Hvítasunnuferð Félags húsbílaeigenda í Þykkvabæ 26.-29. maí 2023

Stjórn okkar fer góðfúslega fram á að félags fólk sem ætlar í ferðina skrái sig og greiði gjaldið í síðasta lagi á miðvikudagskvöldið nsk. inn á reikning félagsins.

Reiknings uppls eru: 0143 26 200073 kt. 6812901099. Vinsamlegast setjið félagsnúmer með sem skýringu. Þau sem ekki sjá sér fært að greiða í heimabanka skrái sig engu að síður hjá gjaldkera okkar henni Sibbu félaga nr. 7. með sama fyrirvara, netfang hennar er sibbaein@gmail.com og símanúmer: 8644752.

Tjaldstæðið kostar kr. 1000.- á mann pr. nótt og kr. 800 fyrir rafmagn pr. nótt. Staðarhaldari rukkar. 

Gjaldið fyrir helgina er kr. 8500. fyrir félagsmenn og kr. 9500. fyrir gesti. (Tjaldstæði er ekki inn í þessu verði enda rukkað sér)

Innifalið er afnot af húsi allan tímann, trúbador, dansleikur og hátíðarkaffi á hvítasunnudag. Börn yngri en 12 ára greiða ekkert, fæðingarár gildir. Börn 12 til 16 ára greiða kr 2000. fyrir hvítasunnu kaffið.

Posi verður á staðnum

Föstudagur 26.maí

Kl. 21.00. Hátíðin sett í íþróttahúsinu/félagsheimilinu

Hlynur Snær Theodórsson og dóttir hans Sæbjörg Eva Hlynsdóttir skemmta og stjórna fjöldasöng af sinni alkunnu snilld.

Laugardagur 27.maí

Kl.12.00. Undirbúningur fyrir markað

Kl.13.00 – 15.00. Markaður í félagsheimilinu

Kl.15.30. Félagsvist

Kl. 22.00-01.00. Dansleikur, hljómsveitin S.O.S (Súrt og sætt)

Sunnudagur 28.maí Hvítasunnudagur

Kl.12.30 forsala á bingóspjöldum og happdrættismiðum

Kl.13.00 Bingó

Kl.15.30 Hvítasunnukaffi

Kl. 17.00 Leikir, spilað, prjónað og spjallað

Kl.21.00 Verðlaun fyrir félagsvist, síðan er söngbókin góða tekin fram.

Mánudagur 29.maí

Kl.11.00 Frágangur í Félagsheimili, margar hendur vinna létt verk.

Skemmtinefndin.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *