Dagskrá Árnes

Lokaferð og árshátíð Árneso 26. – 28. september 2014 Föstudagur 26. september “heimskur er hattlaus maður””Föstudagar eru sérstakir hattadagar og er félagsmönnum uppálagt að ganga með hatt þá daga að viðlagðri skömm og hneisu, sem skammari sér um að framfylgja á næsta fundi/viðburði á vegum félagsins” Kl. 21.00 Lokakeppnin í Útsvari – kíkt í söngbókina og þeir sem eru í stuði þenja hljóðfærin sín.Liðin sem keppa til úrslita í Útsvari eru: Ferðanefndin og Hlíðar og co. Félagar hvattir til að koma með hljóðfæri spila undir söng úr söngbók félagsins. Happadrættismiðar verða til sölu hjá skemmtinefnd. Glæsilegir vinningar og aðeins dregið úr seldum miðum. Upplag miða er 400 og kostar miðinn 200 kr (fyrir 1000 kr er hægt að fá 5 miða) Andvirði vinninga eru um 250.000 kr. Laugardagur 27. september Kl. 10.00 - 18.00. Neslaug opin.Um Árnes: Árnes er eyja í Þjórsá. Af henni er nafn sýslunnar dregið, Árnessýsla. Í eyjunni er talið að þingstaður Árnesinga hafi verið að fornu enda sér þar mannvirki sem benda til dómhrings. Þar eru og klettaborgir sem heita Gálgaklettar og bendir nafnið til aftökustaðar. Þinghóll er þar einnig.Austan við Árnes fellur Árneskvísl, vatnslítil. Í henni er Hestafoss. Megináin fellur að vestanverðu. Í henni er Búði eða Búðafoss við efsta horn Árnessins, í honum er laxastigi. Við hann, vestan ár, eru margar búðatóttir og hefur þar sýnilega lengi verið þingstaður fyrrum.Allar líkur benda til að Árnes hafi fyrrum verið fast við vesturlandið en Þjórsá síðan brotist fyrir vestan það og þá skilið að þingstaðinn með dómhringum og búðirnar. Allar minjar þar eru friðlýstar. Félagsheimilið Árnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi dregur nafn sitt af eyjunni.Heimild: Íslandshandbókin útgáfa 1995. Kl. 19.00 Félagsheimilið opnar með fordrykk í boði félagsinsKl. 20.00 Þriggja rétta hátíðarkvöldverður og skemmtidagskrá.Veitt verða verðlaun fyrir Útsvar og samanlagða félagsvist sumarsins.Dregið verður í happadrætti.Jógvan Hansen og Friðrik Ómar skemmta.Annáll – Söngur – Gedduverðlaun. Hljómsveitin Karma leikur fyrir dansi til kl. 02.00 Sunnudagur 28. september*Kl. 12.00 Hjálpumst við frágang í Félagsheimilinu og muna að skrifa í gestabókina.Skemmtinefnd áskilur sér rétt til að breyta dagskránni sjái hún ástæðu til !
Lesa meira

Árshátíð/Lokaferð:

Árshátíð/Lokaferð: Ætlar þú/þið ekki að koma á Árshátíðina/Lokaferðina  helgina 26.-28.sept. n.k.  að Árnesi, skráning stendur yfir til 22.sept. n.k. þar sem við verður að gefa upp fjöldann vegna matarins.  Verð fyrir félagsmenn er 7.000,-- kr. pr. mann það má bjóða gestum með sér og greiða þeir 9.000,-- kr. pr. mann. Á föstudeginum verður dagskrá og m.a. verður lokakeppnin  í útsvari og margt margt fleira og við syngjum og tröllum saman. Laugardagur það verður enginn markaður frjáls tími um að gera að nýta sér sundlaugina sem er opin, fara í léttan göngutúr eða bara slaka á fyrir kvöldið, njóta sín hátíðardagskrá  byrjar svo kl. 19.00 með fordrykk, 3ja rétta kvöldverður, skemmtidagskrá og dúndrandi ball með Ólafi Þórarinssyni (Labba í Mánum) og félögum hans og við dönsum botninn úr skónum. Fjölmennum í síðustu útilegu sumarins. Sjáumst hress og kát.  Kv.,Soffía
Lesa meira

Árshátíð/Lokaferð 26.-28.sept. n.k. að Árnesi í Skeiða-og Gnjúpverjahreppi.

