Fréttabréf ágúst 2018

Sælir félagar. Stór ferðin okkar gekk vel og fengum við bara gott veður, bæði rigningu og sól. Í Stóru-Ferðina mættu 62 bílar. í þessari ferð var ýmislegt brallað en samt hefðbundin eins Stóra-Ferðin hefur verið undanfarin ár. Fastir liðir eins og félagsvist, bingó, happadrætti, gönguferðir, bjórleikur, ólumpíuleikar, flöskuleikur, vinaleikur, ratleikur, happadrætti og félagsnúmeraútdráttur. Það var eitt nýtt sem við reyndum í þessari ferð og tókst það alveg glimrandi vel.Við vorum með sameiginlegt kaffihlaðborð, það lögðu allir til eitthvert góðgæti á kaffiborðið og úr var glæsilegt kaffihlaðborð, allir sælir, saddir og glaðir. Næsta ferð okkar er 17.-19 ágúst þá förum við í Brautartungu Lundaríkjadal og er það Kjötsúpu og furðufataferðin okkar. Eru furðufötin ekki að verða klár?
Lesa meira

Árshátíð, 35 ára afmælið og Lokaferð 2018

Kæru félagar nú er komið að því að skrá sig og greiða á Árshátíð, 35 ára afmælið og Lokaferð sem verður haldin í Íþróttahúsinu Garðinum laugardaginn 15. september n.k. Við þurfum að vera búin að gefa upp fjölda gesta fyrir 1. september n.k. Miðinn kostar 8.500 kr.
Lesa meira

Vísur eftir Hallmund no 208

Stjórnin. Önnu Pálu leiðarljós á lífsgöngunn‘ er Valur. Nú er hennar fína fjós; -fullur- veislusalur. Í augum Helga birtist Blik er bað hann Ingu Dóru. Hún áköf sýndi ekkert hik og augnablik þau fóru.
Lesa meira

Stóra ferð Félags húsbílaeigenda. 13. – 22. júlí 2018. Dagskrá.

Ferðin hefst á tjaldstæðinu á Akranesi og endar í Árbliki Dölum Frjáls brottfarartími er alla ferðina og því kjörið að kynna sér handbókina og skoða sig vel um á leiðinni milli staða. Við ætlum að bjóða félögum að greiða beint inn á reikning félagsins, fyrir þriðjudaginn 17. júlí, sem er lokadagur fyrir skráningu í lokahóf Stóru-Ferðar. Banki: 0552-26-6812 kt. 681290-1099. Sparið sporin hjá ferðanefnd, og komið til þeirra og greiðið í Stóru-Ferðina, hlustið þegar kallað verður í lúðurinn góða á Akranesi og Tröðum. Pokin sem hýsir öll gögn, handbók, dagskrá, barmmerki og fleira sem þið fáið afhent, þegar greitt er í Stóru-Ferðina er fjölnota poki. Pokinn er gjöf til ykkar kæru félagar í tilefni 35 ára afmæli félagsins.
Lesa meira

Helgarferð á Hvolsvöll 22.–24. júní 2018.

Hér gerir hver upp fyrir sig hjá staðarhaldara. Verð 2018 Fullorðnir 1.500 kr. Eldri borgarar og öryrkjar 1.000kr. 30% afslátt gegn framvísun á félagsskírteinum 2018. Gistináttaskattur er 300 kr.+vask 33 kr. = 333 kr.á bíl hverja nótt Við fengum tilboð frá Lava safninu á Hvolsvelli.
Lesa meira

Fréttabréf Júní 2018

Sælir félagar. Skoðunardagurinn tókst vel, það voru skoðaðir 53 bílar sem er 20 bílum fleira en var í fyrra á skoðunardegi. Boðið var upp á grillaðar pylsur, kaffi og konfekt. Eftir skoðun var farið á Voga á Vatnsleysuströnd, og voru þar á milli 50 og 60 bílar á föstudeginum sem fjölgaði vel eftir skoðun á laugardeginum enduðum með 80-90 bíla. Farið var í útileiki á laugardeginum í góðu veðri. Var ekki annað að sjá að allir hafi notið þess að hitta félagana til að spjalla. Þetta var góð helgi, gott tjaldstæði, þó svo það mætti huga betur að salernismálum, en það stendur til bóta. Um Hvítasunnuhelgina vorum við með Íþróttahúsið í Þykkvabæjar og dvöldum þar í góðu yfirlæti þrátt fyrir leiðinlegt veður. Hér settu veðurguðirnir strik í reikninginn, það komu færri bílar en ella, mættu 49 bílar, sennilega fámennasta Hvítasunnuferð sem farin hefur verið. „Fámennt og góðmennt“ eins og máltakið segir. En það skemmtu sér allir mjög vel og höfðum við það gaman saman, fengum allar útgáfur af veðri.
Lesa meira

Helgarferð Félagsgarður í Kjós. 8.–10. júní 2018. Dagskrá.

Föstudagur 8. júní: Hattadagur! Kl:21.00. Komum saman upp í húsi, Ella Bjarna nr. 525, kennir línudans. Söngbókin tekin fram og eru félagar hvattir til að koma með hljóðfærin sín. Höfum það bara, gaman saman.
Lesa meira

Hvítasunnan Íþróttahúsinu Þykkvabæ. 18.–21. maí 2018. Dagskrá.

Föstudagur 18. maí: Hattadagur! Kl:21.00. Komum saman upp í húsi, syngja og spjalla saman. Söngbókin tekin fram og eru félagar hvattir til að koma með hljóðfærin sín. Höfum það bara gaman saman
Lesa meira

Hvítasunnuferð

Sælir félagar. Þá er Hvítasunnuferðin okkar næst á dagskrá, við verðum í Íþróttahúsinu í Þykkvabæ.
Lesa meira

Skoðunarhelgi frestað.

Kæru félagar. Í samráði við Frumherja er ákveðið að fresta skoðunardeginum um eina viku. Mánudagsafslátturinn á skoðun húsbíla hjá Frumherja stendur óbreyttur mánudaginn 7. maí 2018. Verð fyrir skoðun þann dag er 7.400 kr. Kveðja stjórnin.
Lesa meira