Fyrsta ferð félagsins!

Kæru félagar.   Nú er komið að fyrstu ferð hjá Félagi Húsbílaeigenda.   Við byrjum sumarið með skoðunardeginum  hjá Frumherja að Hesthálsi 6-8 Reykjavík, en hann er  laugardaginn 9. maí. Hittumst á föstudagskvöldinu á planinu hjá þeim. Byrjum daginn á morgunverði upp úr kl: 08.00,  egg, beikon,kokteilpylsur og ávaxtasafa. Kl. 09:00 Hefst skoðun bílana og um leið verður borið fram kaffi og nýbakað vínabrauð eða muffins í boði Frumherja. Færum Frumherjamönnum  kærar þakkir  fyrir. Ef þið ætlið að koma og gista á planinu hjá Frumherjamönnum og þiggja morgunmat,   látið  þá vita á netfangið   husbill@husbill.is  eða síma félagsins 896-5057.   Verðið fyrir skoðun  er 6.500 kr        Eftir skoðunina verður farið á Víðisstaðatún í Hafnarfirði og höfum við skála skátanna á svæðinu til afnota til kl: 01.00.    Gjaldið er kr. 800 fyrir manninn   Hlökkum til að hitta ykkur og sjá.   F.h. stjórn og nefnda Anna Pála
Lesa meira

Ferðir félagsins sumarið 2015.

Ferð  No 1.     Helgarferð    8 – 10 mai Skoðunardagur hjá Frumherja Hesthálsi 6 -8 í Reykjavík. Þeir sem vilja koma á föstudeginum geta gist á planinu. Skoðunargjald 6,500 kr óháð stærð bíla. Þegar skoðun líkur verður farið á Víðistaðatúnið í Hafnarfirði og verið þar til sunnudags. Gjaldið er kr. 800 fyrir manninn Við verðum með afnot af skátahúsinu á lagardagskvöld Verð fyrir rafmagn ? Ferð  No 2. Hvítasunna 22. – 25. mai   Árnes Vegalengd frá Reykjavík 100 km   Rafmagnið var 600 kr Ferð  No 3. Helgarferð 12. – 14. júní Þórisstaðir við Þórisstaðavatn. Vegalengd frá Reykjavík 70 km  Gjald fyrir bíl 1,600 kr. Rafmagn 900 kr sólarhringurinn Aðstaða til að tæma ferðaklósett er á staðnum. Útlegukort Ferð  No 4. Helgarferð  26. – 28. júní Skjól á milli Gullfoss og Geysis við Kjóastaði sem er við þjóðveg no 35   120 km frá Reykjavík Útilegukortið gildir afsláttur fyrir eldri borgara og börn. Rafmagn 900 kr Ferð No 5  Stóraferð 10 – 19 júlí   Strandir og sunnanverðir Vestfirðir byrjað á Drangsnesi endað á Tálknafirði. Föstudagur – sunnudags 10 – 12 júlí Drangsnes Vegalengd frá Reykjavík 264 km = 3 klt 10 mín Rafmagn 800 kr Sunnudagur – þriðjudags 12 – 14 júlí Drangsnes – Norðurfjörður Vegalengd 96,3 Km = 1 klt 18 mín Malarvegur Þriðjudagur – miðvikudags 14 – 15 júlí  Norðurfjörður Bjarkalundur  Vegalengd 145 Km = 1 klt 49 mín að hluta malarvegur ca 100 km Rafmagn 800 kr Miðvikudagur – föstudags 15 – 17 júlí Bjarkalundur – Bjarkarholt 123 Km 1 klt 37 mín Lítið um rafmagn. Föstudagur – sunnudags 17 – 19 júlí Bjarkarholt – Tálknafjörður  Vegalengd   70,7  Km 52 mín  Rafmagn 1200 kr Hér endum við stóruferðina, og hver og einn fer sína leið væntanlega með góðar minningar úr þessari ferð. Ferð  No 6. Helgarferð furðufataferð 14.-16. ágúst Brautartungu Lundarreykjadal. 104 km frá Reykjavík. Hús og tjaldsvæði rukkað saman. Rafmagn er rukkað sér 700 kr Ferð No 7  11.- 13. september Árshátíð/Lokaferð Njálsbúð vestur landeyjum Vegalengd frá Reykjavík 121 km  14 km frá Hvolsvelli Hús og gisting rukkuð saman. Lítið er um rafmagn.
Lesa meira

Breytt staðsetning!

