Forsprakkar að stofnun félagsins voru úr Keflavík, þeir Hafsteinn Emilsson og Emil faðir hans Kristjánsson. Í júli 1983 settu þeir auglýsingu í Dagblaðið um stofnum félagsins þar sem þeir báðu húsbílafólk um að fjölmenna við Tommaborgara í Rvk og þaðan skyldi ekið á Þingvöll.
Þó nokkuð margir mættu og vakti bílalestin það mikla athygli að sjónvarpið kom og tók myndir ef henni og birti í fréttatíma sjónvarpsins. Einnig voru blaðaljósmyndarar og birtust myndir af hópnum í hinum ýmsu blöðum.
Hafsteinn Emilsson stýrði undirbúningsnefnd fyrst um sinn um stofnun félagsins og varð síðan fyrsti formaðurinn

Hafsteinn Emilsson
1983 -1986
Björn Þorbjörnsson
1986 – 1988
Hafsteinn Linnet
1988 – 1990
Gunnar Kristinsson
1990 – 1992
Björn Þorbjörnsson
1992 – 1996
Sigríður Arna Arnþórsdóttir
1996 – 2000
Erna Margrét Kristjánsdóttir
2000 – 2004
Ásgerður Ásta Magnúsdóttir
2004 – 2008
Soffía Ólafsdóttir
2008 – 2014
Anna Pálína Magnúsdóttir
2014 – 2018
Elín Fanndal.
2018 -2023

Sigríður Einarsdóttir 

2023-