Nú er komið að því að fólk þarf að skrá sig á Árshátíðina/Lokaferðina sem er síðari haustferðin okkar. Dagskráin mun koma inn á heimasíðuna innan tíðar en föstudagskvöldinu verður ýmislegt til skemmtunar s.s. lokakeppnin  í útsvarinu, söngur glens og gaman. Laugardagskvöldið okkar mun byrja á fordrykk kl. 19.00 og boðið er upp á þriggja rétta máltíð, forréttur, aðalréttur og kaffi og konfekt. Vegleg skemmtidagskrá og Hljómsveit Ólafs Þórarinssonar (Labbi í Mánum) þeir eru 4, spilar fyrir dansi til kl. 02.00 eftir miðnætti.  Miðaverð er kr. 7.000,-- pr. mann það má taka með sér gesti verð fyrir þá er 9.000,--pr. mann, Þið getið sent tölvupóst á husbill@husbill.is og pantað eða hringt í 896-5057,  þið leggið svo inn á reikning félagsins  0542-26-276 kt. 681290-1099  og látið koma fram kennitölu þess sem leggur inn. Nú er um að gera að panta sem fyrst, því við verðum að vita hvað margir ætla að koma út af matnum, skráningu lýkur 22.sept. n.k.  Nú er bara að ákveða sig og skrá.  Nú fjölmennum við á árshátíðina og gleðjumst saman í síðustu ferð félagsins þetta árið.  Stjórn, ferða-og skemmtinefnd.   
Lesa meira

Varmaland í Borgarfirði 12.-14.sept n.k.

Ágætu félagar.  Þá er komið að fyrri september ferð félagsins að Varmalandi í Borgarfirði 12.-14.sept. 2014, sem er Futðufata-/Grímubúninga helgi og verður gaman að sjá allar furðuverurnar sem munu mæta á staðinn. Munið að það er ekki skilda að mæta í búning, það gerir hver og einn sem hann langar til í þessum efnum, þannig hefur það verið undanfarin ár og allir skemmt sér sem best. Við verðum á tjaldstæðinu á Varmalandi en útilegukortið gildir ekki þessa helgi þar sem við teljumst hópur. Verð fyrir helgina er kr. 2.000,-- pr. mann og mun ferðanefndin sjá um gjaldtöku og við viljum beina því til ykkar kæru félagar að vera með gjaldið ákkúrat og eins væri gott að þið snérið ykkur strax við komuna á tjaldstæðið til ferðanefndarinnar en þau klæðast gulum vestum og eru því auðþekkjanleg. Rafmagn er á tjaldstæðinu og kostar 900,--kr. fyrir sólahringinn  og þeir sem taka rafmagn greiða það beint til staðarhaldara. Við verðum með sal í skólanum að Varmalandi báða dagana og er ýmislegt til skemmtunar, eins og sjá má á dagskránni, endilega prentið hana út fyrir ykkur. Nú er bara að vona að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir og hætti þessari rigningu og að vindurinn fari hægt yfir. Við vonum að sem flestir láti sjá sig og við munum eiga góða helgi saman. Með húsbílakveðju f.h. Stjórnar, ferða-og skemmtinefndar Soffía G. Ólafsdóttir, formaður.
Lesa meira

Kleppjárnsreykir í Borgarfirði helgina 29.-31.ágúst n.k.

