Kæru félagar.  Nú er Stóra-ferðin okkar að skella á, með mikilli tilhlökkun. Ferðin hefst á Hvammstanga 15. júlí  og verður sett laugardaginn 16. Júlí kl: 20.00. Í pokanum góða verður, leiðarvísir, gátublöð, dagskrá ferðarinnar, matseðillinn á lokahófinu og fl. Nú verð ég að biðja ykkur félagar ef þið ætlið að koma inn í ferðina eftir að ferðin hefst og ætlið að vera með okkur á lokahófinu. Og ef einhverjir félagar ætla bara að koma og vera með okkur á lokahófinu.  Þá verðið þið að láta mig vita fyrir miðvikudaginn 20. Júlí.  Konurnar sem sjá um matinn fyrir okkur eru ansi strangar með þessa tímasetningu, til að fá að vita fjölda í mat á lokahófinu. Endilega látið mig vita í síma félagsins 896-5057 Vonast til að sjá ykkur sem flest í Stóru- ferðinni. Húsbílakveðja   Anna Pálína Magnúsdóttir formaður