Fréttabréf maí 2021

Hvítasunnuferð í Þykkvabæ fellur niður. Kæru félagar. Það er ljóst að hömlum verður ekki aflétt fyrr en 27. maí, ef grundvöllur verður fyrir því þá. Við ræddum málin fram og til baka, um hvort hægt væri að fara en aflýsa balli, yrði hægt að hafa veislukaffið á hvítasunnudag og þá með því að hleypa inn í hollum, fá fólk til að skrá sig og raða í númeruð sæti? Sleppa Eurovision kvöldinu vegna fjöldatakmarkana? Auglýsa takmarkaðan fjölda í ferðina? Niðurstaðan varð sú að þetta er ekki framkvæmanlegt.
Lesa meira

Mars fréttabréf

Gott og blessað sé kvöldið Jæææja eru ekki allir búnir að jafna sig á síðustu Covid tíðindum? Þetta var vissulega áfall ég dreg ekkert úr því, en ég þurfti alla vega ekki að afpanta eitt né neitt og lífið heldur áfram sinn vanagang hjá okkur.
Lesa meira

Dagsetningar ferða sumarsins 2021

Ferða, og skemmtinefnd áttu fund með formanni nýlega og þar voru ferðir sumarsins kynntar. Fram að ferðafundi ef af verður er ekki gefið upp hvert verður farið nema um Hvítasunnu því sú ferð er hugsuð sem fjölskylduferð og gott að um hana með góðum fyrirvara.
Lesa meira

Spurningakeppni föstudaginn 26.febrúar 2021

Skemmtinefnd efnir til spurningakeppni föstudaginn 26. febrúar hjá ykkur heima í stofu. Þar sem þetta hefur ekki verið gert áður og margir etv hræddir við að tengjast þessum snjalltækjum þá notið þið tækifærið, bjóðið börnum eða barnabörnum í partý, fáið þau til að tengja, gera og græja. Undirbúið ykkur tímanlega (daginn áður) til að vara undirbúin.
Lesa meira

Janúar fréttabréf.

Góðan daginn kæru félagar og vinir. Það gleður mig að geta sagt ykkur að stjórnin hefur ákveðið formlegan fund þann 7. febrúar n.k. Þar verður farið yfir það sem framundan er hjá okkur og nefndunum. Það hefur verið tekin sú ákvörðun að einfalda skráningar í félagatalið.
Lesa meira

Opið bréf til Umhverfisráðherra vegna frumvarps um Hálendisþjóðgarðs

Opið bréf til Umhverfisráðherra vegna frumvarps um Hálendisþjóðgarðs Hvað hefur orðið um Almannaréttinn? Undirrituð er í Félagi húsbílaeigenda en í því eru hátt í þúsund félagar, ég er jafnframt fulltrúi félagsins í Samút, Samtökum útivistarmanna. Einnig er ég skipuð af ráðherra sem aðalfulltrúi í Svæðisráði Suður í Vatnajökulsþjóðgarði fyrir Samút. Undirrituð hefur ferðast um hálendið og Ísland allt á ferðabíl / húsbíl um 40 ára skeið og er mikil áhugamanneskja um náttúru og ferðalög.
Lesa meira

Jólafréttabréf desember 2020

Nú líður að jólahátíð og ansi skrítnu ári loks að ljúka. Ég veit að ég tala fyrir okkur öll þegar ég segi að ég sjái ekkert sérstaklega mikið eftir því og fagni venju fremur nýju ári. Jólin eru sá tími sem við leitumst enn frekar við að gefa af okkur og gleðja aðra, sá tími sem gerir okkur þakklát og jafnvel meyr fyrir allt það góða sem við höfum notið og eigum að. Jólin eru líka erfiður tími fyrir þá sem hafa misst ástvini og vil ég senda hugheilar kveðjur sérstaklega til þeirra og annara sem á einn eða annan hátt hafa átt um sárt að binda. En svona er lífið stundum í kross og þrátt fyrir erfitt ár er margt að þakka fyrir. Við þurfum kannski stundum að grafa djúpt en öll ættum við samt að geta fundið eitthvað sem fyllir okkur þakklæti. Það að eiga samastað, ættingja og vini er dásamlegt, þegar svo bætist við húsbíll í vetrahýði sem bíður þolinmóður eftir vorinu framundan verður tilveran enn bjartari. Bóluefni er handan við hornið og aftur von um ævintýraleg ferðalög með góðum vinum. Kæru vinir, ég mun kalla saman stjórn og nefndir um leið og leyfi fæst til þess og þá verður lagt á ráðin varðandi framhaldið. Við erum öll orðin óþreyjufull að hittast og ég vona að við náum því jafnvel með sameiginlegri Góugleði
Lesa meira

Frá formanni

Komið þið sæl kæru félagar. Stjórnin hefur fundað og ákveðið að skipa starfsstjórn og nefndir fram að næsta aðalfundi þegar að af honum getur orðið. Við þurfum að undirbúa okkur undir það að það gæti jafnvel ekki orðið fyrr en í vor, samhliða ferðafundi. Þetta er gert til að gera félaginu kleift að starfa áfram fram að aðalfundi.
Lesa meira

Frá formanni

Kæru félagar og vinir. Því miður neyðumst við til að fella niður ferðina í Fólkvang. Við sjáum svo hvað setur varðandi lokaferð og árshátíð. Endilega takið þá helgi frá áfram og við kynnum tímalega hvað verður ákveðið þegar nær dregur.
Lesa meira

Í lok Stóru ferðar 2020

Kæru félagar og vinir. Þá er Stóru ferð okkar lokið þetta sumarið. Ferðin tókst í alla staði mjög vel og frábært að skynja gleði og samheldni fólks nú sem endranær. Veðrið var sannarlega ekki eins og best verður á kosið í þetta sinn en það stoppaði ekki um 138 manns að taka þátt í ferðinni. Glæsileg þátttaka, sérstaklega þegar tekið er mið af veðurspá og ástandinu í þjóðfélaginu. En Covid-19 hafði þó sín áhrif, ég tilkynnti við setningu ferðar að við fjölskyldan myndum þurfa að fara úr ferðinni til að vera við fermingu á Hvammstanga, ferming sem átti að vera í vor var frestað til 18. júlí sökum sjúkdómsins. Svo kom þessi afleita veðurspá í ofanálag svo við fórum á fimmtudagskvöldinu til að vera örugg um að komast. Þetta var ansi mikill þeytingur en allt hafðist þetta og við náðum að koma aftur á slaginu kl. 19:00 á laugardagskvöldið og taka þátt í glæsilegu lokahófi, maturinn maður minn, góð skemmtiatriði og snilldar hljómsveit gerðu loka kvöldið alveg frábært í alla staði.
Lesa meira