Fréttabréf hefur verið sett inn á heimasíðuna

Ágætu félagar. Hvert fór sumarið, mikið líður tíminn hratt, aðeins 75 dagar til jóla, svei mér þá jólin verða komin áður en ég sný mér við, er ég orðin svona svifasein í seinni tíð. Október-mánuður er bleikur mánuður og er það Krabbameinsfélagið sem nýtur þess góða framlags sem söfnunin á bleiku slaufunni gefur af sér og fann ég hér fallegt ljóð eftir Heiðu Jóns. á vinabókinni og læt það fylgja hér með: Bleikum mánuði bregðumst við og bætum hag þeirra veiku. Ef krabbameinsvaldinn þekkið þið, þá kaupið slaufuna bleiku. Á þinginu eru menn í kappræðum og talar hver sem betur getur um vanda og ekki vanda eftir hvernig menn líta á silfrið og munu eyða ómældum tíma í að vera ósammála síðasta ræðumanni, mikið er nú gott að vera ekki á þingi….. Sjá nánar upplýsingar um Fréttabréfið er inn á heimasíðunni  http://www.husbill.is/greinar/view/okt-2013
Lesa meira

Nú þarf að staðfesta pöntunina á Hótel Örk 1.-3.nóv. n.k.

Kæru félagar. Þeir sem hafa pantað á árshátíðina á Hótel Örk 1.-3.nóv. n.k.  þurfa nú að fara að staðfesta pöntunina með því að greiða inn á  reikning félagsins  sem er  0542-26-276  kt. 681290-1099   og setja í texta “árshátí𔠠  Gisting með morgunverði, þriggja rétta máltíð, skemmtun og dansleikur, þá er gjaldið 23.700,-- kr.  þetta gjald leggið þið inn á reikning félagsins,  aukanótt fyrir hjón kostar 6.900,-- kr. og það greiðið þið þegar þið skráið ykkur inn á hótelið. Fyrir einstakling kostar gisting með morgunverði, þriggja rétta máltíð, skemmtun og dansleik 16.800,-- sem þið leggið inn á reikning félagsins, aukanótt kostar 4.900,-- kr. og það greiðið þið þegar þið skráið ykkur inn á hótelið. Þeir félagar sem vilja koma á árshátíðina  á laugardagskvöldinu, í þriggja rétta máltíð, skemmtunina og dansleikinn eru hjartanlega velkomnir og kostar  það 6.000,-- kr.  pr. mann  (var vitlaust verð í fréttabréfinu síðast “sorry”)  en þið þurfið að panta hjá Soffíu og greiða líka næstu daga.   Dagskrá fyrir árshátíðina mun verða sett hér inn  bráðlega.  Ég ætla að biðja ykkur sem hafið skráð ykkur á árshátíðina að staðfesta pöntunina með því að greiða inn á reikning félagsins á næstu dögum, nokkrir skrifuðu sig þegar ferðafundurinn var í mars s.l. Það eru nokkur herbergi laus svo endilega hafið samband við Soffíu í síma 896-5057 eða með tölvupósti  husbill@husbill.is Hlakka til að hitta ykkur og eiga góða stund með ykkur. Með bestu kveðju Soffía G. Ólafsdóttir, formaður
Lesa meira

Lokaferðin 2013 Félagsgarður í Kjós 27.- 29. sept.