Kleppjárnsreykir í Borgarfirði helgina 29.-31.ágúst n.k. Verð á bíl helgin 2.500,--kr.  rafmagn er 1.000.—kr. pr. sólarhring, fólk greiðir hjá staðarhaldara.  Á föstudagskvöldinu býður staðarhaldari upp á súpu, nýbakað brauð og smjör og kaffi á eftir  á 1.300 kr,  einnig er hann að bjóða okkur: Tilboð bjór 700kr   Tilboð réttur dagsins lasagna 2000kr   Við megum sitja þar inni ef við viljum, rabba saman, spila, syngja, en hann er með vínveitingaleyfi og við getum keypt hjá honum “ÖL” en hver og einn hefur þetta eftir sínu höfði en ef veðrið er gott þá hugsa ég að við sitjum úti í góða veðrinu,  en þetta spilum við allt eftir veðrinu. Á laugardaginn ætlar stjórnin að bjóða upp á vöfflur, rjóma og sultu, um kaffileytið, það verður vösk sveit manna að baka vöfflur og eins og alltaf þá segi ég,  vona svo sannarlega að veðrið verði gott svo við getum hópast saman og myndað góða stemmingu, jafnvel farið í “kubb” en það er engin sérstök dagskrá þarna við skemmtum bara hvort öðru. Staðarhaldari er með eitthvað gott á matseðlinum ef þið viljið snæða þar inni.  Gott krækiberjaland er nálægt Kleppjárnsreykjum þar sem fólk má týna. Við í stjórn og nefndum vonumst til að sjá ykkur sem flest, og endilega komið með sólina með ykkur!!!! Bestu kveðjur. f.h. stjórnar, ferða-og skemmtinefndar  Soffía G. Ólafsdóttir, formaður.
Lesa meira

Fyrri ágústferð Félags húsbílaeigenda 15. – 17. ágúst 2014

Fyrri ágústferð Félags húsbílaeigenda 15. – 17. ágúst 2014 Hótel Eldborg / Laugargerðisskóli á Mýrum Gestir okkar félagar í danska húsbílafélaginu Nokkrir félagar í Dansk autocamper forening,  sem eru að ferðast hér um Ísland 16-17 bílar ætla að heiðra okkur með nærveru sinni þessa helgi, hér fylgir dagskráin með,  við spilum þetta af fingrum fram og vonum að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir svo við getum verið úti og skapað skemmtielga stemmingu öll saman. Daði í skemmtinefndinni er búinn að setja saman nokkra texta á íslensku og dönsku svo við getum sungið saman, hátt og snjallt en hann er tengiliður við Danina. *Dagskráin: Föstudagur 15. ágúst Útilegukortið gildir þarna, annars kostar fyrir manninn 1.000 kr. pr. nótt og hver og einn greiðir fyrir sig hjá staðarhaldara.  Af gefnu tilefni skal bent á að það er ekki losun fyrir ferðasalerni á staðnum og með öllu ólíðandi að salerni séu losuð í salerni sem ætluð eru almenningi.  Hér eru upplýsingar frá Umhverfisstofnun um losunarstaði: http://www.ust.is/library/Skrar/Atvinnulif/Heilbrigdiseftirlit/adstada_ferdasalerni.pdf Á staðnum er rafmagn en samt ekki fyrir nærri alla og því vonumst við til þess að þeir sem verða að vera í rafmagni hafi aðgang að þeirri þjónustu.  Það er sundlaug á staðnum, aðgangseyri greiddur inn á Hóteli. Við gerum ráð fyrir að föstudagurinn fari í að maður verði manns gaman og gefi sig á tal við gestina okkar og myndi þannig góð kynni.   “Föstudagar eru sérstakir hattadagar og er félagsmönnum uppálagt að ganga með hatta þá daga eða     fá á sig skömm og hneisu, sem Skammari sér um að framfylgja á næsta fundi/atburði á vegum félagsins.”   Laugardagur 16. ágúst Kl. 12:00 Setning og kjötsúpa: Formaður félagsins Soffía Ólafsdóttir flytur tölu og býður til Íslenskrar kjötsúpu.  Ef veður er gott þá getum við stillt upp borðum og stólum utandyra og borðað saman. Hafið með ykkur disk og skeið ! Súpan kemur frá veitingastaðnum Galitó á Akranesi.  Kl.13:00 – 14:00 Markaður kl. 15:00 Landsleikur: Íslendingar og Danir keppa í Víkingaspili. Það lið sem er undan að vinna einum leik meir en andstæðingurinn sigrar. Eftir landsleikinn væri upplagt að hafa opið hús í bílunum og bjóða gestunum upp á séríslenskt sælgæti: Tillaga: (Kleinur og mjólk / flatköku með hangikjöti / pönnuköku með rjóma /harðfisk og hákarl + brennivín eða bara hvað sem er svo ekki sé nú minnst á íslenska lakkrísinn) Kl. 18:00 Undirbúningur fyrir kvöldverð: Raða borðum og stólum upp utandyra og hver og einn dekkar upp sitt borð, grillar og græjar sinn mat eins og hver og einn vill hafa hann. Kl. 19.00 Sameiginlegt borðhald:  Munið að danir sitja oft lengi við matarbrðið og njóta. Við höfum möguleika á að flytja borð og stóla inn í hús ef okkur sýnist svo.  Sunnudagur 17. ágúst Þökkum gestum okkar fyrir samveruna,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,Góða ferð heim. Félagar góðir,  prentið út dagskrána og einnig söngtextana til að hafa með ykkur.  Eins og fram kemur þarna efst í dagskránni þá er Útilegukortið á Eldborg og hver og einn greiðir fyrir sig ef þið eruð ekki með útilegukortið þá kostar gjaldið 1.000,--kr. pr. mann nóttin og munið að greiða hjá staðarhaldara og einnig minni ég ykkur á að koma með klósettin ykkar tóm þar sem ekki er losunarstaða á Eldborg og við látum það ekki spyrjast um okkur að við tæmum í almenningssalernin inni á Eldborg, það bara má ekki.   Félagið býður upp á kjötsúpu í hádeginu á laugardaginn  (hver og einn kemur með sinn disk og skeið) og  við setjum upp markað og ef þið félagar góðir viljið vera með sölubás er það bara alveg sjálfsagt,  við vonumst til að geta verið bara úti en það kemur bara í ljós hvernig veðrið verður, höfum þá sal til að fara inn ef veðurguðirnir verða ekki í stuði. Nú er bara að rifja upp dönskuna svo við getum spjallað við vini okkar eða æfa fingramálið, þetta verður bara gaman. Gaman væri ef einhverjir kæmu með eitthvað svona íslenskt til að bjóða gestum okkar og hvort öðru eins og kemur þarna fram í dagskránni þetta skapar skemmtilega stemmingu og fær fólk til að tala saman.   Hlökkum til að sjá ykkur. Með bestu kveðjum f.h. Stjórnar, ferða-og skemmtinefndar. Soffía G. Ólafsdóttir, formaður.
Lesa meira

