Árshátíð/Lokaferð 2017

Sælir félagar. Árshátíð/Lokaferð sem verður helgina 22-24 september n.k. í Laugalandi Holtum. Verð pr. félagsmann er 7.000 kr. sama verð og búið er að vera undanfarin þrjú ár. Panta hjá formanni í síma 896-5057, fyrir 19. sept. eða netfang husbill@husbill.is.
Lesa meira

Fréttabréf ágúst 2017

Sælir kæru félagar. Stóra ferðin okkar gekk vel þó að ferðaplanið hafi riðlast vegna veðurs og við urðum að sleppa viðkomu í Stafafell í Lóni. Við enduðum í 88 bílum sem er bara gott og það var dekkað borð fyrir 161 félaga og 4 börn á lokahófinu. Matseljan á Klausturskaffi hún Elísabet sá um að matreiða fyrir okkur þríréttaðan hátíðarmat sem rann ljúft ofan í okkur félagana. Hljómsveitin Nefndin sá svo um að allir dönsuðu af sér skóna. Það var almenn ánægja með Stóru-ferðina og héldu glaðir heim eða áfram í fríið. 
Lesa meira

Félag húsbílaeiganda á afmæli í dag.

Afmæliskveðja. Kæru félagar, til hamingju með daginn félagið okkar er 34 ára í dag.og ber aldurinn bara vel. Sjáumst í Árshátíð/Lokaferð 22.-24. september. Kv Anna Pálína formaður
Lesa meira

Fannahlíð

Sælir félagar. Þá fer senn að líða að næstu ferð Félaga húsbílaeigenda, það er kjötsúpuferðin okkar í Fannahlíð helgina 18.-20. ágúst. Verð í þessa ferð er: Félagar í Félagi húsbílaeigenda greiða => 2.000 kr. pr. mann. Gestir greiða => 3.500 kr. pr. gest. Hlakka til að hitta ykkur og sjá.
Lesa meira

Stóra ferð Félags húsbílaeigenda.

Stóra ferð Félags húsbílaeigenda. 14. – 23. júlí 2017. Dagskrá. Ferðin hefst á tjaldstæðinu á Hvolsvelli og endar á Fljótsdalsgrund. Leiðin upp á Kárahnjúka. Frjáls brottfarartími er alla ferðina og því kjörið að kynna sér handbókina og skoða sig vel um á leiðinni milli staða. Ferðin kostar 7.000 kr. 14-18 ára greiða 4.000 kr. Gestir greiða 8.000 kr. Við ætlum að hafa það þannig í þessari ferð, að hver félagsmaður greiðir fyrir tjaldstæði hjá staðarhaldara á öllum viðkomustöðum nema Fljótsdalsgrund. Félagið greiðir þar allan kostnað á Fljótsdalsgrundinni, það er að segja gistingu, gistnáttaskatt, húsaleigu, hljómsveit og hátíðarmat. Svo annan kostnað sem til fellur eins og barmmerki, ferðabækling og fl.
Lesa meira

Fréttabréf júní 2017.

Sælir kæru félagar. Takk fyrir samveruna í Goðalandi um Hvítasunnuhelgina. Helgina 19.-21. maí var helgarferð á Voga á Vatnsleysuströnd. Á föstudagskvöldinu voru komir um 50 bílar, sem átti eftir að fjölga vel á laugardeginum. Á laugardeginum var farið að skoðunarstöð Frumherja Njarðarbraut 7, 260 Reykjanesbæ, en þar fór skoðun á húsbílunum okkar þetta árið fram vegna sölu á skoðunarstöð Frumherja á Hesthálsi. Boðið var upp á smurð rúnstykki og kaffi í morgunmat. Þegar leið að hádegi var boðið upp á grillaðar pylsur og öl. Gekk vel að skoða bílana enda vanir menn þar á ferð. Skoðaðir voru 33 bílar, eftir skoðun var haldið aftur í Voga á Vatnsleysuströnd og vorum við þar, það sem eftir var helgarinnar. Farið var í gönguferð um Vogana undir leiðsögn Hauks Aðalsteinssonar. Um kvöldið var Brekkusöngur þar sem feðgin Tómas Malmberg og Helga Fanney spiluðu og sungu og tóku félagarnir vel undir. En það var skratti kalt þegar leið á kvöldið. Góð helgi og vel mætt.
Lesa meira

Helgarferð í Grindavík. 23. -25. júní 2017.

Dagskrá. Í Grindavík er útilegukort. Laugardagur 24. júní Kl: 13.00. Sigurður Ágústsson fer með okkur í gönguferð um gamla bæinn í Grindavík og segir frá staðarháttum fyrr og nú.
Lesa meira

Hvítasunnan Goðalandi Fljótshlíð. 2.–5. júní 2017. Dagskrá.

Verð fyrir helgina í Goðalandi er eftir farandi: Fyrir félagsmenn kostar helgin 6.000 kr Fyrir 14-18 ára unglinga kostar helgin 2.000 kr Fyrir gesti kostar helgin 7.000 kr.
Lesa meira

Sölusýning hjá P.Karlsson/

Nú um helgina 27.-28. maí verður haldin sölusýning hjá P.Karlsson/McRent að Smiðjuvöllum 5 a, 230 Reykjanesbæ (gamla Húsasmiðjan). Eins og áður þætti okkur vænt um að fá félagsmenn í heimsókn til okkar en það var afskaplega ánægjulegt á fyrri sýningum hversu margir sáu sér fært að líta við.
Lesa meira

Skoðunarhelgi Félags húsbílaeigenda 19.-21 maí 2017. Dagskrá:

Föstudagur 19. maí. Hattadagur; Þeir sem vilja meiga gista á planinu hjá skoðunnarstöð Frumherja (frekar lítið plan), en svo má líka vera á malarplani hinum megin við götuna. Annars verðum við bara í Vogum á Vatnsleysuströnd, förum svo til Frumherjamanna um morguninn.
Lesa meira