Kæru félagar, þá er komið að síðustu útilegu hjá okkar flotta félagi, sem er helgina 27.-29.sept. n.k. að Félagsgarði í Kjós.  Vonandi verða veðurguðirnir til friðs og við mætum sem flest og  skemmtum okkur saman, dagskráin fylgir hér með og ef þið viljið hafa hana í bílnum þá endilega prentið hana út sjálf,  hún verður ekki prentuð út af okkur, en við munum setja eintak á vegg inn í félagsheimilinu.  Eins og þið sjáið er margt um að vera og svo er það bara samveran með ykkur sem er svo einstök. Við viljum biðja ykkur um að hafa gjaldið fyrir helgina tilbúið, akkúrat, eða kr. 2.000,-- á bíl Gestir greiði kr. 3.000,-- á bíl.    Þið fáið afhent merki og doppu,  við greiðslu, merkið  hafið þið  á ykkur alla helgina.  Þar sem ekki eru rafmagnstenglar á svæðinu þá endilega hafið luktirnar ykkar með og við kveikjum á þeim og sköpum stemmingu fyrir utan bílana.  Föstudagur 27 sept. Hattadagur:  21:30-22:30 Koma upp í hús og skemmta okkur saman,   Fyrst dansatriði  Black and White  Svoooo  Magadans  Svoooo  Leikþáttur 22:30 – 23:30 Óvænt uppákoma, fer eftir veðri. Fellur niður ef Kári verður vondur Síðast en ekki síst skulum við taka lagið saman ,allir að mæta með söngbækur 23:30 – 01:00 Eða taka létta æfingu fyrir ballið á Laugardagskvöldið Laugardagur 28 sept. 12:00 - 13:30 Kjötsúpa í boði félagsins 14:00 – 15:30  Markaður í Félagsheimilinu. (Hver græi fyrir sig.) Söngbækurnar á góðu verða til sölu   16:00 – 17:00 Bingó spilaðar   5 umferðir  21:15 - 21:30 Verðlauna afhending og Bílahappdrætti 21:30 – 22:30 Útsvar lokakeppni á milli SHS og Sjóarans Sífulla 22:45 – 03:00 Dansiball  Kapparnir sem slógu svo ærlega í gegn í Kjósinni í fyrra    Þeir Stúlli og Dúi frá Siglufirði leika fyrir dansi Sunnudagur 29 sept.  *Hjálpa til við frágang í Félagsheimili* Takk fyrir helgina og góða ferð heim !
Lesa meira

