Lokaferð/Árshátíð.

Nú er komið að því. Árshátíð/Lokaferð helgina 16.-18 september 2016, haldin í Laugalandi Holtum. Verð 7.000 kr. pr. mann (sama verð og 2015) 14-18 ára greiða 3.500 kr. Miðapöntun á netfangið husbill@husbill.is  og  í síma félagsins  896-5057. Þarf að koma fram nafn og félagsnúmer. Greiðsla leggist inn á reikning félagsins. Banki  0552-26-6812   Kt: 681290-1099 Hlakka til að sjá ykkur sem flest. Kv. Anna Pálína formaður
Lesa meira

Kæru félagar!

Sælir félagar. Nú í vikunni fer september á banka á dyrnar hjá okkur. Þá er gott að rifja upp að tjaldstæðin í Hveragerði, í Stykkishólmi og á Hvolsvelli, er tilbúið að gefa félögum í Félagi húsbílaeigenda gegn framvísun á félagsskírteinum tvær nætur á verði einnar. Verum dugleg að nýta okkur þessi góðu boð. Njótið félagar kv Anna Pálína formaður.
Lesa meira

Fréttabréf ágúst 2016.

Fréttabréf ágúst 2016. Ágætu félagar, komið þið öll blessuð og sæl. Nú er Stóru-ferðinni okkar ný lokið. Tókst hún mjög vel, fengum gott veður þó það hafi komið smá væta undir lok ferðar. Í ferðina komu 117 bílar sem er mesti fjöldi bíla sem hefur verið í Stóru-ferð. Á lokahófinu var dekkað borð fyrir 232 félaga þar af voru 6 börn. Það var kvenfélag Aðaldælinga sem sá um matinn, sem rann ljúft ofan í okkur félagana. Stulli og Danni sáu svo um að allir dönsuðu af sér skóna til kl: 02.30. Það var almenn ánægja með Stóru-ferðina og héldu allir glaðir heim eða áfram í fríið. Helgina 12.-14. ágúst var farið í helgarferð í Hverinn á Kleppjárnsreykjum. Þar mættu um 40 bílar .Við fengum að vera inni á veitingastaðnum, bæði föstudags og laugardagskvöld. Á föstudagskvöldinu var söngbókin okkar góða tekin fram og sungið við undirleik Sigga Hannesar nr. 125. Á laugardeginum spiluðum við Braggabingó og um kvöldið var söngbókin aftur tekin fram og sungið var við undirleik þeirra Sigga Hannesar nr. 125 og Gulla Valtýs nr. 200. Takk fyrir spilamennskuna strákar. Við fengum bara gott veður, það fór að rigna seint á laugardagskvöldinu og rigndi alla nóttina. Félagar fóru snemma að huga að heimferð, það átti að hvessa þegar leið á daginn. Árshátíð/Lokaferð: Þar sem við gátum ekki fengið leyfi hjá fyrirtækjum og verslunum sem eru nálægt hótel Örk, til að fá afnot á bílastæðum þeirra og okkur hugnaðist ekki að vera með bílana á tjaldstæðinu, svo Örkin var slegin af. Nú voru góð ráð dýr og niðurstaðan er komin. Við sleppum furðufataferðinni þetta árið en verðum í staðinn með Árshátíð/Lokaferð á Laugalandi í Holtum helgina 16.-18. September. Við höfum sama háttinn á og undanfarin ár að þið félagar góðir pantið á árshátíðina hjá formanni og leggið inn á reikning félagsins. Þetta verður betur auglýst er nær dregur eða eftir mánaðamótin. Lokadagur fyrir pöntun á árshátíðina verður mánudagurinn 12. September. Það verður margt til skemmtunar, og boðið verður upp á fordrykk og þriggja rétta hátíðaratseðil sem kvenfélagið Framtíðin sér um að framreiða. Hljómsveitinn Feðgarnir sá um að allir skemmti sér vel. Nýir félagar: Nr. 109 Elís F. Gunnþórsson og Sigrún Svava Thoroddsen, 230 Reykjanesbæ Nr. 210 Gunnar Fannberg Jónsson og Svanfríður Guðrún Guðmundsdóttir 210 Garðabæ. Nr. 419 Þórður Ársælsson 300 Akranes. Bestu kveðjur frá stjórn og nefndum. Anna Pálína Magnúsdóttir formaður
Lesa meira

Stóra ferð 2016.