Tilboð til félagsmanna

Tilboð til félagsmanna: Orkan tekur þátt í stóru ferðinni hjá Félagi húsbílaeigenda með því að gefa þeim sem eru með kort eða lykil frá Orkunni -12kr. afslátt af verði bensins eða olíu, dagana  11-20 júlí  Vonandi geta sem flestir nýtt sér þetta góða tilboð.    http://www.husbill.is/page/tilbod-til-felagsmanna
Lesa meira

Stóra-ferðinn

Kæru félagar. Nú er komið að Stóru-ferðinni okkar sem verður farin um Suðurlandið og byrjar á Selfossi n.k. laugardag 11.júlí og endar að Mánagarði í Nesjahverfi skammt frá Höfn í Hornafirði. Við vonumst til að sjá ykkur sem flest í þessari rúmlega vikuferð.  Margt er að skoða á þessari leið þó svo við höfum mörg okkar farið þarna oft þá er alltaf eitthvað nýtt að sjá og þið fáið í hendurnar góðan Leiðarvísir þar sem búið er að taka saman heilmikið efni um áhugaverða staði sem vert er að gefa gaum og þar í er einnig dagskráin fyrir alla dagana. Svo verður líka svo gaman að hittast á tjaldstæðunum og það er ýmislegt sem við gerum saman eins og dagskráin ber með sér sem fylgir hér með. Vinaleikurinn sem hefur verið undanfarin 2-3ár verður áfram og kynntur á laugardagskvöldið ásamt nýjum leik „bjórleik“ þetta er spennandi og verður gaman að taka þátt í þessu. Við vonum svo sannarlega að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir og sýni okkur sína bestu hlið sem sagt sól og blíðu en við mætum með sól í hjarta og sól í sinni. Orkan kemur að ferð okkar með því að veita félögum í Félagi húsbílaeigenda -12kr. á lítrinn bensín/olía, frá föstudeginum 11.júlí og alla ferðina til 20.júlí,  endilega nýtið ykkur þetta tilboð. Ég vil benda ykkur á tengla á heimasíðunni okkar sem þið ættuð að skoða það er fyrst til að nefna  „Sölusíðan“  „Auglýsendur“  allir þeir sem auglýsa hjá okkur, og svo,  „Tilboð til félagsmanna“ frá fyrirtækjum sem veita afslátt til félagsmanna  og svo fyrir okkur öll sem erum að ferðast vítt og breytt þá er tengill á sölusíðunni fyrir „Tjaldstæði“ en þar eru nokkuð mörg tjaldstæði sem veita félagsmönnum afslátt af gistingu. Einnig hefur bæst við á „TENGLAR“  þar má sjá hvar er losunaraðstaða WC.  Hvar sundlaugar eru á landinu, og nýr vefur visitingIceland.is  o.m.fl.   tenglarnir eru í stafrófsröð, mikill fróðleikur þarna.   Dagskrá Stóru-ferðar: Föstudagur 11. júlí (dagur 1) Tjaldstæðið á Selfossi, Gesthús. Munið að föstudagar eru hattadagar, ekki gleyma höttunum heima.! Laugardagur 12. júlí (dagur 2) Fólki er bent á að kynna sér söfn og aðra afþreyingu á Selfossi. Stutt er í alla þjónustu frá tjaldstæðinu. Kl 09.45 lagt af stað fótgangandi (vegalengd c.a. 950m) Kl. 10.00 Brunavarnir Árnessýslu bjóða húsbílaeigendum að skoða nýja Slökkvistöð, kynningu á notkun slökkvitækja og einnig verður sýnt hvernig menn bera sig að við að klippa bíla. Áhugavert fyrir bæði konur og karla. Brunavarnir bjóða upp á kaffisopa að lokinni kynningu. Slökkviliðstjórinn mun sýna myndir frá ýmsum tímum og viðburðum í sögu Selfoss og fylgja þeim eftir með skýringum. Kl. 21.00  Soffía formaður setur ferðina og fyrirkomulag ferðarinnar kynnt. Vinaleikur og bjórpottur: Þeir sem ætla að taka þátt komi að Mánadísinni nr. 696,  eftir að Soffía hefur lokið máli sínu.Ef einhver sem getur ekki mætt fyrr en á sunnudegi-mánudegi og vill vera með í leiknum þá biðjið vini ykkar að draga fyrir ykkur vin og afhenda þeim gjafir. Frekari upplýsingar um leikina er svo að finna í leiðarvísir sem þið fáið afhent hjá ferðanefnd þegar þið greiðið fyrir ferðina.   