Húsbílar velkomnir við IKEA

Frá og með deginum í dag, 14. júní 2011, bjóðum við alla húsbíla velkomna á grasflötina fyrir aftan bílastæðin við IKEA.Verð fyrir sólarhringinn er 500 kr. á hvern bíl, rafmagn er innifalið í verðinu.

Veitingastaður IKEA opnar kl. 9:30 á morgnana, við bjóðum upp á ókeyps kaffi til kl. 11 en einnig er morgunverður á boðstólnum til kl. 11, hann kostar 295 krónur og inniheldur 2 rúnstykki, 1 skinkusneið, 1 ostsneið, 1 stk. smjör, 2 stk. af sultu og heitan drykk.

Meðfylgjandi mynd er tekin í dag þegar stæðið var tekið í notkun.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *