Fréttabréf júlímánaðar komið!!

Allir sem hafa rétt netföng, hafa fengið Fréttabréf félagsins, einnig er hægt að lesa það hér../greinar/view/frettabref-juli-2015.  Frá og með 6 júlí fer ég í frí ÁN tölvu svo þjónusta netstjóra liggur niðri fyrir félagið tímabundið.Kv Anna M netstjóri.
Lesa meira

Í kvöld 1 júlí kl 19,35 á RUV.

Kæru félagar: Allir að horfa á Ríkissjónvarpið í kvöld.  Það verður umfjöllun um okkar góða félag og viðtal við félaga okkar Siggu og Steingrím nr 22. Bein útsending þar sem Fannar Sveinsson, Benedikt Valsson, Salka Sól og liðsmenn Virkra morgna bera landsmönnum fréttir úr höfuðborginni og af landsbyggðinni. Sumarilmur, bæjarrómantík, borgarfréttir og skemmtilegir viðmælendur. http://www.ruv.is/thaettir/sumardagar
Lesa meira

Til ykkar sem koma um helgina!

Skjól  26-28 júní Vegna góðrar veðurspá á næstu helgi, þá ætlum við að bjóða þeim,sem koma á Skjól uppá. BINGÓ og BJÓRPOTTALEIKINN. LAUGARDAGUR 27.JÚNÍ 2015 Kl.20:30 Útibingó spilaðar verða 6 Umferðir,  600 kr spjaldið sem hægt er að nota fyrir þær allar,   Góðir vinningar.   Spjöld seld við (bíl nr 460  Nína Dóra og Haraldur.) ATH. muna eftir pening gott að hafa akkúrat :-).     Þá er það Bjórpotturinn ! Hver kannast ekki við svoleiðis pottaleik nema með léttvíni? Við ætlum að setja svona pottaleik á laggirnar á Laugardaginn 27.júní 2015, á Skjóli  við bíl nr. 460 hjá Nínu Dóru og Haraldi. Þeir sem vilja vera með, koma með EINN bjór. Sem sagt einn bjór-einn bíll. Númer bílsins verður sett í pott og seinna um kvöldið. (ekki hægt að tímasetja strax)sennilega strax á eftir bingóinu verður dregið um vonandi fjöldann allan af bjórdósum og auðvitað fullum.  Þar sem ekki er vitað um fjölda þátttakenda þá er ekki vitað nú hve margir verði dregnir út en vonandi nokkrir! Stefnum á að hafa gaman saman í góðu veðri kæru félagar og hittumst sem flest.  Bestu kveðjur,  fyrir hönd Skemmtinefndar. Anna Pála
Lesa meira

Skjól 26-28 júní 2015.

Kæru félagar  þá er komið að næstu ferð: 26. – 28. júní: Skjól. Skjól er á milli Gullfoss og Geysis við Kjóastaði sem er við þjóðveg no 35    Þarna gildir Útilegukortið,  og afsláttur er fyrir eldri borgara, öryrkja og börn.   Rafmagn 800 kr sólahringurinn. http://utilegukortid.srlausnir.is/skjol/ Vona að við sjáum ykkur sem flest í þessari ferð, og höfum það gaman saman. Fyrir hönd stjórn og nefnda. Anna Pála                                          P.S. (Hægt að losa ferðasalerni við áningastaðinn hjá Geysi)
Lesa meira

12 - 14 júní 2015. Þórisstaðir, Svínadal.

12.-14. júní, Þórisstaðir: Vegalengd frá Reykjavík 70 km.     Útilegukort, Annars 1.600 kr sólarhring. pr bíl, Rafmagn 1.000 kr pr sólarhring. Staðarhaldari sér um innheimtu. Boðið verður upp á vöfflur,sultu og rjóma í kaffinu á laugardeginum. Vonandi mætum við sem flest og komum með góða skapið.  Fyrir hönd stjórn og nefnda. Anna Pála. P.s. Losun fyrir WC er á staðnum.
Lesa meira

Kostnaður hvítasunnuferðar.

Kæru félagar: Hér koma smá upplýsingar. Hvítasunnuhelgin, 22.-25. júní Árnesi Hver félagsmaður greiðir 5.000 kr Hver gestur greiðir 6.000 kr  Frítt fyrir 17 ára og yngri. Ef einhver kemur bara í Hvítasunnukaffi kostar það 1.000 kr Það er sundlaug á staðnum. Og verður opin eins og  hér segir: Föstudaga: 14 — 18 Laugardag, sunnudag og mánudag: 10 — 18  Er því miður ekki viss með gjaldið.   F.h. stjórnar Anna Pála
Lesa meira

Hvítasunnuhelgin - Árnes 22 - 25 maí 2015.