Haustferð á tjaldstæðið Hverinn á Kleppjárnsreykjum og fréttabréfið

Kæru félagar.  Allt fram streymir endalaust,  ár og dagar líða.  Nú er komið hrímkalt haust,  horfin sumars blíða. Mér datt í hug þetta kvæði eftir Kristján Jónsson þegar ég  settist fyrir framan tölvuna og leit út um gluggann. Vindurinn gnauðar úti og regnið bíður þess að falla niður og þeir hjá Veðurstofunni spá miklu roki þegar líður á daginn, en sem betur fer þá lygnir alltaf aftur og við getum tekið gleði okkar að nýju og haustið á sinn sjarma með öllum sínum litbrigðum sem við fáum vonandi að njóta nú í haust eins og svo oft áður. Nú er komið að fyrri haustferðinni okkar á tjaldstæðið Hverinn á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði.það er bara núna um helgina 13.-15.sept. Tjaldsvæðið  Hverinn býður upp á endurnýjað og frábært tjaldsvæði á Kleppjárnsreykjum, þar sem boðið er upp á 70 rafmagnstengla, rými fyrir 80-100 tjaldvagna/húsbíla og jafnvel fleiri, netsamband, úrval leiktækja, sturtur, þvottavél, þurrkara og frábært svæði á sælureit okkar í sveitinni. (tekið af vef þeirra)  Umhverfið er glæsilegt og býður upp á afþreyingu af ýmsum toga, en sundlaugin á Kleppjárnsreykjum er aðeins 150 metra frá tjaldsvæðinu, hestaleiga í næsta nágrenni og eins eru aðeins 3 km í golfvöllinn á Nesi, sem er frábær 9 holu golfvöllur. Hverinn opnaði 28.maí 2011 eftir eigendaskipti og miklar endurbætur. Eigendur eu mjög spenntir að fá okkur félagana í Félagi húsbílaeigenda í heimsókn um helgina og vonandi verður veðrið okkur hliðhollt og við njótum þess að dvelja á þessum nýuppgerða stað.        Þau hjá Hvernum sendu okkur tilboð sem ég læt fylgja hér með.  “Við getum boðið ykkur upp á súpu, nýbakað brauð og smjör og kaffi á eftir á 1200 kr á föstudeginum..   Við ætlum að bjóða upp á tvær af vinsælustu súpunum okkar súpu hússins \"Hverasúpu\" sem er grænmetissúpa með hint af karrí og engifer. Búin til úr okkar eigin grænmeti. Vinsælasta súpan í sumar. Síðan ætlum við að hafa tómatsúpuna okkar sem er einnig gerð úr okkar eigin tómötum, mild súpa með sætu tómatbragði. Ofsalega góð.   Einnig erum við með fjölbreytt úrval veitinga á matseðli s.s hamborgara, pizzur, samlokur, grænmetisrétti okkar vinsæla \"Hverasalat\" blandað salat með fetaosti ef vill. Einnig fisk dagsins t.d. hefur djúpsteiktur fiskur með salati, hrísgrjónum, frönskum og uppbakaðri mildri súrsætri sósu með bambus og grænmeti verið mjög vinsæll. Þannig að það verður fullt af djúsí mat handa ykkur úr að velja um helgina ásamt léttvíni og bjór eða einhverju sterkara  ;)   Svo getið þið skellt upp markaði eða mætt með nikkuna á svæðið ef þið viljið. Það hefur t.d.  verið dansaður víkivaki af einhverjum hóp þarna hjá okkur í sumar svo endilega skella upp skralli. Hleypa smá lífi í þetta  :)   Grænmetissalan verður svo líka opin :)” Hljómar vel.  Verðið á tjaldstæðinu  fyrir helgina er félagsmaður  kr.2.000 á bíl gestir greiða 3.000 kr. á bíl. Rafmagn er kr. 800,-- pr, nótt.         Vonandi sjáumst við sem flest. Ef veðrið verður skaplegt sem við vonum þá væri gaman að sjá bílana skreytta með ljósum, luktum, fyrir utan bílana en við verðum að spila þetta allt eftir veðri Lokaferð er  að Félagsgarði í Kjós 27.-29.sept.  Verðið fyrir helgina er kr.  2.000.-á bíl,  gestir greiða 3.000,-- kr. á bíl . Boðið verður upp á kjötsúpu í hádeginu á laugardeginum, settur upp markaður,  einnig verður lokakeppni í útsvarinu skemmtiatriði  og endað með dansleik. Nánari dagskrá kemur þegar nær dregur. Aðalfundur félagsins er 19.okt. n.k. í sal Fjölbrautarskóla Vesturlands Akranesi  kl. 14.00, kaffiveitingar að fundi loknum. 3 aðilar sem eru í stjórn félagsins nú, geta hætt það eru þau Anna Pála nr. 595, Katrín nr. 468  og Absalon nr. 390, þau hafa öll gefið kost á sér að vera áfram næstu 2 árin. Ferðanefndin sem skipuð er: Anna Margrét nr. 165, Ásgeir nr. 712, Árni nr. 65 og Hrafnhildur nr. 698 gefa öll kost á sér í 1.ár í viðbót. Skemmtinefndin sem nú er ætlar öll að draga sig í hlé svo nú vantar okkur  fólk í skemmtinefnd félagsins, ég veit að það er fullt af fólki í félaginu sem getur tekið það að sér að vera í skemmtinefndinni endilega hafið samband við formann félagsins Soffíu í síma 896-5057 eða sendið tölvupóst. Ef einhverjir félagar vilja gefa kost á sér í stjórnina og eða ferðanefndina þá endilega látið formann vita um það, þá verður kosið á milli manna sem gefa kost á sér.  