Dagsetningar á ferðum 2021
Vegna COVID hefur ekki verið mögulegt að halda ferðafund. Félagatalið er í prenntun og mun vonandi berast félögum um mánaðarmót apríl/maí. Ferðanefnd hefur upplýst ferðir og líta þær svona út:
Ferðaáætlun
Við ætlum að sjá til hvernig allt þróast varðandi Hvítasunnuferðina. Bestu kveðjur til ykkar
1. ferð 21. – 24. maí: Hvítasunnuferð – Þykkvibær – Fjölskylduferð Þessi ferð hefur verið felld niður vegna Covid takmarkana.
2. ferð 4. – 6. júní: Skjöldur í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Skjöldur er 10 km áður en komið er til Stykkishólms. 162 km frá Reykjavík.
3. ferð 18. – 20. júní: Borg í Grímsnesi. 73 km frá Reykjavík
4. ferð 9. – 18. júlí: Stóra ferð.
9. – 11. júlí: Hvammstangi. 194 km frá Reykjavík
11. – 13. júlí: Steinstaðaflöt – Lambeyri. C.a. 130 km akstur
13. – 15. júlí: Hauganes við Eyjafjörð. C.a. 128 km akstur
15 – 18. júlí: Hrafnagil. 47 km
5. ferð 13. – 15. ágúst: Vestmannaeyjar – Þórsvöllur 148 km Reykjavík – Landeyjarhöfn
6. ferð 27. – 29. ágúst: BREYTING – Í staðin fyrir Vonarland sem of lítið tjaldstæði fyrir hópinn þá verður farið á tjaldstæðið við Hótel Vatnsholt.
https://tjalda.is/vatnsholt
Gjaldið þar er kr 1.000.- á mann/nótt og rafmagn kr 1.000.- nótt. Alls eru 43 rafmagnstenglar. Vatnsholt hefur haft lifandi tónlsit um hverja helgi í sumar ýmist á föstudegi eða laugardegi. Nú er bara a sjá hvað verður í boði þessa helgi (spennandi)
7. ferð 10. – 12. september: Þorlákshöfn – Lokaferð og árshátíð. Þar er ýmislegt til afþreyingar m.a. glæsileg sundlaug og frábærar gönguleiðir.
Bestu kveðjur frá ferðanefnd og vonandi sjáumst við sem allra flest í sumar.
_______________________________________________________________________________________________
Dagsetningar á ferðum 2020
Ferðafundur sem átti að vera 18.apríl að Fólkvangi Kjalarnesi er felldur niður.
Ferð 1.– 15.-17. maí Vogar Vatnsleysuströnd
Kæru vinir.
Við í stjórn og nefndum óskum ykkur gleðilegs sumars. Því miður þurfum við að tilkynna formlega það sem liggur ljóst fyrir. Við neyðumst til að aflýsa fyrstu ferð okkar í Vogana. Við ætlum að sjá til hvernig allt þróast varðandi Hvítasunnuferðina. Bestu kveðjur til ykkar
Ferð 2. 29.maí.-1.júní Hvítasunnuferð Þykkvibær Felld niður
Ferð 3. 12.-14. júní Þórisstaðir Hvalfjarðasveit.
Ferð 4. 26.-28. júní Borg í Grímsnesi. Þessi ferð færist á Selfoss.
Ferð 5. 10.-19. júlí Stóra ferð. Borgarfjörður. Byrjum á Akranesi förum síðan að Varmalandi í Borgarfirði. Næst í Húsafell og endum að Brún í Bæjarsveit með lokahóf. Gist er tvær nætur á hverjum stað og komið að Brún föstudaginn 17. júlí.
Ferð 6. 14.-16. ágúst. Stokkseyri Felld niður
Ferð 7. 28.-30. ágúst Fólkvangur Kjalarnesi (furðufataferð) Felld niðurFerð 8. 11.-13. sept. lokaferð/árshátíð Versalir Þorlaákshöfn.
Við vonum að við getum haft gaman í sumar og skemmt okkur eins og okkur er einum lagið í félaginu.
Með kveðju frá ferðanefnd.
————————————————————————————————-
Dagsetningar á ferðum 2019
Ferðafundur 20.apríl að Fólkvangi Kjalarnesi
Ferðir sumarsins eru 8 talsins.
1. ferð 10.-12. maí Vogar á Vatnsleysuströnd. Tjaldstæðið er á grasflötinni þar sem áður var knattspyrnuvöllur sveitarfélagsins.