Kæru félagar.  Nú er Stóra-ferðin okkar að skella á, með mikilli tilhlökkun. Ferðin hefst á Hvammstanga 15. júlí  og verður sett laugardaginn 16. Júlí kl: 20.00. Í pokanum góða verður, leiðarvísir, gátublöð, dagskrá ferðarinnar, matseðillinn á lokahófinu og fl. Nú verð ég að biðja ykkur félagar ef þið ætlið að koma inn í ferðina eftir að ferðin hefst og ætlið að vera með okkur á lokahófinu. Og ef einhverjir félagar ætla bara að koma og vera með okkur á lokahófinu.  Þá verðið þið að láta mig vita fyrir miðvikudaginn 20. Júlí.  Konurnar sem sjá um matinn fyrir okkur eru ansi strangar með þessa tímasetningu, til að fá að vita fjölda í mat á lokahófinu. Endilega látið mig vita í síma félagsins 896-5057 Vonast til að sjá ykkur sem flest í Stóru- ferðinni. Húsbílakveðja   Anna Pálína Magnúsdóttir formaður
Lesa meira

Lokum vegna sumarleyfa

Kæri viðskiptavinur   Við lokum vegna sumarleyfa frá og með 16. júlí – 7. Ágúst.  Kveðja. . https://www.facebook.com/PlastvidgerdirGretars
Lesa meira

Fréttabréf júní 2016.

Fréttabréf júní 2016. Ágætu félagar, komið þið öll blessuð og sæl. 3.-5 júní var farið að Kaffi-Langbrók. Þar mættu um 70 bílar í sól og blíðu. 24.-26. júní var farið í Þorlákshöfn. Þar mættur milli 30-40 bílar, væta alla helgina.   15.-24. júlí Stóra-ferðin. Við byrjum á Hvammstanga og verðum þar í tvær nætur. Á Hvammstanga er Útilegukort og hver greiðir fyrir sig þar, og gerir upp hjá staðarhaldara. Ferðin verður sett á Hvammstanga laugardaginn 16. Júlí. Að því loknu verður vinaleiknum startað. WC losun er á Hvammstanga.  17.-19. júlí, Skagaströnd, verðum þar í tvær nætur. Á Skagaströnd er Útilegukort og hver greiðir fyrir sig þar, og gerir upp hjá staðarhaldara. WC losun er á Skagaströnd.   19.-20. júlí, Sauðárkrókur. verðum þar í eina nótt. Á Sauðárkrók er Útilegukort og hver greiðir fyrir sig þar, og gerir upp hjá staðarhaldara. WC losun er á Sauðárkrók.   20.-22. júlí, Ártún verðum þar í tvær nætur. Hér sér félagið að gera upp við staðarhaldara. 22.-24. júlí, Ýdalir, verðum þar í tvær nætur og endum þar Stóru-ferðina okkar þetta árið. Næstu ferðir eftir það eru: 12.-14. Ágúst, helgarferð, Hverinn Kleppjárnsreykjum. 26.-28. Ágúst, helgarferð, Fannahlíð Hvalfjarðarsveit. Kjötsúpa í boði félagsins. 16.-18. september. Furðufataferð, Laugaland Holtum. 30.-2 október, Árshátíð / lokaferð. Örkin, Nýir félagar: Nr. 25 Kristín Stefánsdóttir og Jens Kristinsson, 810 Hveragerði. Nr. 26 Jón Ólafur Jónsson, 340 Stykkishólmur.  Nr. 42 Garðar Jóhannsson og Hrafnhildur Hallgrímsdóttir, 230 Reykjanesb Nr. 49 Októvía Hrönn Edvinsdóttir og Jón Gunnar Torfason, 250 Garði. Nr. 63, Gunnar Steinþórsson og Ágústa Valdimarsdóttir 112 Reykjavík. Nr. 83 Guðmundur Haraldsson og Eyrún S. Óskarsdóttir, 210 Garðabær  Nr. 141 Hjörtur Erlendsson og Ólöf Smith, 104 Reykjavík. Nr. 188 Matthías Nóason og Vigdís Hansen, 104 Reykjavík. Nr. 270 Kristbjörn Svansson og Danfríður E. Þorsteinsdóttir 270 Mosfellsbær Nr. 394 Hafdís Brandsdóttir 101 Reykjavík. Bestu kveðjur frá stjórn og nefndum. Anna Pálína Magnúsdóttir formaður
Lesa meira

Þorlákshöfn helgin 24 - 26 júní 2016.

Sælir kæru félagar. Nú er komið að helgarferð til Þorlákshafnar kosningahelgina 24.-26. júní. Í Þorlákshöfn gildir Útilegukortið og greiðir hver fyrir sig, og gerir upp hjá staðarhaldara. Rafmagn kostar 700 kr. pr. sólahring.  Wc-losun. Við vonum að veðrið verði gott, því við ætlum að vera með útibingó. Spjaldið kostar 600 krónur, góðir vinningar eins og alltaf. Svo verður söngbókin okkar tekin fram og sungin nokkur lög. Hittumst öll glöð og kát í Þorlákshöfn. P.S. Muna að kjósa til forseta áður en lagt er af stað. Kv Anna Pálína Magnúsdóttir formaður.
Lesa meira

Dagskrá hvítasunnuhelgar 2016.