Árið endar svo með árshátíð Félags húsbílaeigenda  1.-3.nóv að Hótel Örk, við erum farin  að taka niður pantanir, og eru margir búnir að skrá sig,  tökum við gjaldi og skráum ykkur í næstu ferð hvetjum ykkur til að  koma á árshátíðina og eyða góðri helgi saman og förum yfir þetta flotta sumar sem við höfum átt saman,  endilega skráið ykkur. Verð eru eftirfarandi: .  Fyrir hjón 1 nótt með þriggja rétta máltíð kr. 23.700.—ef   fólk vill koma  á föstudeginum kostar  sú nótt fyrir tvo  (hjón) 6.900,--kr.  og er þetta með morgunverði  báða dagana. Fyrir einstakling kostar  gisting og þriggja  rétta máltíð kr. 16.800.--,  aukanóttin á föstudeginum  4.900,--kr.  Ef einhverjir vilja koma í matinn og skemmtiatriðin þá kostar það 7.000 kr. pr. mann   Félagið  býður upp á fordrykk og sér einnig  um hljómsveit og skemmtiatriði.  Hótelið mun verða með tilboð fyrir hótelgesti á drykkjum. Við höfum látið bóka 50 herbergi.   Endilega skráið ykkur sem fyrst nú þegar er komið í yfir 35 herbergi. Þið getið einnig  sent skráningu á  husbill@husbill.is  eða hringt í síma 896-5057  Galtalækjarskógur, 16.-18.ágúst þar vorum við með furðufataball, þessi helgi tókst mjög vel, veðurguðirnir voru í svo góðu skapi, sú gula skein sem skærast á okkur,  mættir voru um 60 bílar og er þetta svæði mjög skemmtilegt með góðum gróðri og rjóðrum hér og þar. Margar kynjaverur fóru á kreik á laugardagskvöldinu og höfðum við félagarnir gaman að, dönsuðum af okkur skóna undir léttum tónum félaganna í „Bara tveir“  Afmælishátíðin  23.-25.ágúst, tókst alveg glimrandi vel, og vil ég þakka öllum þeim sem komu að þessari skemmtan hjartanlega fyrir alla þá vinnu sem í þetta var lagt. Aðilar úr  Björgunarsveitinni  Ægir og Knattspyrnufélaginu  Víðir fá hrós fyrir allan undirbúninginn  í Íþróttahúsinu og utanumhald allt kvöldið, Axel Jónsson kokkur og hans fólk fá þakkir frá okkur fyrir góðan mat, allir sem skemmtu okkur og komuð okkur í þvílíkt stuð og ekki má gleyma hljómsveitinni  Hafrót sem spilaði eins og enginn væri morgundagurinn og þið félagar góðir og gestir sem komuð á þessa hátíð takk fyrir komuna og ykkar léttleika og hlýju, 420 manns tóku þátt í gleðinni.  Ég vil koma því hér á framfæri,  að ykkur var mikið hrósað fyrir góða umgengni í sal íþróttasalarins það varla þurfti að skúra gólfið svo vel var gengið um og á tjaldstæðinu þar sem allir þessir bílar voru  var ekkert rusl allt „spikk and span“ þetta er frábært að heyra og ekkert nýtt hjá okkur, því í Stóru-ferðinni hafði umsjónarmaðurinn á Sauðárkrók orð á því hvað við gengjum vel um ekkert rusl eftir alla þessa bíla og sömu sögu var að segja frá Ólafsfirði, og í Galtalæk  það er frábært að fá svona umsagnir  og við látum þetta vera aðalsmerki okkar í framtíðin  eða  eins og stendur í 2.grein okkar laga lið d) „stuðla að góðri umgengni um landi𓠠Nýir félagar: Nýir félagar hafa bæst í hópinn, við bjóðum þá alla hjartanlega velkomna í Félag húsbílaeigenda og vonum að þeir megi eiga góðar stundir í þessum frábæra félagsskap. 163. Stefán L. Kristjánsson og Margrét Sigurðardóttir, Reykjavík. 208. Hallmundur Guðmundsson og Agnes Björk Magnúsdóttir, Hvammstanga. 227. Hilmar Jóhannsson og Guðrún Helgadóttir, Garðabæ. 304. Ólafur Böðvar Þórðarson og Guðný S. Haraldsdóttir, Reykjanesbæ. 329. Jónas Baldursson, Reykjavík. 348. Gunnar Þorgilsson og María K. Jónasdóttir, Reykjavík. 379. Þröstur B. Söring og Ingveldur Bjarnadóttir, Reykjanesbæ. 383. Sigfús Sigurþórsson, Hafnarfirði. 384. Jón Hlíðar Runólfsson og Eygló Jónsdóttir, Hafnarfirði. 385. Sveinn Halldórsson, Vestmannaeyjum. 601. Skarphéðinn Óskar Jónasson, Reykjanesbæ. Góðar hugmyndir og góðar sögur. Ágætu félagar, lumið þið ekki á góðum hugmyndum sem þið viljið koma á framfæri endilega sendið þið hugmyndir ykkar á netfangið okkar husbill@husbill.is  við þurfum að fara að huga að næsta félagatali eitthvað sem ykkur finnst að eigi að vera þarna inni, endilega tjáið ykkur og sendið línu. Gaman væri að fá frá ykkur góða ferðasögu sem mætti svo jafnvel fara inn á heimasíðu okkar, segja frá uppáhaldsstaðnum ykkar, bara það sem ykkur dettur í hug. Er ekki einhver félagi sem getur ort skemmtilegar vísur um ferðir okkar og komið með skondin atvik sem þið hafið orðið vitni að, það leynist fullt af gullmolum í félaginu, lát í ykkur heyra góðir félagar. Hittumst hress og kát í næstu ferðum félagsins. Með bestu kveðjum F.h. Stjórnar, ferða-og skemmtinefndar Soffía G. Ólafsdóttir, formaður.
Lesa meira

