tjaldsvæðið.Með von um góða samvinnu.
Soffía G. Ólafsdóttir, formaður

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *