Skoðunarhelgin 6 - 8 maí.

Gegn framvísun félagsskírteinis.• 20% afsláttur á aðalskoðun bifreiða í eigu félagsmanna gegn framvísun félagsskírteinis.• ATH. Sérstakur skoðunardagur húsbíla verður í skoðunarstöð Frumherja á Hesthálsi 7. maí. Verð á skoðun þann dag er kr. 6.700.-.• Á landsbyggðinni verður boðið upp á sömu kjör á fyrsta opnunardegi eftir húsbíladaginn.• Fram að húsbíladeginum veitum við 30% afslátt til félagsmanna (gildir fyrir húsbifreið).• Eftir húsbíladaginn og fram til 15. júní veitum við 30% afslátt til félagsmanna (gildir fyrir húsbifreið).Koma svo félagar.Sumarkveðja Anna Pálína Magnúsdóttir formaður
Lesa meira

Ferðafundur 2016

Ferðafundur Félags húsbílaeigenda  veður haldinn í Fólkvangi á Kjalarnesi laugardaginn 19. mars 2016 kl: 14.00. Dagskrá: Formaður setur fundinn og tilnefnir fundarstjóra 1.     Ávarp formanns. 2.      Formaður ferðanefndar Ásgeir M. Hjálmarsson kynnir ferðir sumarsins sem farnar verða á vegum félagsins sumarið 2016. 3.     Talsmaður skemmtinefndar segir frá hugmyndum nefndarinnar  fyrir sumarið 2016. 4.     Önnur mál 5. Fundi slitið.        Boðið verður upp á kaffi og kleinur í lok fundar. Eftir fundinn fá þeir félagsmenn sem hafa greitt félagsgjald 2016,afhent félagsskírteini og félagatal 2016.       Vonum að veðurguðirnir verði til friðs.    og við hlökkum til að sjá sem flesta á ferðafundinum.       Með húsbílakveðju.   Fyrir hönd stjórn og nefnda.   Kveðja Anna Pála       
Lesa meira

Fréttabréf janúar 2016.

Fréttabréf janúar  2016. Ágætu félagar, komið þið öll blessuð og sæl. Ég vil fyrir hönd stjórn og nefnda félagsins byrja á því að óska ykkur öllum gleðilegs árs með þökk fyrir ánægjulegar samverustundir á árinu sem var að líða, með von um að nýja árið verði okkur öllum gott ferðaár, með gleði og jákvæðni að leiðarljósi. Þó það sé bara komin miður janúar á því herrans ári 2016, og er nú bara beðið eftir því að daginn taki að lengja og sólinn hækki á lofti. Aðventu kaffið var laugardaginn 5. desember þrátt fyrir slæmt veður. Það komu færri að þeim sökum en 57 félagar komu, fannst þeim sem komu gaman að hitta félagana og var mikið spjallað og nutu við veitinga sem heiðurshjónin Sigríður og Steingrímur nr. 22 sáu um. Og flytjum við þeim kærar þakkir fyrir.  Á aðalfundinum í haust var samþykkt hækkun á félagsgjöldum, og eru þau nú 7.000 kr.                                   Árlegt félagsgjald, með gjalddaga 1. mars og eindaga 20. mars, skal ákveða á aðalfundi ár hvert.  Félagsgjald  fyrir árið 2016   Félagsgjaldið er 7.000 kr.  skal lagt  inn á reikning félagsins  552-26-6812  kt. 681290-1099,  setjið í skýringu félagsnúmer bíls.   Ef greitt er eftir eindaga leggst 500 kr. vegna bankakostnaðar.  Eftir 1. maí  geta félagar átt á hættu að missa númerin sín, ef ekki er búið að greiða félagsgjaldið. Nú í byrjun janúar kom stjórnin saman og farið var vinna í félagatalinu, skiptum á milli okkar að tala við þá sem auglýstu í Félagatali 2015 og finna ný fyrirtæki sem vilja auglýsa í okkar góða Félagatali. Vonum að þetta gangi vel hjá okkur. Ferða og skemmtinefnd kom svo til  fundar við stjórn síðar um daginn og farið var yfir hvernig sumarið kemur til með að líta út hjá okkur, og dagsetningarnar á ferðum sumarsins eru klárar.  Ferðafundurinn verður laugardaginn 19.mars n.k. á Fólkvangi Kjalarnesi kl:14.00 Dagsetningar á ferðum sumarið 2016.  6.-8. maí skoðunarhelgin. 13.-16. maí er hvítasunnan. 3.-5. júní er helgarferð. 24.-26. júní er helgarferð 15.-24. júlí Stóra-ferð.    12.-14. ágúst er helgarferð. 26.-28. ágúst er helgarferð. 16.-18. september er helgarferð. 30 september.-2. október er Árshátíð/Lokaferð. Mig langar til að minna ykkur á Orkulykilinn. Það er samastarf á milli Orkunnar og Félags húsbílaeigenda, þannig á móti hverjum lítra sem við kaupum af eldsneyti fáum við 1 krónu. „Safnast þegar saman kemur.“Svona verða eldsneytisvinningarnir til sem við drögum út í ferðunum á sumrin. Hvet ég alla til að fá sér lykil, og  það er mjög auðvelt að fá sér lykil hjá orkunni. Aukinn afsláttur í völdum ferðum.       Enn og aftur bið ég ykkur kæru félagar að láta formann vita ef breyting hefur orðið hjá ykkur t.d. breytt  heimilisfangi, nýr bíll, nýtt netfang og fl. svo allt verði rétt skráð í félagatalið 2016. Mjög mikilvægt að láta vita um breytt heimilisfang svo félagatalið fari á réttan stað.           Senda allar breytingar á   husbill@husbill.is  eða síma 896-5057.  Allar breytingar þurfa að berast fyrir 15. febrúar n.k. en þá fer félagatalið í prentun. Sími félagsins er 896-5057 Símatími formanns er mánudaga og miðvikudaga frá kl: 13.00-15.00 Og fimmtudaga frá kl 17.00-19.00 Bestu kveðjur frá stjórn og nefndum. Anna Pálína Magnúsdóttir formaður
Lesa meira

Dagsetningar ferðaárið 2016.

Dagsetningar á ferðum sumarið 2016. 6.-8. maí, skoðunarhelgin. 13.-16. maí, Hvítasunnuferðin. 3.-5. júní, helgarferð. 24.-26. júní, helgarferð. 15.-24. júlí, Stóra-ferð. 12.-14. ágúst,helgarferð. 26.-28. ágúst helgarferð. 16.-18.september helgarferð. 30/9.-2.október Árshátíð / Lokaferð.
Lesa meira

Jólakveðja.

Kæru félagar í Félagi húsbílaeigenda nær og fjær. Sendum ykkur hugheilar jóla og nýárskveðjur, með þökk fyrir árið sem er að líða. Vonum að árið 2016 verði okkur öllum gott ferðaár. Fyrir hönd stjórn og nefnda félagsins. Anna Pálína Magnúsdóttir formaður.
Lesa meira

Aðventukaffi Félagsins.

Aðventukaffi Félags húsbílaeigenda verður næsta laugardag kl: 14.00 á Cafe Catalínu Kópavogi. Vonandi geta sem flestir félagar komið og fengið sér kakó og spjallað í leiðinni. Er ekki bara góð veðurspá um helgina. Hlakka til að sjá ykkur.  Kveðja Anna Pálína.
Lesa meira

Aðalfundur 3 okt 2015.

Fundarboð --- Aðalfundur. Aðalfundur Félags húsbílaeigenda fyrir árið 2015 verður haldinn á sal Fjölbrautarskóla Vesturlands Akranesi  laugardaginn 3. október 2015 kl: 14.00.  Venjuleg aðalfundarstörf.  Kaffiveitingar að fundi loknum.  Við hvetjum félagsmenn að fjölmenna á fundinn. Dagskrá aðalfundar: 1) Formaður setur fundinn og gerir tillögu um fundarstjóra 2) Fundarstjóri gerir tillögu umfundarritara og kynnir dagskrá fundarins. 3) Formaður flytur skýrslu stjórnar. 4) Gjaldkeri leggur fram og skýrir reikninga félagsins. 5) Umræða um skýrslu formanns og reikninga félagsins.  6) Ákvörðun félagsgjalda. 7) Lagabreytingar. 8) Kosningar í stjórn og nefndir. 9) Önnur mál.
Lesa meira

Dagskrá árshátíðar/lokaferðar.

Árshátíð /Lokaferð 11. – 13. september 2015 í Njálsbúð vestur Landeyjum         Vegalengd frá Reykjavík 121 km 14 km frá Hvolsvelli.  Föstudagur 11. september   “heimskur er hattlaus maður” ”Föstudagar eru sérstakir hattadagar og er félagsmönnum uppálagt að ganga með hatt þá daga að viðlagðri skömm og hneisu, sem skammari sér um að framfylgja á næsta fundi/viðburði á vegum félagsins”   Kl. 21.00  Félagar hvattir til að koma með hljóðfæri spila undir söng úr söngbók félagsins. Njótum þess að hittast og hafa gaman saman.     Laugardagur 12. september     Kl. 19.00  Félagsheimilið opnar með fordrykk í boði félagsins Dregið verður úr Félaganúmerum í bílahappadrættinu. Margir og veglegir bensínúttektarvinningar   Einnig verður til sölu Happdrættismiðar Félags Húsbílaeigenda á 250 kr.miðinn, ath. Eingöngu verður tekið við peningum, endilega muna eftir að taka með reiðufé. Aðeins dregið úr seldum miðum.Verðmætir og flottir vinningar. Dregið verður út 3x10000 kr. Vöruúttekt í Bónus Myndavél frá N1á Akranesi 2x Bílabón og fleira frá Wurth Gjafabréf  frá Galito Restaurant á Akranesi að verðmæti 4000 kr. Gjafabréf frá Skeljungi  að verðmæti 20000 kr. Gjafabréf á máltíð fyrir tvo á  Iclenderhóteli í Reykjanesbæ og annað Gjafabréf á gistingu fyrir tvo á Hótel Keflavík   Kl. 20.00 Þriggja rétta hátíðarkvöldverður og skemmtidagskrá.   Kl. 21:30  Eyjólfur Kristjánsson spila og syngur fyrir okkur af sinni tæru snild 22:30 Gedduverðlaun veitt 23:00 Hljómsveitin Hafrót leikur fyrir dansi til kl. 02.00   Sunnudagur 13. september *Kl. 12.00 Hjálpumst við frágang í Félagsheimilinu og muna að skrifa í gestabókina. Skemmtinefnd áskilur sér rétt til að breyta dagskránni sjái hún ástæðu til !
Lesa meira

Fréttabréf ágúst 2015.

Ágúst fréttabréf.      Akranesi  18. Ágúst 2015.      Kæru félagar komið þið öll sæl og blessuð. Takk fyrir samveruna í Stóru-ferðinni sem tókst mjög vel og margir félagar gátu komið í. Alls mættu 85 bílar sem er frábær þátttaka. Það var ýmislegt gert til skemmtunar, farið í hina ýmsu leiki, spilað útibingó, spiluð félagsvist,markaður, dregið í bjórleik, sungið  og ekki má gleyma vinaleiknum sem er orðin fastur liður í Stóru-ferðinni okkar. Alltaf gaman að sjá félaga okkar laumast með pakka á milli bíla. Þessi frábæra ferð endaði svo með þriggja rétta hátíðarkvöldverði sem matsölustaðurinn Hópið sá um með glæsibrag.  Skemmtiatriðum að hætti skemmtinefndar og dansleik þar sem hljómsveitin „Glæstar vonir“ léku fyrir dansi . Og allir fóru glaðir heim eða áfram í fríið.       Furðufataferðin okkar sem var að Brautartungu  helgina 14.-16. Ágúst.  Þar mættu 65 bílar. Ýmislegt gert sér til skemmtunar,  bingó,  markaður,  sungið og trallað að ógleymdum ólumpíuleikum Húsbíla félagsins. Í hádeginu á laugardeginum bauð félagið upp á kjötsúpu frá Galitó Akranesi, sem rann ljúft ofan í félaga okkar. Kvöldskemmtun á laugardeginum byrjaði með verðlaunaafhendingu, dregið úr félagsnúmerum og fl. Svo hófst Furðufataballið, það voru mjög margir sem tóku þátt og klæddu sig upp í furðuföt . Meira segja hljómsveitin Kopar klæddi sig upp í furðuföt til að vera með,  síðan var dansað til kl: 02.00. Á sunnudeginum héldu allir glaðir heim eftir góða furðuhelgi. J      Nú líður að árshátíðinni okkar en hún verður í Njálsbúð helgina 11.-13. September. Og hvet ég félagsmenn að vera duglegir að mæta nú eins og endranær, því þetta er hin besta skemmtun.      Það verður boðið upp á fordrykk og  þriggja rétta hátíðarkvöldverð. Það  verður margt  til skemmtunar, t.d. veitt verðlaun fyrir eitthvað að mati skemmtinefndar ?, dregið úr félagsnúmerum, vegleg verðlaun. Eyjólfur Kristjánsson  spilar og syngur fyrir okkur og  hljómsveitin Hafrót  leikur fyrir dansi til kl: 02.00      Verð í Lokaferð/Árshátíð er 7.000 kr pr félagsmann og eru félagar beðnir að skrá sig hjá formanni í síma 896-5057 eða husbill@husbill.is  og leggja inn fyrir ferðinni  í  Banka:  552-26-6812  kt: 681290-1099.. Koma svo félagar J       En  vantar okkur  félaga í stjórn og skemmtinefnd, og vil ég hvetja ykkur að koma nú og bjóða ykkur fram í þessi embætti, því það þarf alltaf einhver að gera þetta, ekki bar vera þiggjandi heldur vera þátttakandi og hafa áhrif.  Félagar koma svo!      Svona í lokin.....      Við í Félagi húsbílaeigenda fengum skemmtilega kveðju frá staðarhaldaranum í Bjarkarlundi eftir dvöl félagsins þar í Stóru-ferðinni. Hann var mjög ánægður með umgengnina hjá okkur á tjaldstæðinu , það var ekkert rusl að sjá, ekki einu sinni sígarettustubba að finna eins og hann orðaði það.  Svona eigum við að kynna okkur að hafa það ávalt íhuga að við eigum þetta fallega land okkar sjálf.   Það er frábært að fá svona umsögn um okkar góða félag.      Hlökkum til að sjá ykkur á árshátíðinni.      Fyrir hönd stjórn og nefnda.      Anna Pálína Magnúsdóttir formaður
Lesa meira

Fréttabréf júlímánaðar komið!!

Allir sem hafa rétt netföng, hafa fengið Fréttabréf félagsins, einnig er hægt að lesa það hér../greinar/view/frettabref-juli-2015.  Frá og með 6 júlí fer ég í frí ÁN tölvu svo þjónusta netstjóra liggur niðri fyrir félagið tímabundið.Kv Anna M netstjóri.
Lesa meira