Afmælisfagnaður

Kæru félagar. Nú er komið að 30.ára  afmælisfagnaðinum okkar, sem verður helgina 23.-25.ágús n.k. við byrjum út við Garðskaga og hitum upp fyrir stóra daginn. Aðgöngumiðarnir verða afhentir á föstudagskvöldinu ásamt merki helgarinnar. Þið sem eigið eftir að greiða endilega drífið í því, leggið inn á reikning félagsins 0542-26-276  kt. 681290-1099  Félagsmaður 5.000,--kr. pr.mann.  Gestir   7.000,-- kr. pr. mann. Athugið að ennþá eru til miðar,  endilega ákveðið ykkur fljótt og sendið tölvupóst husbill@husbill.is eða hringið í síma 896-5057 og pantið, það má taka með sér gesti og gamlir félagar eru velkomnir. Það má taka með sér drykki inn í húsið en jafnframt verður bar þarna inni og er hægt að kaupa þar á sanngjörnu verði fyrir þá sem vilja,  Björgunarsveitin Ægir í Garði og Knattspyrnufélagið Víðir sjá um þjónustu við okkur þetta kvöld.  Hlökkum mikið til að sjá ykkur í hátíðarpússinu ykkar með hátíðarskapið í farteskinu. f.h. Stjórnar  Félags húsbílaeigenda Soffía G. Ólafsdóttir, formaður Hér fylgir Dagskráin fyrir laugardagskvöldið 24.ágúst 2013: Kl. 19.00 Húsið opnar með fordrykk í boði félagsins. Stórsveit Suðurnesja leikur létt lög Gestir setjast að borðum og þeir sem vilja geta hafið pöntun borðvíns.  20.00 Veislustjórar bjóða gesti velkomna  Elín Íris Jónasdóttir og Daði Þór Einarsson, þau  skemmta  og leiða fjöldasöng. 20.15 Hátíðarkvöldverður þriggja rétta máltíð, forréttur, aðalréttur,  kaffi og konfekt. Skemmtiatriðin verða á milli réttanna. Skemmtiatriði nr. 1: Jóhannes Kristjánsson eftirherma  Skemmtiatriði nr. 2: Birgir Haraldsson Gildrusöngvari með „Creedence Clearwater“   21.30 Hátíðarræða formanns: Soffía G.Ólafsdóttir Viðurkenningar og eftir það skemmtiatriði með harmonikku-og gítarspili. 22.00 Óperusöngararnir Davíð Ólafsson og Stefán Helgi Stefánsson skemmta.  22.30 Dansleikur með hljómsveitinni Hafrót 03.00 Dagskrárlok.
Lesa meira

Nú er komið að næstu helgarferð 16.-18.ágúst í Galtalæk.

Galtalækjarskógur er 80 hektara skógi vaxið svæði upp við rætur Heklu á bökkum Ytri-Rangár. Ekið er um Landveg frá Landvegamótum á þjóðvegi 1. Það eru 34 km að Galtalækjarskógi frá þjóðveginum.Skógurinn nefndist áður Dráttur þar sem bændur á Landi smöluðu fé af Landmannaafrétti og drógu í sundur í skóginum. Nú er rekið þar eitt fallegasta tjaldsvæði landsins.Í og við skóginn eru margar fallegar gönguleiðir. Rétt er að benda á skemmtilega og fallega leið meðfram Ytri-Rangá fyrir neðan skóginn. Gengið er í norður meðfram ánni og upp að brú á henni. Gönguleiðin er að mestu stikuð en sneiða þarf framhjá klettum sem ná fram á árbakkann. Ytri - Rangá er bergvatnsá sem kemur upp í lindum í Rangárbotnum fyrir innan Galtalækjarskóg. Mikill gróður er á bökkum Ytri - Rangár og útsýnið til Heklu fallegt. Hér kemur dagskráin fyrir helgina,   endilega prentið hana út ef þið viljið hafa þetta í bílnum hjá ykkur, við munum ekki fjöfalda dagskrána) vonumst til að sjá ykkur sem flest, og að þið taki þátt í furðufataballinu og að margar kynjaverur leiði saman hesta sína þessa helgi.  Bros, knús og faðmlag til ykkar allra. Stjórn, ferða-og skemmtinefnd Félags húsbílaeigenda. Föstudagur 16 ágúst Hattadagur: 21:30-22;30  Koma upp í hús og skemmta okkur saman,   2 þáttur Útsvars lið Vigdísar á Trausta og lið Reynis á Kostinum  etja saman hestum sínum að þessu sinni.  Mætum öll og stiðjum okkar fólk. 22:30-24:00 Síðan skulum við taka lagið saman og eða  setja disk undir geislann og dansa. Laugardagur 17 ágúst 12:30 Félagsheimilið opnað. 13.00–14.30   Markaður í Félagsheimilinu. (Hver græi fyrir sig.) 15:00- 16:00 Félagsvist  og bridge fyrir þá sem vilja.  22:00 - 02:00 Furðufataball hljómsveitin “Bara tveir”  leikur fyrir dansi.  Sunnudagur 18 ágúst   *Hjálpa til við frágang í Félagsheimili* Takk fyrir helgina og góða ferð heim ! Söngbækurnar góðu verða til sölu hjá formanni,skemmtinefnd og á markaðnum
Lesa meira

Fréttabréf hefur verið sett inn á heimasíðuna okkar undir “Félagi𔠓fréttabréf”

Um leið minnum við ykkur á helgarferðina í Galtalæk 16.-18.ágúst  “Furðufatahelgi”   Svo er það  30. ára Afmælishátíðin  helgina 23.-25.ágúst, endilega drífið í því að skrá ykkur, sendið tölvupóst á husbill@husbill.is  eða hringið í síma 896-5057,  það má taka með sér gesti og gamlir  félagar eru einnig velkomnir. Greiðið inn á reikning félagsins 0542-26-276 kt. 681290-1099 og látið koma fram kennitölu ykkar og í texta “afmæli” , það er farið að nálgast 400 manns,  náum 500 manns á þessa skemmtun okkar.  Félagar greiða 5.000,--kr.  Gestir 7.000,-- kr.  Bestu kveðjur Soffía G. Ólafsdóttir, formaður Félags húsbílaeigenda.
Lesa meira

Vinaleikur

Bílavinaleikur. Eftir setningu Stóru ferðar er miðum dreift til þeirra sem ætla að taka þátt í leiknum. Einn miði/einn bíll. Númer bíls er skráð á miðann og brotinn vel saman (í 4 parta) Öllum miðunum blandað saman í pott og hver „bíll“ dregur einn miða. Ef eigið númer er dregið skal draga aftur. Það númer sem dregið var, er Bílavinurinn.  LEIKURINN. Leikurinn gengur út á það að gleðja bílavinina hvern dag í ferðinni. Ekki skal eyða meira en 2ooo-2500.-  því að glaðningurinn þarf ekki alltaf að kosta peninga. Það sem hægt er að gera til að gleðja er t.d. Skrifa fallegan texta á blað/kort.  Biðja aðra félaga að skila fallegri kveðju eða knúsi frá ykkur, líka til að afhenda gjafir ef erfitt sé að fara laumulega að bíl vinanna.  Kaupa hina ýmsu muni til að gleðja,skreyta bílinn eða borða, Búa til eitthvað í höndum sem hentar fyrir fólk eða bílinn, Og svo framvegis. Láta hugmyndaflugið leiða ykkur áfram. Margt er hægt að undirbúa heima fyrir ferðina sem gerir þetta bara skemmtilegra :-) Auðvitað á að passa uppá að bílavinurinn viti ALLS EKKI hver sé hans vinur!! Á FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ er svo uppljóstrunin hver sé hvurs! Hægt er að gera það með því að hver og einn standi upp og segji frá hvaða bílavin hann/hún hafi átt þessa daga. Það má alls ekki blaðra um hver sé vinur hvers því að hægt er að reikna út hver sé vinurinn ef maður er nógu forvitinn! Þetta á að vera skemmtilegur leikur til að gleðja og vera gladdur :-)
Lesa meira

Breyting á netstjóra

Hér með tilkynnist það að Bergur Haukdal  nr. 791 hefur hætt sem netstjóri, við þökkum Bergi fyrir hans vinnu fyrir félagið það er ómetanlegt þegar félagarnir gefa kost á sér í vinnu fyrir félagið. Við óskum Bergi og Rebekku  og litlu Júlíönu Rós, innilega til hamingju með litlu dótturina  sem fæddist núna í júní og óskum þeim alls hins besta og vonumst til að sjá ykkur í ferðum í sumar. Um leið bjóðum við velkomna til starfa sem netstjóra  Ásdísi Pálsdóttur nr. 404, það eru margir sem þekkja Ásdísi  og Ástvald  (Valda) en þau hafa verið í félaginu síðan 2004.   Eins og áður ef þið þurfið að koma einhverju á framfæri s.s. auglýsingum eða öðrum skilaboðum þá sendist  tölvupóstur á netstjori@husbill.is Með kveðju. Soffía G. Ólafsdótir, formaður Félags húsbílaeigenda
Lesa meira

