Jæja þá er lokahnykkurinn að hefjast

Þá er loksins aðeins farið að hægjast um svo ég get farið að sinna því að kíkja á lokakaflann í þessari
vefsíðuframhaldssögu. Það hefur lítill tími verið í haust og fram að áramótum og það þrátt fyrir að
heldur hafi nú um hægst í mínum business þá tók kertagerðinn slíkann kipp að það var allt undirlagt, og

rúmlega það í vaxi fram að jólum. Vonandi næ ég að klára þetta að mestu í mánuðinum svo þetta fari
að komast í loftið, en enn er þó ýmsum smátriðum óreddað og eins þarf einhver umræða um félagatal og annað í
þeim dúr að fara fram áður en þessu lýkur.

Kv. Netstjórinn

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *