12. – 14. maí……………………………Þórisstaðir
26. – 29. maí……………………………Hvítasunnunferð í Þykkvabæ
16. – 18. júní……………………………Taldstæðið Borg í Grímsnesi
7. – 16 júlí……………………………….Stóra ferð um Suðausturland
28. – 30. júlí…………………………….Árblik í Dölum
25. – 27. ágúst…………………………40 ára afmæli í Garði á Reykjanesi
15. – 17. september………………..Brautartunga, Lundarreykjadal
Ferðir sumarsins 2023 eru sjö talsins.
1. ferð 12.- 14. maí. Þórisstaðir Aðstaða til að tæma ferðaklósett er á staðnum. Sandkassi og fótboltavöllur eru á tjaldsvæði eitt. Ekki er sturtuaðstaða en stutt í næstu sundlaug sem er að Hlöðum. Á svæðinu er veiði í þrem vötnum; Eyrarvatni, Þórisstaðavatni (Glammastaðavatni) og Geitabergsvatni. Eitt veiðileyfi fylgir með þegar greitt er fyrir tvo í tvær nætur eða fleiri og gildir það í öllum þremur vötnunum. Þeir sem ætla að veiða í Þórisstaðavatni, geta ekið niður að vatni til að sjósetja létta vatnabáta eða kajaka. Gisting kr 1.200 pr. mann Rafmagn kr. 800 32 tenglar í boði.
2. ferð 26. -29. mai. Hvítasunnuferð í Þykkvabæ Byggðahverfi við Hólsá og sunnan við Safamýri. Áður var Þykkvibær umflotinn á alla vegu og kýr bændanna varð að reka á sund til að koma þeim á haga. Fólk varð að vaða upp í mitti eða dýpra til að komast á milli bæja og erfitt var að fást við heyskap. Auk þess brutu vötnin landið. Árið 1923 var öflug fyrirhleðsla byggð þvert yfir Djúpós og er nú akvegur eftir stíflugarðinum. Verð á Hvítasunnuferð verður auglýst í maí.
3. ferð 16. – 18. júni. Tjaldstæðið Borg í Grímsnesi. Tjaldsvæði er fjórar litlar grasflatir. Tjaldsvæðið er ætlað fjölskyldufólki. Þar eru fjögur salerni, sturta, góð uppvöskunaraðstaða, rafmagn og salerni fyrir fatlaða. Einnig er hægt að tæma ferðasalerni á staðnum. Stutt er í sund í íþróttamiðstöðinni og flott leiksvæði er í aðeins um 400 metra fjarlægð. Gisting kr. 1.000.- pr bíll Rafmagn kr. 1.000.- pr nótt
4. ferð 07. – 16. júlí Stóra ferð:
07. -10. júlí Tjaldsvæðið Hvolsvelli Tjaldsvæðið er fyrsti afleggjari á hægri hönd þegar keyrt er inn í Hvolsvöll og komið er úr vestri ( frá RVK ) við þjóðveg 1 Svæðið sem tekið var í notkun 1980 er afgirt með háum Öspum og hver flöt er afstúkuð með trjám, flatirnar eru sléttar og vel þjappaðar.
10. -13. júlí Kirkjubær II, Kirkjubæjarklaustri Kirkjubæjarklaustur er þorp við þjóðveginn með um 150 íbúa og er bæjarstæðið mjög fallegt. Tjaldsvæðið á Kirkjubæ II er inni í þorpinu, rétt hjá Systrakaffi og versluninni Kjarval. Gisting kr.1.400 fyrir eina nótt pr.mann. Gisting kr.2.600 fyrir tvær nætur pr.mannn. Gisting kr.3.600 fyrir þrjár nætur pr.mann Rafmagn kr. 1.000 Framvísun félagsskírteina krafist.
13. – 16. júlí Mánagarður Hornafirði Mánagarði í Nesjum (7 km vestan við Höfn). Íþróttasalurinn sjálfur er lagður parketi. Ungmennafélagið Máni í Nesjum og Sindri á Höfn nýta húsið fyrir íþróttaæfingar og dans. Í íþróttasalnum eru haldnar stærri samkomur s.s. þorrablót og landsfundir, ráðstefnur og lokakvöld Stóru ferðar Félag húsbílaeigenda. Öll aðstaða og lokahófið er innifalið í verði stóru ferðar. Auglýst þegar nær dregur.
5. ferð 28. – 30. júlí Árblik, Dölum Árblik er félagsheimili staðsett í Miðdölum, um 130 km frá Reykjavík og 14 km frá Búðardal. Húsið er vel stórt, á tveimur hæðum og fyrir utan húsið er tjaldsvæði. Gisting kr.1.000 pr.mann Rafmagn kr. 1.000 fyrsta nóttinn og kr. 500 eftir það 12 tenglar i boði (hugsanlega hægt að bæta við tenglum)
6. ferð 25. – 27. ágúst 40 ára afmæli Húsbílafélagsins í Garði Reykjanesskaga.
7. ferð 15. – 17. september Brautartunga, Lundarreykjadal (ljósaferð, furðuföt) Félagsheimilið Brautartunga er í Lundarreykjadal við bæinn Brautartungu. 30 mín afkstur frá Borgarnesi) Brautartunga er í eigu Ungmennafélagsins Dagrenningar og hefur verið vinsæll staður fyrir ættarmót, brúðkaup og aðra viðburði en í húsinu er stór salur sem rúmar um 200 manns í sæti. Öðru megin salarins er svið en hinumegin minni salur og rúmgott eldhús. Á efri hæð er setustofa með nokkrum sófum og sófaborðum. Verð á lokaferð verður auglýst í byrjun september