2. ferð 24.-26. maí Eyrabakki. Tjaldsvæðið er staðsett vestast við Eyrarbakka, vestan við Hafnarbrú. Tjaldsvæðið er í nálægð við fuglafriðland og rétt við fjöruna.
3. ferð 07.-10. júní Hvítasunnuhelgina í Þykkvabænum. Við höfum áður verið þar og þar er gott að vera.
4. ferð 21.- 23. júní Hvammstangi með Flökkurum. Einstakt tjaldstæði í skjólgóðum hvammi fyrir ofan bæinn, með fínu þjónustuhúsi og góðri þjónustu fyrir húsbíla.
5. ferð 12.-21. júlí Stóra ferð um Norðurland Eystra. 12.-15. Ártún við Grenivík (Reykjavík – Grenivík 427 km) 15.-17. Mánarbakki á Tjörnesi (117 km) 17.-19. Ásbrandsstaðir við Vopnafjörð. (193 km) 19.-21. Ýdalir við Þingeyjarskóla. (172 km)
6. ferð 16.-18. ágúst Brautartunga (súpu og furðufataferð) Félagsheimilið í Brautartungu er í eigu Ungmennafélagsins Dagrenningar og var byggt af félagsmönnum árið 1964. Félagsheimilið Brautartunga er staðsett í Lundarreykjadal við bæinn Brautartungu. Verðið er kr. 3000 fyrir félagsmenn og kr 4000 fyrir gesti. Sjá dagskrá neðar á síðuni.
7. ferð 06.-08. september. Sandgerði í Suðurnesjabæ. Þetta er fyrsta ferð félagsins í sameinað sveitarfélag. Tjaldsvæðið er staðsett við Byggðaveginn. Í þjónustuhúsinu á tjaldsvæðinu eru salerni, sturtur, útivaskar með heitt og kalt vatn.
8. Ferð 20.-22. september. Lokaferð og árshátíð að Laugalandi í Holtum. Þarna höfum við áður haldið árshátíð og er gott pláss fyrir húsbílana og góð sundlaug. Tjaldsvæðið að Laugalandi í Rangárvalla sýslu er í um 6 kílómetra frá þjóðvegi 1 og er beygt hjá Landvegamótum upp Landveg nr. 26, sama afleggjara og að Galtalækjarskógi. Vegalengd frá Selfossi er 35 km og frá Reykjavík eru 90 km.
Föstudagur er HATTADAGUR.
Gaman væri ef hattar væru nú í skrautlegri kantinum svona af því að þetta er lokaferðin okkar.
Skemmtinefnd mætir í anddyri húss kl. 20:00. og selur happdrættismiða til kl. 21:00.
Ath það er posi á staðnum og miðinn kostar aðeins kr. 250.
Kl. 21:00. hittumst við og höfum með okkur söngbókina góðu og syngjum saman. Félagar eru hvattir til að koma með hljóðfæri sín með sér og spila undir fjöldasöng.
Þá verður lesin upp hugleiðing ferðafélaga sem barst fyrir nokkru og það verður ykkar að finna útúr því hver hann/hún er.
Svo verður spiluð tónlist og við hitum aðeins upp fyrir laugardagskvöldið.
Laugardagur.
Eftir hádegi gengur skemmtinefnd á milli bíla og selur happdrættismiða. Veglegir vinningar sem eru yfir 20. talsins. Miðinn kr. 250. eins og áður sagði og posi á staðnum.
Frá kl. 17:00 geta félagar valið sér borð fyrir kvöldið. Gaman væri ef þið skreyttuð borðin ykkar með einhverjum hætti. Takið með ykkur vínglös og drykkjarföng, vatnsglös eru á staðnum.
Húsið opnar kl. 19:00. með fordrykk, Sandara freyðivín sem félagi okkar hún Guðbjörg Bjarnadóttir flytur inn og þríréttað borðhald hefst svo kl. 19:30.
Veislustjórar verða Elín og Daði á 233.
Dagskrá skemmtinefndar.
Dregið í félagsnúmera happdrættinu og happdrættinu.
Afhending Geddu verðlauna.
Leynigestur.
Bryndís Ásmundsdóttir söngkona mætir með Tina Turner atriðið sitt.
Eftir skemmtidagskrá leikur Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar fyrir dansi fram á nótt.
Sunnudagur.
Vonumst til að sjá sem flesta við að stóla upp og ganga frá í salnum kl. 12:00.
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest,
Fyrir hönd stjórnar og nefnda.
Elín Fanndal