Fréttabréf júní 2016.

Fréttabréf júní 2016. Ágætu félagar, komið þið öll blessuð og sæl. 3.-5 júní var farið að Kaffi-Langbrók. Þar mættu um 70 bílar í sól og blíðu. 24.-26. júní var farið í Þorlákshöfn. Þar mættur milli 30-40 bílar, væta alla helgina.   15.-24. júlí Stóra-ferðin. Við byrjum á Hvammstanga og verðum þar í tvær nætur. Á Hvammstanga er Útilegukort og hver greiðir fyrir sig þar, og gerir upp hjá staðarhaldara. Ferðin verður sett á Hvammstanga laugardaginn 16. Júlí. Að því loknu verður vinaleiknum startað. WC losun er á Hvammstanga.  17.-19. júlí, Skagaströnd, verðum þar í tvær nætur. Á Skagaströnd er Útilegukort og hver greiðir fyrir sig þar, og gerir upp hjá staðarhaldara. WC losun er á Skagaströnd.   19.-20. júlí, Sauðárkrókur. verðum þar í eina nótt. Á Sauðárkrók er Útilegukort og hver greiðir fyrir sig þar, og gerir upp hjá staðarhaldara. WC losun er á Sauðárkrók.   20.-22. júlí, Ártún verðum þar í tvær nætur. Hér sér félagið að gera upp við staðarhaldara. 22.-24. júlí, Ýdalir, verðum þar í tvær nætur og endum þar Stóru-ferðina okkar þetta árið. Næstu ferðir eftir það eru: 12.-14. Ágúst, helgarferð, Hverinn Kleppjárnsreykjum. 26.-28. Ágúst, helgarferð, Fannahlíð Hvalfjarðarsveit. Kjötsúpa í boði félagsins. 16.-18. september. Furðufataferð, Laugaland Holtum. 30.-2 október, Árshátíð / lokaferð. Örkin, Nýir félagar: Nr. 25 Kristín Stefánsdóttir og Jens Kristinsson, 810 Hveragerði. Nr. 26 Jón Ólafur Jónsson, 340 Stykkishólmur.  Nr. 42 Garðar Jóhannsson og Hrafnhildur Hallgrímsdóttir, 230 Reykjanesb Nr. 49 Októvía Hrönn Edvinsdóttir og Jón Gunnar Torfason, 250 Garði. Nr. 63, Gunnar Steinþórsson og Ágústa Valdimarsdóttir 112 Reykjavík. Nr. 83 Guðmundur Haraldsson og Eyrún S. Óskarsdóttir, 210 Garðabær  Nr. 141 Hjörtur Erlendsson og Ólöf Smith, 104 Reykjavík. Nr. 188 Matthías Nóason og Vigdís Hansen, 104 Reykjavík. Nr. 270 Kristbjörn Svansson og Danfríður E. Þorsteinsdóttir 270 Mosfellsbær Nr. 394 Hafdís Brandsdóttir 101 Reykjavík. Bestu kveðjur frá stjórn og nefndum. Anna Pálína Magnúsdóttir formaður
Lesa meira

Þorlákshöfn helgin 24 - 26 júní 2016.

Sælir kæru félagar. Nú er komið að helgarferð til Þorlákshafnar kosningahelgina 24.-26. júní. Í Þorlákshöfn gildir Útilegukortið og greiðir hver fyrir sig, og gerir upp hjá staðarhaldara. Rafmagn kostar 700 kr. pr. sólahring.  Wc-losun. Við vonum að veðrið verði gott, því við ætlum að vera með útibingó. Spjaldið kostar 600 krónur, góðir vinningar eins og alltaf. Svo verður söngbókin okkar tekin fram og sungin nokkur lög. Hittumst öll glöð og kát í Þorlákshöfn. P.S. Muna að kjósa til forseta áður en lagt er af stað. Kv Anna Pálína Magnúsdóttir formaður.
Lesa meira

Dagskrá hvítasunnuhelgar 2016.

Hvítasunnan Árnesi 13.-16. maí 2016 Dagskrá: Föstudagur 13. maí. Hattadagur. Kl. 21.00 Félagar hvattir til að koma með hljóðfærin sín og spila undir söng, syngjum úr söngbók félagsins.Svo verða settir diskar á fónin og dansað ef einhver vill. Laugardagur 14. maí.Seldir verða happadrættismiðar um daginn, hjónin á Gamla Sorrý Grána nr. 383 verða á röltinu, svo er líka er hægt að koma í bílinn til þeirra og kaupa happdrættismiða þar. Verð á miða 250 kr, sama verð og var 2015. Bara tekið á móti peningum, ekki posi. Dregið verður bara úr seldum miðum. Kl: 13.00 Markaður.Kl: 14.30 Ólíumpíuleikar Félags húsbílaeigenda. Við hvetjum alla félagar okkar að taka þátt.Kl: 19.00 Mætum við upp í hús og horfum saman á söngvakeppni Evróska sjónvarpsstöðva. Kl: 23.00 hefst ball þar sem ”hljómsveitin Feðgarnir” sjá um að allir dansi af sér skóna fram eftir nóttu eða til kl: 02.00 Sunnudagur 15. maí.Kl. 13.00 Verður spiluð félagsvist.Kl: 15.00 Hvítasunnukaffi Félags húsbílaeigenda.Kl: 21.00 Dregið í bíla happadrættinu, dregið úr happadrættismiðum, afhent verðlaun fyrir félagsvist og verðlaunafhending fyrir ólíumpíuleikana, broms, silfur og gullverðlaun.Eftir það verður sungið úr söngbók félagsins við hvetjum félaga okkar að koma með hljóðfærin sín og spila undir söngSvo verða settir diskar á fónin og dansað ef einhver vill. Mánudagur 16. maí.Félagar eru kvattir til að koma upp í hús og hjálpa til við að ganga frá húsinu.Við í stjórn og nefndum þökkum fyrir góða helgi og óskum öllum góða ferð heim og góða heimkomu. F.H.Stjórn og nefnda Félags húsbílaeigenda, Anna Pálína Magnúsdóttir. P.s. Kíkið á næstu frétt hér neðar, smá skilboð frá tveimur félagskonum.
Lesa meira

Júrókvöld á hvítasunnu.

Góðan dag kæru félagar. Nú líður að hvítasunnuferð og Júróvisíon stuðinu okkar. Við  fengum leyfi skemmtinefndar til að standa fyrir smá skralli sjálft Júrókvöldið.ÞEMA KVÖLDSINS ER GLEÐI. VIð ætlum að dreifa sætaröðunnar/stigagjafar blöðum til ykkar og veitt verða verðlaun fyrir 1, 2 og 3 sætið. (hafið endilega með ykkur skriffæri) Einnig langar okkur að biðja ykkur að \"klæða ykkur aðeins upp\" í gleðibúninga og veitt verða verðlaun fyrir glaðlegasta eða \"hýrasta\" búninginn. Fánar og annað sem tilheyrir svona stemningu er ómissandi svo grípið með ykkur allt sem ykkur dettur í hug að gæti skapað samkennd og gleði.rin broskal (líka þó við komumst ekki áfram í kvöld)Mögulega verður júrókaríókí keppni einnig, það er verið að kanna möguleikana með það. Þetta stefnir allavega í eintóma gleði krakkar mínir og við hlökkum til að sjá ykkur öll í myljandi stuði. Kveðja frá stuðkellunum Benný nr 60 og Elínu nr 233
Lesa meira

Tilboð á skoðunardaginn

Gegn framvísun félagsskírteinis.  Er 20% afsláttur á aðalskoðun bifreiða í eigu félagsmanna gegn framvísun félagsskírteinis.ATH. Sérstakur skoðunardagur húsbíla verður í skoðunarstöð Frumherja á Hesthálsi 7. maí. Verð á skoðun þann dag er kr. 6.700.-.  Á landsbyggðinni verður boðið upp á sömu kjör á fyrsta opnunardegi eftir húsbíladaginn.Fram að húsbíladeginum veitum við 30% afslátt til félagsmanna (gildir fyrir húsbifreið).Eftir húsbíladaginn og fram til 15. júní veitum við 30% afslátt til félagsmanna (gildir fyrir húsbifreið).
Lesa meira

Skoðunarhelgin 6 - 8 maí.

Gegn framvísun félagsskírteinis.• 20% afsláttur á aðalskoðun bifreiða í eigu félagsmanna gegn framvísun félagsskírteinis.• ATH. Sérstakur skoðunardagur húsbíla verður í skoðunarstöð Frumherja á Hesthálsi 7. maí. Verð á skoðun þann dag er kr. 6.700.-.• Á landsbyggðinni verður boðið upp á sömu kjör á fyrsta opnunardegi eftir húsbíladaginn.• Fram að húsbíladeginum veitum við 30% afslátt til félagsmanna (gildir fyrir húsbifreið).• Eftir húsbíladaginn og fram til 15. júní veitum við 30% afslátt til félagsmanna (gildir fyrir húsbifreið).Koma svo félagar.Sumarkveðja Anna Pálína Magnúsdóttir formaður
Lesa meira

Ferðafundur 2016

Ferðafundur Félags húsbílaeigenda  veður haldinn í Fólkvangi á Kjalarnesi laugardaginn 19. mars 2016 kl: 14.00. Dagskrá: Formaður setur fundinn og tilnefnir fundarstjóra 1.     Ávarp formanns. 2.      Formaður ferðanefndar Ásgeir M. Hjálmarsson kynnir ferðir sumarsins sem farnar verða á vegum félagsins sumarið 2016. 3.     Talsmaður skemmtinefndar segir frá hugmyndum nefndarinnar  fyrir sumarið 2016. 4.     Önnur mál 5. Fundi slitið.        Boðið verður upp á kaffi og kleinur í lok fundar. Eftir fundinn fá þeir félagsmenn sem hafa greitt félagsgjald 2016,afhent félagsskírteini og félagatal 2016.       Vonum að veðurguðirnir verði til friðs.    og við hlökkum til að sjá sem flesta á ferðafundinum.       Með húsbílakveðju.   Fyrir hönd stjórn og nefnda.   Kveðja Anna Pála       
Lesa meira

Fréttabréf janúar 2016.

