Ferðir sumarsins 2024 eru sjö talsins
1. ferð 17-20 maí. Hvítasunnuferð í Þykkvabæ. Þykkvibær er í Rangárþingi ytra, á milli Þjórsár og Hólsár, um
það bil 1,6 kílómetra frá sænum. Þykkvibær er elsta sveitaþorp á Íslandi og var eina sveitaþorpið á landinu í
900–1000 ár. Áður var Þykkvibær umflotinn á alla vegu og kýr bændanna varð að reka á sund til að koma þeim
á haga. Fólk varð að vaða upp í mitti eða dýpra til að komast á milli bæja og erfitt var að fást við heyskap. Auk
þess brutu vötnin landið. Árið 1923 var öflug fyrirhleðsla byggð þvert yfir Djúpós og er nú akvegur eftir
stíflugarðinum.
Gjaldið fyrir helgina er 8.000 kr. fyrir hvern félagsmann og 9.000 kr. fyrir hvern gest.
Verð á tjaldstæðinu er 1.000 kr. pr. mann fyrir sólarhringinn.
Gistináttargjald er 300 kr. pr. bíl fyrir sólarhringinn.
Rafmagn er 800 kr. pr. bíl fyrir sólarhringinn.
2. ferð 31 maí – 2 júní. Eyrarbakki – Forsetaferð. Tjaldsvæðið er staðsett vestast í þorpinu í rólegu og þægilegu
umhverfi og góðar gönguleiðir eru frá tjaldsvæðinu hvort sem um er að ræða að skoða rómaðan Eyrarbakkann
eða skemmtileg fjöruganga.
Verð er 2000 kr. fyrir bíl per nótt. (1000 kr. ef það er einn í bíl). Gistináttagjald innifalið. Rafmagnstenglar
eru 50 stk og kostar rafmagn 1000 kr. per nótt. Salerni og sturtur eru á tjaldsvæðinu. Seyrulosun er á
staðnum.
3. ferð 14 – 17 júní. Borg í Grímsnesi – Fjölskylduferð. Tjaldsvæðið er fjórar litlar grasflatir. Tjaldsvæðið er
ætlað fjölskyldufólki. Þar eru fjögur salerni, sturta, góð uppvöskunaraðstaða, rafmagn og salerni fyrir fatlaða.
Einnig er hægt að tæma ferðasalerni á staðnum. Stutt er í sund í íþróttamiðstöðinni og flott leiksvæði er í aðeins
um 400 metra fjarlægð. Verð er 1500 kr. per mann per nótt.
4. ferð 5 – 14 júlí. Stóra ferð – Vestfirðir.
5-7 júlí. Kleppjárnsreykir. Tjaldsvæðið að Kleppjárnsreykjum býður uppá notalegt og rólegt kjarri vaxið umhverfi
með fjölbreyttri afþreyingu og þjónustu fyrir alla aldurshópa. Skammt frá er Deildartunguhver og Krauma
náttúrulaugar. Rafmagnstenglar eru til staðar á 60 stæðum. Á tjaldsvæðinu eru salerni og ein sturta. Seyrulosun
er á staðnum.
Verð per nótt er 1800 kr. á mann. Rafmagn per nótt er 1300 kr.
7-9 júlí. Hólmavík. Hólmavík er stærsti þéttbýlisstaðurinn á Ströndum. Þorpið stendur við Steingrímsfjörð og
tilheyrir sveitarfélaginu Strandabyggð. Á Hólmavík er að finna t.d. Galdrasafnið og safnið Sauðfjársetur á
Ströndum. Við höfum fengið úthlutað svæði út við flugvöll og í flugstöðinni er salernisaðstaða.
Verð fyrir fullorðna 1800 kr. per nótt. Örorku/ellilífeyrisþegar 1090 kr. per nótt. Rafmagn 1490 kr. per nótt.
9-11 júlí. Reykjanesskóli. Á Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi er eitt mesta jarðhitasvæði á Vestfjörðum. Fyrsti vitinn
við strendur Íslands var byggður á Valahnúk á Reykjanesi 1878. Tjaldsvæðið tekur um það bil 40 húsbíla af
venjulegri stærð. Á tjaldsvæðinu er hægt að fá rafmagn. Við hliðina á tjaldsvæðinu er grasvöllur sem gæti tekið
60 húsbíla af venjulegri stærð, þar er ekkert rafmagn. Á tjaldsvæðinu eru 3 salerni og 1 sturta.
Þeir sem þurfa vatn verða að fylla á tanka fyrir komu þar sem ekki er aðstaða til áfyllingar.
Ekki er aðstaða til seyrulosunar á staðnum.
Verð kr. 3.800 fyrir bíl per nótt . Verð ef einn er í bíl kr. 2.200,- kr.pr. nótt Rafmagn kr. 1000 per nótt.
11-14 júlí. Bolungarvík. Tjaldsvæðið er staðsett á bökkum Hólsár við sundlaug Bolungarvíkur. Þjónustuhús fylgir
tjaldvæðinu en þar er matsalur fyrir gesti tjaldsvæðisins, með eldunaraðstöðu. Einnig er þvottaaðstaða í
þjónustuhúsinu með þvottavél og þurrkara, salernis- og snyrtiaðstöðu en á opnunartíma sundlaugarinnar er einnig
hægt að nýta salerni og snyrtingu þar. Á tjaldsvæðinu er rafmagn, útisnúrur og kolagrill.
Verð per bíl 2200 kr. per nótt. Rafmagn 1500 kr. per nótt. Útilegukortið gildir fyrir gistingu á tjaldsvæðinu.
5. ferð 9-11 ágúst. Árblik, Dölum. Árblik er félagsheimili staðsett í Miðdölum, um 130 km frá Reykjavík og 14 km
frá Búðardal. Húsið er vel stórt, á tveimur hæðum og fyrir utan húsið er tjaldsvæði.
Verð er 1200 kr. á mann per nótt. Rafmagn er 1000 kr. fyrstu nótt og 500 kr. eftir það. Rafmagnstenglar eru
12 (hugsanlega hægt að bæta við tenglum).
6. ferð 30 ágúst – 1 september. Árnes – Árshátíðarferð. Við tjaldsvæðið í Árnesi er sundlaug og félagsheimili.
Tjaldsvæðið telur um 9000 fm og eru rafmagnstenglar um 60 talsins. Salurinn í félagsheimilinu tekur um 250
manns í sæti.
Verð fyrir árshátíðarferð verður auglýst síðar.
7. ferð 13-15 september. Brautartunga, Lundareykjadal (ljósaferð – furðuföt). Félagsheimilið Brautartunga er
í Lundareykjadal sem er um 30 mínútna akstur frá Borgarnesi. Í húsinu er stór salur sem rúmar um 200 manns í
sæti. Á efri hæð hússins er setustofa með nokkrum sófum og sófaborðum.
Verð fyrir lokaferð verður auglýst síðar.
Gistináttaskattur var tekinn upp að nýju frá 1. janúar 2024
17 – 20 maí…………………………………………………………………………………………….. Hvítasunnuferð í Þykkvabæ
31 maí – 2 júní………………………………………………………………………………………. Eyrarbakki
14 – 17 júní……………………………………………………………………………………………. Borg í Grímsnesi –Fjölskylduferð
5 – 14 júlí………………………………………………………………………………………………. Stóra ferð – Vestfirðir
9 -11 ágúst…………………………………………………………………………………………….. Árblik í Dölum
30 ágúst – 1 september…………………………………………………………………………. Árshátíð í Árnesi
13 – 15 september…………………………………………………………………………………. Brautartunga Lundareykjardal