Lesa meira

Ferðafundur 2015.

Ferðafundurinn“ Ferðafundurinn verður haldinn á Fólkvangi Kjalarnesi 21. Mars kl: 14.00. Dagskrá: 1.    Ávarp formans. 2.     Formaður ferðanefndar  Ásgeir M. Hjálmarsson kynnir ferðir sumarsins sem farnar verða á vegum félagsins. 3.    Skemmtinefnd segir frá hvaða hugmyndir þau eru með fyrir sumarið. 4.    Jóhannes B. Guðmundsson og Kjartan Jónsson sem eru að gefa út ferðablaði𠠄Ferðavagn“ ætla að kynna útgáfu blaðsins fyrir okkur 5.    Önnur mál 6.    Boðið verður upp á kaffi og kleinur í lok fundar. 7.    Fundi slitið.      Eftir fundinn fá þeir félagsmenn  sem hafa greitt félagsgjald  2015,     afhent  félagsskýrteini og félagatal 2015.        Vonum að veðurguðirnir verði til friðs.    og við hlökkum til að sjá sem flesta á ferðafundinum.       Með húsbílakveðju.   Fyrir hönd stjórn og nefnda.   Anna Pála
Lesa meira

Bara svona að gamni....

Eru ekki allir komnir með hugann að vori? Eins og tíðin er búin að vera hundleiðinleg í vetur þá setti félagi okkar hún Gyða Elíasdóttir nr 591 þetta myndband saman til að ylja okkur félagar góðir. Setjið nú upp sólgleraugun, hallið ykkur aftur og njótið... https://www.youtube.com/watch?v=xEvNo-MQqPc&feature=youtu.be
Lesa meira

VIÐVÖRUN!!!!!

Sæl verið þið. Myndin sem ég sendi er af gasofni og í þessari tegund er hættulegur galli. Ég er umsjónamaður skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og eigum við 5 stykki af þessari tegund og er kominn fram galli í þeim öllum og einn farinn að leka gasi(og stutt í að hinir færu að leka) þótt slökkt hafi verið á ofninum. Ofnar þessir voru keyptir hjá Olís og Ellingsen. Ég vildi vekja athygli ykkar á þessu þar sem ég veit að þessir ofnar voru mikið seldir fyrir nokkrum árum til að nota í húsbíla. Vinnueftirlitið hefur fengið einn ofn til skoðunar og ég hef komið ábendingum til seljenda en þeir sýnt lítinn áhuga á að axla ábyrgð og vekja athygli á þessum galla Ég er tilbúinn til að veita nánari upplýsingar ef þess er óskað. Kveðja Þórhallur Þorsteinsson sími 8932858 
Lesa meira

Þessi bara gleymdist!

 Tilkynning frá ferðanefnd.Þessi bara gleymdist!!!!!!!26. – 28 júní helgarferð....   f.h. stjórn. ferða og skemmtinefnd.Anna Pála formaður
Lesa meira

Að gefnu tilefni....

Kæru félagar.Á stjórnarfundi 26. janúar 2015 var ákveðið að draga til baka ákvörðun fyrri stjórnar félagsins frá 2. apríl 2014, að afturkalla uppsagnir á VHF talstöðvarrásum sem félagið hefur haft afnot af. Sú umræða verður tekin á næsta aðalfundi félagsins.Fyrir hönd stjórnar:Anna Pála formaður
Lesa meira

Fyrsta fréttabréf ársins!!!

Komið er fyrsta fréttabréf ársins 2015. /greinar/view/frettabref-jan-2015.
Lesa meira

Dagsetningar ferðaárið 2015.

Þá er komið að því! Ferðatilhögun ársins 2015. Fyrsta ferð: 8.-10. maí.   Skoðunardagur 9.maí. Önnur ferð: 22.-25. maí   Hvítasunnan. Þriðja ferð: 12.-14. júní. Helgarferð. Fjórða ferð: 10.-19. júli Stóra ferð . Fimmta ferð: 14.-16. ágúst Helgarferð. Sjötta ferð: 11.-13 sept  Árshátíð/>Lokaferð. Kv Anna Pála
Lesa meira