Fréttabréf janúar  2016. Ágætu félagar, komið þið öll blessuð og sæl. Ég vil fyrir hönd stjórn og nefnda félagsins byrja á því að óska ykkur öllum gleðilegs árs með þökk fyrir ánægjulegar samverustundir á árinu sem var að líða, með von um að nýja árið verði okkur öllum gott ferðaár, með gleði og jákvæðni að leiðarljósi. Þó það sé bara komin miður janúar á því herrans ári 2016, og er nú bara beðið eftir því að daginn taki að lengja og sólinn hækki á lofti. Aðventu kaffið var laugardaginn 5. desember þrátt fyrir slæmt veður. Það komu færri að þeim sökum en 57 félagar komu, fannst þeim sem komu gaman að hitta félagana og var mikið spjallað og nutu við veitinga sem heiðurshjónin Sigríður og Steingrímur nr. 22 sáu um. Og flytjum við þeim kærar þakkir fyrir.  Á aðalfundinum í haust var samþykkt hækkun á félagsgjöldum, og eru þau nú 7.000 kr.                                   Árlegt félagsgjald, með gjalddaga 1. mars og eindaga 20. mars, skal ákveða á aðalfundi ár hvert.  Félagsgjald  fyrir árið 2016   Félagsgjaldið er 7.000 kr.  skal lagt  inn á reikning félagsins  552-26-6812  kt. 681290-1099,  setjið í skýringu félagsnúmer bíls.   Ef greitt er eftir eindaga leggst 500 kr. vegna bankakostnaðar.  Eftir 1. maí  geta félagar átt á hættu að missa númerin sín, ef ekki er búið að greiða félagsgjaldið. Nú í byrjun janúar kom stjórnin saman og farið var vinna í félagatalinu, skiptum á milli okkar að tala við þá sem auglýstu í Félagatali 2015 og finna ný fyrirtæki sem vilja auglýsa í okkar góða Félagatali. Vonum að þetta gangi vel hjá okkur. Ferða og skemmtinefnd kom svo til  fundar við stjórn síðar um daginn og farið var yfir hvernig sumarið kemur til með að líta út hjá okkur, og dagsetningarnar á ferðum sumarsins eru klárar.  Ferðafundurinn verður laugardaginn 19.mars n.k. á Fólkvangi Kjalarnesi kl:14.00 Dagsetningar á ferðum sumarið 2016.  6.-8. maí skoðunarhelgin. 13.-16. maí er hvítasunnan. 3.-5. júní er helgarferð. 24.-26. júní er helgarferð 15.-24. júlí Stóra-ferð.    12.-14. ágúst er helgarferð. 26.-28. ágúst er helgarferð. 16.-18. september er helgarferð. 30 september.-2. október er Árshátíð/Lokaferð. Mig langar til að minna ykkur á Orkulykilinn. Það er samastarf á milli Orkunnar og Félags húsbílaeigenda, þannig á móti hverjum lítra sem við kaupum af eldsneyti fáum við 1 krónu. „Safnast þegar saman kemur.“Svona verða eldsneytisvinningarnir til sem við drögum út í ferðunum á sumrin. Hvet ég alla til að fá sér lykil, og  það er mjög auðvelt að fá sér lykil hjá orkunni. Aukinn afsláttur í völdum ferðum.       Enn og aftur bið ég ykkur kæru félagar að láta formann vita ef breyting hefur orðið hjá ykkur t.d. breytt  heimilisfangi, nýr bíll, nýtt netfang og fl. svo allt verði rétt skráð í félagatalið 2016. Mjög mikilvægt að láta vita um breytt heimilisfang svo félagatalið fari á réttan stað.           Senda allar breytingar á   husbill@husbill.is  eða síma 896-5057.  Allar breytingar þurfa að berast fyrir 15. febrúar n.k. en þá fer félagatalið í prentun. Sími félagsins er 896-5057 Símatími formanns er mánudaga og miðvikudaga frá kl: 13.00-15.00 Og fimmtudaga frá kl 17.00-19.00 Bestu kveðjur frá stjórn og nefndum. Anna Pálína Magnúsdóttir formaður
Lesa meira

Dagsetningar ferðaárið 2016.

Dagsetningar á ferðum sumarið 2016. 6.-8. maí, skoðunarhelgin. 13.-16. maí, Hvítasunnuferðin. 3.-5. júní, helgarferð. 24.-26. júní, helgarferð. 15.-24. júlí, Stóra-ferð. 12.-14. ágúst,helgarferð. 26.-28. ágúst helgarferð. 16.-18.september helgarferð. 30/9.-2.október Árshátíð / Lokaferð.
Lesa meira

Jólakveðja.

Kæru félagar í Félagi húsbílaeigenda nær og fjær. Sendum ykkur hugheilar jóla og nýárskveðjur, með þökk fyrir árið sem er að líða. Vonum að árið 2016 verði okkur öllum gott ferðaár. Fyrir hönd stjórn og nefnda félagsins. Anna Pálína Magnúsdóttir formaður.
Lesa meira