Hvítasunnuhelgi í Árnesi  22. – 25. mai 2015Föstudagur 22. maí: Munið að föstudagar eru sérstakir hattadagar í Húsbílafélaginu. í 4.gr. laga Hattavinafélagsins stendur: Föstudagar eru sérstakir hattadagar og er félagsmönnum uppálagt að ganga með hatta þá daga að viðurlagðri skömm og hneisu, sem skammari sér um að framfylgja á næsta fundi/atburði á vegum félagsins. Blöð með vísnagátum afhent við skráningu inn á svæðið. (eitt blað á bíl)   Kl.21 Félagsmenn eru hvattir að koma með hljóðfærin sín og söngbækur og njóta þess að hittast og hafa gaman saman.   Laugardagur 23. maí: Kl. 11.00  Ólumpíuleikar Húsbílafélagsins. Allir hvattir að taka þátt !!!! Kl. 13.00 – 15.00 Markaður í félagsheimilinu (Undirbúningur hefst kl. 12.00) Kl. 15:30 Bingó í félagsheimilinu, Bingóspjöld seld á markaðinum Kl. 17.00 Yngri kynslóðin getur spilað sína tónlist í félagsheimilinu og/eða rætt málin . Kl. 19:00 Evróvísonpartý  ef Ísland kemst áfram. Endilega komið með snakk eða það sem hver og einn þykir tilheyra góðu partýi með sér.  Ef Ísland kemst ekki áfram þá kl. 20:30 skemmtidagskrá -        verðlaunaafhending fyrir Ólumpíuleikana. Ca. Kl. 22.00  eða eftir að útsendingu á söngvakeppni líkur- Tónlistamennirnir Tómas Malmberg og Ingvar Valgeirsson leika fyrir dansi og félagsmönnum stendur til boða að leika með ef þeir eru í stuði til þess.   Sunnudagur 24.maí: (Hvítasunnudagur) Blöð með svörum á Vísnagátum skilað í kassa í anddyri félagsheimilisins 13:00 Félagsvist / Bridge 15:00 Hvítasunnukaffi 20:30 Bílahappadrætti, Dregið úr réttum svörum á Vísnagátum. Verðlauna  afhending fyrir félagsvist og vísnagátusvör.  – Eitthvað húllum hæ. - kíkt í söngbókina og þeir sem eru í stuði þenja hljóðfærin sín.   Mánudagur 25. Maí *Kl. 12.00 Hjálpumst við frágang í Félagsheimilinu og muna að skrifa í gestabókina. Skemmtinefnd áskilur sér rétt til að breyta dagskránni sjái hún ástæðu til.
Lesa meira

Happaleikur Frumherja.

Um leið og Frumherji þakkar fyrir góðan skoðunardag húsbíla vilja Frumherjamenn minna okkur félagana á happaleikinn góða. Hann gengur út á það að á kvittuninni er númer sem þið þurfið að pikka inn á Frumherja hér: http://interex.frumherji.is/happafengur/skraning.php. Í apríl mánuði vann ungur skagamaður flott 50\" sjónvarp. Um leikinn: Leikurinn heitir Lukkuleikur Frumherja. Á meðan leikurinn er í gangi gefst þátttakendum kostur á að vinna glæsilega vinninga. Þátttaka: Allir sem koma með bíl til skoðunar hjá Frumherja hf. um land allt fá sjálfkrafa happanúmer. Númerið kemur fram á reikningi. Til að staðfesta þátttöku í leiknum þarf viðkomandi að skrá sig á vefnum. Það er gert með því að smella á \"Happanúmer\" á heimasíðu Frumherja, frumherji.is. Skrá þarf inn happanúmerið og nafn ásamt upplýsingum um síma og/eða tölvupóst. Aðeins er hægt að skrá sérhvert happanúmer einu sinni. Samþykki: Með skráningu samþykkir þátttakandi að nafn hans verði sett í pott og það birt í tölvupóstum til annarra þáttakenda ef hann vinnur, að nafn hans verði birt í fréttum á heimasíðu Frumherja, og að hann fái rafrænt fréttabréf í tölvupósti á meðan á leik stendur sem m.a. inniheldur upplýsingar um nýjasta vinningshafann. Útdrættir: Dregið verður fyrsta virkan dag hvers mánaðar. Vinningar: Í vinning er glæsilegt 50\" Samsung sjónvarpstæki frá Ormsson.
Lesa meira

Útsvar, vantar í lið.

Skemmtinefnd vill hvetja félagsmenn til að koma með hljóðfæri fyrir ferðir og vera dugleg að taka þátt í því sem er í boði. Þeir sem vilja taka þátt í Úrsvari þurfa að setja saman 3 í lið og láta vita ekki seinna en 15 maí. n.k. að öðrum kosti leggst niður Útsvar í sumar, ef ekki næst í lið. Vil nefndin einnig hvetja unga fólkið á að vera duglegt að taka þátt og vera skapandi.  Kveðja Skemmtinefndin.
Lesa meira

Að gefnu tilefni:

Vil ég minna félagsmenn að  hafa með sér félagsskírteini 2015 þegar greitt er fyrir skoðun hjá Frumherja.  Kveðja Anna Pála formaður.
Lesa meira