Sunnudagur 13. júlí (dagur 3) Selfoss – Hamragarðar (71,7 km) Tjaldstæðið er rétt innan við Seljalandsfoss er við fossinn Gljúfrabúa. Mánudagur 14. júlí (dagur 4) Vestmannaeyjaferð fyrir þá sem hafa þegar pantað. Kl. 12.00 Rúta leggur af stað frá Hamragörðum að Landeyjarhöfn Tilboð pr mann með Herjólfi fyrir farþega 16-66 ára kr. 2.080 á mann (verð 1.040 kr önnur leið) Tilboð pr mann með Herjólfi fyrir farþega + 67 ára kr. 1.040 á mann (verð 520kr önnur leið) Kl. 13.00 Brottför frá Landeyjahöfn með Herjólfi. Eftir komuna til Eyja er skoðunarferð um Vestmannaeyjar í rútu, félagi okkar Guðmundur Karl nr. 266 verður leiðsögumaður (2-3 tíma) komið m.a. við hjá Grími kokk. Frjáls tími í miðbæ Vestmannaeyja að lokinni skoðunarferð. Kl. 17.00 Mæting í Herjólf og brottför 30 mín seinna. Rútan skilar okkur í Hamragarða. Þriðjudagur 15. júlí (dagur 5) Hamragarðar - Vik í Mýrdal (59,1 km) Gist verður á tjaldstæðinu. Margir áhugaverðir staðir á leiðinni til að skoða, Skógarfoss – Minja og samgöngusafnið að Skógum – Gestastofan á Þorvaldseyri og Seljavallalaug, Dyrhólaey,margir hellar eru undir Eyjafjöllum sem vert er að gefa gaum. kl. 20.30 Guðný Guðnad. mun ganga með okkur um Vík og segja okkur eitthvað markvert um staðinn, gaman væri að enda svo á einhverjum pöbb á Vík.. Miðvikudagur 16. júlí (dagur 6) Vík í Mýrdal – Skaftafell (140 km) Áhugaverðir staðir eru: Þakgil – Laufskálavarða – Hrífunes – Fjaðrárgljúfur – Systrastapi og Systrafoss –Kirkjugólfið – Foss á Síðu – Dverghamrar – Orrustuhóll - Núpstaður (ef hann er opinn ferðamönnum). Gist verður á tjaldstæðinu í Skaftafelli. Kl. 20.30 Leikir: Hér vantar 4 í hvert lið - Ratleikur sem hefst við Bláa naglann nr 233. (Hafið með ykkur blýant/penna) Fimmtudagur 17. júlí (dagur 7) Í Skaftafelli eru ótal gönguleiðir og er bent sérstaklega á Svartafoss. Kl. 19.00 Hér væri kjörið að raða borðum á einn stað og borða saman. Fróðleikur og bingó. Kl. 20.00 Kristján Benediktsson nr. 529 segir frá áhugaverðum stöðum af leiðinni sem ekin verður á morgun. Bingóspjöld seld fyrir og eftir mat. Glæsilegir vinningar. Föstudagur 18. júlí (dagur 8) Skaftafell – Mánagarður í Neshverfi (127 km)  Munið föstudagar eru hattadagar. Helstu staðir á leiðinni eru: Jökulsárlón – Þórbergsetur – og munið að horfa á landslagið. Kl. 21.00 Kvöldvaka í Mánagarði. Söngbókin tekin fram - Vinaleikur upplýstur - Útsvar Allir að mæta með söngbækur og hljóðfæri. Leikin verður tónlist af hljómplötum fyrir þá sem vilja dansa fram til kl. 24.00 ef stemning er góð. Laugardagur 19. júlí (dagur 9) Kl. 12.00 Stillt upp fyrir markað. Kl. 13.00 – 15.00 Markaður félagsmanna. Eftir markaðinn röðum við borðum og stólum fyrir lokahófið. Kl. 20.00 Lokahóf. Hátíðarkvöldverður  Hlaðborð mjög góður, frá Hótel Höfn- Skemmtidagskrá – Bílahappadrætti – Ratleiksvinningur og dansleikur með         Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar. Sunnudagur 20. júlí (dagur 10) Takk fyrir samveruna og góða ferð heim eða áfram í fríið. Njótum samverunnar, eigið öll góðar stundir. Sjáumst f.h. Stjórnar, ferða-og skemmtinefndar Soffía G. Ólafsdóttir, formaður.
Lesa meira

Sólseturshátíðina í Garðinum

Ágætu félagar.  27.-29.júní  eða næstu helgi er 4. ferðin okkar   og er hún á Sólseturshátíðina  í Garðinum hátíðin er haldin út við Garðskagavita. Þegar við settum þessa ferð á í vetur voru upplýsingarnar sem við fengum þær að ekkert gjald yrði tekið á tjaldstæðinu enda á tjalda.is er tjaldstæðið auglýst frítt. Í síðustu viku heyrðum við af því að þeir sem sjá um hátíðina í ár ætli að rukka 2.000,--kr. pr. bíl  alla helgina með rafmagni óháð hvað margir eru í bílnum, svo heyrist núna að þetta eigi að vera 2.500,-- kr. helgin en þetta er allt mjög óljóst sem er miður þar sem við höfum þá fengið rangar upplýsingar í byrjun. Ef af þessari gjaldtöku verður þá verður hver og einn að greiða fyrir sig að þessu sinni. Við látum dagskrána fylgja hér með og við vonumst til að sjá sem flesta í þessari ferð.  f.h. Stjórnar,ferða-og skemmtinefndar. Sof´fia G. Ólafsdóttir, formaður.
Lesa meira

Dagskrá Goðalandi

Lesa meira