Hvítasunnan Árnesi 13.-16. maí 2016 Dagskrá: Föstudagur 13. maí. Hattadagur. Kl. 21.00 Félagar hvattir til að koma með hljóðfærin sín og spila undir söng, syngjum úr söngbók félagsins.Svo verða settir diskar á fónin og dansað ef einhver vill. Laugardagur 14. maí.Seldir verða happadrættismiðar um daginn, hjónin á Gamla Sorrý Grána nr. 383 verða á röltinu, svo er líka er hægt að koma í bílinn til þeirra og kaupa happdrættismiða þar. Verð á miða 250 kr, sama verð og var 2015. Bara tekið á móti peningum, ekki posi. Dregið verður bara úr seldum miðum. Kl: 13.00 Markaður.Kl: 14.30 Ólíumpíuleikar Félags húsbílaeigenda. Við hvetjum alla félagar okkar að taka þátt.Kl: 19.00 Mætum við upp í hús og horfum saman á söngvakeppni Evróska sjónvarpsstöðva. Kl: 23.00 hefst ball þar sem ”hljómsveitin Feðgarnir” sjá um að allir dansi af sér skóna fram eftir nóttu eða til kl: 02.00 Sunnudagur 15. maí.Kl. 13.00 Verður spiluð félagsvist.Kl: 15.00 Hvítasunnukaffi Félags húsbílaeigenda.Kl: 21.00 Dregið í bíla happadrættinu, dregið úr happadrættismiðum, afhent verðlaun fyrir félagsvist og verðlaunafhending fyrir ólíumpíuleikana, broms, silfur og gullverðlaun.Eftir það verður sungið úr söngbók félagsins við hvetjum félaga okkar að koma með hljóðfærin sín og spila undir söngSvo verða settir diskar á fónin og dansað ef einhver vill. Mánudagur 16. maí.Félagar eru kvattir til að koma upp í hús og hjálpa til við að ganga frá húsinu.Við í stjórn og nefndum þökkum fyrir góða helgi og óskum öllum góða ferð heim og góða heimkomu. F.H.Stjórn og nefnda Félags húsbílaeigenda, Anna Pálína Magnúsdóttir. P.s. Kíkið á næstu frétt hér neðar, smá skilboð frá tveimur félagskonum.
Lesa meira

Júrókvöld á hvítasunnu.

Góðan dag kæru félagar. Nú líður að hvítasunnuferð og Júróvisíon stuðinu okkar. Við  fengum leyfi skemmtinefndar til að standa fyrir smá skralli sjálft Júrókvöldið.ÞEMA KVÖLDSINS ER GLEÐI. VIð ætlum að dreifa sætaröðunnar/stigagjafar blöðum til ykkar og veitt verða verðlaun fyrir 1, 2 og 3 sætið. (hafið endilega með ykkur skriffæri) Einnig langar okkur að biðja ykkur að \"klæða ykkur aðeins upp\" í gleðibúninga og veitt verða verðlaun fyrir glaðlegasta eða \"hýrasta\" búninginn. Fánar og annað sem tilheyrir svona stemningu er ómissandi svo grípið með ykkur allt sem ykkur dettur í hug að gæti skapað samkennd og gleði.rin broskal (líka þó við komumst ekki áfram í kvöld)Mögulega verður júrókaríókí keppni einnig, það er verið að kanna möguleikana með það. Þetta stefnir allavega í eintóma gleði krakkar mínir og við hlökkum til að sjá ykkur öll í myljandi stuði. Kveðja frá stuðkellunum Benný nr 60 og Elínu nr 233
Lesa meira

Tilboð á skoðunardaginn

Gegn framvísun félagsskírteinis.  Er 20% afsláttur á aðalskoðun bifreiða í eigu félagsmanna gegn framvísun félagsskírteinis.ATH. Sérstakur skoðunardagur húsbíla verður í skoðunarstöð Frumherja á Hesthálsi 7. maí. Verð á skoðun þann dag er kr. 6.700.-.  Á landsbyggðinni verður boðið upp á sömu kjör á fyrsta opnunardegi eftir húsbíladaginn.Fram að húsbíladeginum veitum við 30% afslátt til félagsmanna (gildir fyrir húsbifreið).Eftir húsbíladaginn og fram til 15. júní veitum við 30% afslátt til félagsmanna (gildir fyrir húsbifreið).
Lesa meira