Dagskrá stóruferðar

Ágætu félagar, nú líður senn að Stóru-ferðinni eða eftir aðeins 9 daga,  við vonum náttúrlega öll að veðrið fari að skarta sínu fegursta og fari nú að hlýna en það þýðir svo sem ekkert að vera að kvarta við eigum nú svo góð farartæki að það fer ekki illa um mann í þessum eðalvögnum. Við í stjórn og nefndum hlökkum mikið til að hitta alla félagana og vonum að þið fjölmennið. Sunnudaginn 14. júlí verður farið með rútu inn í Vatnsdalinn og verður Jón Gíslason bóndi á Hofi í Vatnsdal leiðsögumaður, fróður mjög og skemmtilegur það þarf að skrá sig í þessa ferð því við þurfum að vita hvað við þurfum margar rútur en eins og málin eru núna þá verður nóg að taka 1 rútu því það hafa ekki skráð sig nema 30 manns en við getum ekki pantað rútu á síðustu stundu þessi ferð er innifalin í verðinu sem er fyrir félagsmann  kr. 7.000,-- pr.mann og gestir borga kr. 8.500kr. pr. mann 18.ára og eldri. Eina sem ekki er innifalið það er gistingin á Hvammstanga og Siglufirði en þar er Útilegukortið og flestir okkar félagsmenn eru með það kort hver og einn gerir upp við staðarhaldara á þessum stöðum. Fyrir þá sem eru ekki með Útilegukortið þá er gjaldið 800 kr. pr. mann nóttin. Því vil ég hvetja ykkur sem ætla í ferðina um Vatnsdal að skrá ykkur  hið fyrsta. Verið er að útbúa leiðarvísir sem allir fá afhentann við greiðslu á ferðinni og það er margt forvitnilegt að skoða á þessum slóðum þó svo maður hafi oft farið þessa leið þá getur maður alltaf fundið eitthvað nýtt, og svo er bara svo gaman að vera saman. Vinaleikurinn byrjar á laugardeginum eftir setningu ferðarinnar og ég hef hlerað að það ætli margir að taka þátt og séu jafnvel búnir að undirbúa sig í vetur og séu enn að, ég held ég þurfi að fara að athuga minn gang, en þetta er ekki flókið, gott knús frá vini sent með öðrum vini, fallegt ljóð, eitthvað gott úr bakaríinu á staðnum sem maður fer um, já einmitt notið  hugmyndaflugið. Dagskráin fylgir hér með fyrir vikuna og eins og þið sjáið er alltaf nóg um að vera og ef þið eruð félagar góðir með eitthvað skemmtiatriði eða eitthvað sem þið viljið koma á framfæri til að skemmta okkur hinum með  þá endilega hafið samband við skemmtinefndina og einnig ef börnin vilja gera eitthvað, því maður er manns gaman. Orkan veitir félagsmönnum sem hafa lykil eða kort frá þeim -12kr. lækkun á eldsneyti frá 12.júlí –21,júlí eða á meðan við erum í Stóru-ferðinni, við þökkum þeim kærlega fyrir velviljann í okkar garð Hittumst hress í Stóru- ferðinni. Stjórn og nefndir. Dagskrá Dagskrá  Stóra ferðin sem hefst 12 júlí og stendur til og með 21 júlí og er farið um Norðurland vestra Ferðin hefst formlega á tjaldstæðinu á Hvammstanga. (Hvammstangi—Ólafsfjörður ca. 261 km) Ath. Frjáls brottfaratími er alla ferðina.   Föstudagur 12.júlí: (dagur 1) Hattadagur J Félagsmenn safnast saman á tjaldstæðinu á Hvammstanga. Laugardagur 13.júlí  (dagur 2)  Hvammstangi tjaldstæði :  Kl. 14.00 heimamaðurinn Einar Sigurgeirsson röltir með okkur um Hvammstanga, í lokin komið við í Hlöðunni og er María með tilboð á kaffi og súkkulaðiköku 900,--kr. – Formaður setur ferðinakl 21:00 og ferðatilhögun kynnt Einnig verður dreift miðum með vísnagátum sem skila á í lok ferðar  í Ólafsfirði í þar til gerðan kassa sem verður í anddyrinu á íþróttahúsinu, fyrir kl 17.00 á föstudeginum. Spjöllum, syngjum og skemmtum okkur saman, munið söngbókina góðu Þarna hefst vinavikan.  Systurnar Anna nr. 165 og Ágústa nr. 696 sjá um framkvæmdina Sunnudagur 14 júlí (dagur 3) Hvammstangi – Húnavellir   c.a. 54.km Frá Húnavöllum  kl 14:00 gefst fólki kostur á að fara í rútuferð um Vatnsdalinn  Ferðin tekur um 3- 4 klst. Mánudagur 15. júlí (dagur 4) Húnavellir – Sauðárkrókur    ca. 95 km   (ef keyrt er um Vatnsskarð)( Lagt til að komið verði við á Kringlumýri í Skagafirði kl 14:00, þar verður  saga Sturlunga sögð og skoðuð. Þar er líka markaður með þæfðum vörum og forngripum.  Í Kringlumýri er  5 – 10 mín akstur frá Varmahlíð. Spilað útibingó um kvöldið kl. 20:30 á tjaldstæðinu á Sauðárkróki.     Á eftir má skoða pöbba bæjarins ef áhugi er fyrir því. Þriðjudagur 16. júlí (dagur 5) Sauðárkrókur Þennan dag ætlum við að skoða verksmiðjur loðskinns á Sauðárkróki sem er mjög forvitnilegt. Meiningin er að fara tvær ferðir, fyrri kl 11:00 og seinni kl 14:00. Endilega að skrá sig hjá Sibbu í Dalakofanum kvöldið áður. Áhugasamir geta keyrt út að Grettislaug sem er  12 km út frá Sauðárkrók.   Og einnig skoðað  Glerhallavík  þetta er vík undir hömrum Tindastóls á Reykjaströnd við Skagafjörð. Þurfið að athuga með flóð og fjöru þarna. Kl. 20:00 göngutúr um bæinn með Brynjari Pálssyni lagt af stað frá  tjaldstæðinu . Miðvikudagur 17 júlí. (dagur 6) Sauðárkrókur -  Siglufjörður     ca. 95km Á leið okkar er merkilegt bílasafn  í Stóragerði í Óslandshlíð m.a frá  Rocktímabilinu og fleira, hvetjum alla til að koma  þar við og skoða og svo er margt á leiðinni sem vert er að skoða   (sjá í leiðarvísir) Um kvöldið verður ratleikur á tjaldstæðinu, betur auglýstur síðar. Fimmtudagur 18. júlí (dagur 7) Siglufjörður Hvetjum fólk til að skoða Síldarminjasafnið, labba upp í Hvanneyrarskál svo eitthvað sé nefnt. Um kvöldið kl. 08:30 verður labbað um bæinn með Ómari Haukssyni sem segir okkur allt um síldarævintýrið. Að því loknu ætlum við að setjast niður á Rauðku, sem er veitingahús við höfnina. Þangað ætlar hann Sturlaugur (Stulli) að mæta með harmonikkuna og skemmta okkur fram eftir kvöldi. Gætum jafnvel fengið að dansa. Föstudagur 19 júlí (dagur 8) Siglufjörður – Ólafsfjörður   ca. 17.km Kl . 16:00 spilavist í Íþróttahúsi staðarins. Og bridge fyrir þá sem vilja. Kl. 17.00  Skila gátublöðum í kassa í anddyri Íþróttahúss Ólafsfjarðar Um kvöldið kl.21:00 hittast upp í Íþróttahúsi skemmtinefndin biður fólk að mæta með einhver skringileg gleraugu og í skóm sitt á hvoru tagi (gleraugu fást bæði í Tiger og Mega store) Þarna ætla vinir úr vinaleiknum að hittast og kyssast. Síðan gerum við eitthvað saman. Maður er manns gaman. Laugardagur 20. júlí (dagur 9)   Ólafsfjörður Kl. 13:00 – 15:00  Markaður í félagsheimilinu (hver græi fyrir sig.) Strax eftir markað allir samtaka nú röðum upp fyrir kvöldið. Kl. 19:00 lokahóf, sameiginlegur matur og húllumhæ. Friðfinnur Hauksson frá Siglufirði verður veislustjóri. Og svo mun dansmúsikin duna frá  kl. 10.00 02.00 e.m. og hljómlistamennirnir láta okkur svitna svo um munar Sunnudagur 21. júlí (dagur 10) Takk fyrir samveruna kæru félagar  og góða ferð heim. Ég er að átta mig á því að  það haldbesta í lífinu er það sem er einfalt og gott
Lesa meira