Frá formanni

Kæru félagar. Það er með mikilli ánægju sem ég tilkynni að ferðirnar í Þórisstaði þann 12. til 14. júní og Borg í Grímsnesi þann 26. til 28.júní, eru komnar aftur í ferðaáætlun hjá Félagi húsbílaeigenda. Stjórn vil þó árétta að 4. metra reglan á milli bíla sé virt og að fólk passi upp á sjálft sig þegar kemur að 2. metra reglunni á milli manna. Eins er þetta að sjálfsögðu með fyrirvara um að staðan verði óbreytt hjá sóttvarnar eftirliti.
Lesa meira

Frá formanni.

Kæru félagar. Það er með miklum trega sem ég tilkynni að stjórn og nefndir félags húsbílaeigenda neyðast til að aflýsa ferðum félagsins í sumar, allavega fram að stóru ferð. Ástæðan ætti að vera öllum kunn en félagið getur einfaldlega ekki haldið úti skipulögðum ferðum sínum á meðan núverandi reglur gilda á tjaldstæðum. Stjórnar og nefndarfólk munu funda og ákveða framhaldið þegar nær dregur stóru ferð og meta stöðuna þá.
Lesa meira

Frá formanni.

Góðan daginn kæru vinir. Lítið að gerast hjá okkur Daða hvað útilegur varðar þessa dagana. Vinnan mín hefur aukist ef eitthvað er vegna ástandsins. En eins og sumir vita þá vinn ég sem félagsliði í þjónustu íbúðum fyrir geðfatlaða. Við þurfum því öll 3. í fjölskyldunni að gæta okkar sérstaklega vel því skjólstæðingar mínir eru öll með undirliggjandi sjúkdóma. Lukkan var sannarlega með mér þegar ég ákvað að skipta um vinnu eftir að ég flutti í Þorlákshöfn og hætta sem leiðsögumaður.
Lesa meira

Frá gjaldkera.

Góðan daginn kæru félagar. Eins og allir vita eru skrýtnir tímar núna í þjófélaginu. En gjaldkerinn gefur ekkert eftir, það eru ca 70 númer sem eiga eftir að greiða félagsgjaldi sitt, og langar mig að að biðja þá sem þessi númer eiga að gera skil á sínu gjaldi sem fyrst. Ef viðkomandi ætlar ekki að greiða gjaldið og hætta í félaginu, þar ég líka að vita það svo ég geti tekið viðkomandi út. Endilega að drífa í þessu, þið getið hringt í mig 864-4752 ef þið viljið hætta. kv Sibba
Lesa meira

Frá formanni

Kæru félagar og vinir. Nú eru allar ferðir komnar inn hér á heimasíðuna husbill.is. Ég hvet ykkur til að skoða þær og að sjálfsögðu að reyna sem allra flest að kíkja í heimsókn í litla færanlega þorpið okkar sem oftast í sumar. Það er ekki víst að við leggjum að stað í fyrstu ferð í maí eins og planað er en við sjáum til. Þetta eru sannarlega skrítnir tímar sem við erum að upplifa núna. Það væri að bera í bakkafullann lækinn að fara nánar út í hvað ég á við. Það dugar að nefna eitt orð Covid-19! Ferðafundur féll niður sökum þess og þið fáið félagatalið ásamt skírteinum sent í pósti. Við hefðum viljað vera búin að senda það en aftur nægir að nefna orðið Covid-19 sem sökudólg. Litlaprent keyrir á takmörkuðu vinnuafli sökum sóttvarnareglna sem eru í gildi. Þannig að prentun tafðist en verður lokið í síðasta lagi á föstudag og þá bregst stjórn fljótt við og sendir þau til ykkar. Það var rætt að reyna að takmarka kostnað og fá félaga til að bera út sem mest en mín skoðun er sú að fyrst að þetta tafðist svona sé réttast að senda þau strax í pósti til ykkar svo þið getið nýtt þá afslætti sem í boði eru sem fyrst.
Lesa meira

Fréttir

Kæru félagar, Eins og ykkur eflaust hefur grunað þá neyðumst við til að aflýsa ferðafundi þetta vorið. Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu fellur bæði ferða og framhalds aðalfundur niður þann 18. apríl nsk. Við munum upplýsa um ferðirnar rafrænt þann dag. Stjórn hefur ákveðið að framhalds aðalfundur verði á undan aðalfundi í haust. Eina mál á dagskrá hans verður endurtekin kosning þeirra sem ekki var rétt staðið að síðast og þá til eins árs. Einungis formsatriði þar sem við viljum halda í heiðri lögum félagsins og sýna öllum þá virðingu sem þau eiga skilið. Dagsetning þessa funda auglýst síðar.
Lesa meira

Frá formanni

Kæru félagar. Í gær laugardag hittust í Þorlákshöfn stjórn og nefndir félagsins. Unnið er að krafti við öflun auglýsinga í félagatalið okkar. Ef þið kæru vinir vitið um hugsanlega auglýsendur, hikið þá ekki við að láta okkur vita. Þessi róður þyngist ef eitthvað er og öll aðstoð er sannarlega vel þegin. Það gleður okkur að einhverjir hafa nú þegar brugðist við bón okkar og það er að skila okkur nýjum auglýsendum. Hafið ómælda þökk fyrir kæru félagar sem hafa hjálpað. Formaður náði betri samningi við prentsmiðju sem er einnig gleðiefni. En aftur að fundinum í gær. Skemmtinefnd sagði frá hugmyndum og uppákomum sem bryddað verður á í ferðum félagins í ár.. Ferðanefnd upplýsti um ferðatilhögun sumarsins. Það er mikill hugur í stjórnar og nefndarfólki og tilhlökkun til komandi ferðatímabils. Við vonum að þið kæru félagar deilið þeirri spennu með okkur.
Lesa meira

Aðalfundur Félags húsbílaeigenda Laugardaginn 2. nóvember 2019 Fjölbrautarskólinn Akranesi

Skýrsla formanns.. Góðan daginn kæru félagar og mikið gleður það okkur að sjá hversu vel er mætt til vinafundar. Ég vil biðja fólk að rísa úr sætum og minnast látinna félaga með hluttekningu og hlýju. Kæru vinir. Nú ljúkum við þessu frábæra ári með aðalfundi og sannarlega er margs að minnast, enda árið viðburðaríkt eins og ævinlega hjá okkur í Félagi húsbílaeigenda. Takk fyrrverandi formenn: Þegar hugur reikar til baka þetta fyrsta ár mitt sem formaður tekur ánægja völd hvað starfið varðar. Bestu þakkir fyrrum formenn fyrir ykkar góða og fórnfúsa starf og Anna Pála þakka þér fyrir að treysta okkur Daða fyrir keflinu. Þetta hefur verið afar lærdómsríkt og í heildina bráðskemmtilegt ár hjá okkur þó vissulega hafi verið brekkur enda starfið viðamikið og við í byrjun rennblaut á bak við eyrun. En við létum það ekki á okkur fá. Það eru ævinlega brekkur í lífi sérhvers manns og þá er ekkert í boði annað en að klífa þær og njóta þess svo að halda áfram veginn.
Lesa meira

Árshátíð að Laugalandi í Holtum þann 21. september

Góðan dag kæru félagar og vinir. Stjórnin hélt fund um daginn og þar var eftirfarandi ákveðið. Þeir sem ætla að mæta í lokaferð og á árshátíð verða að vera búin að leggja inn á reikning félagsins í síðasta lagi viku fyrir hátíðina sem verður haldið að Laugalandi í Holtum þann 21. september nsk. Verðið er í algjöru lágmarki eða aðeins kr. 9000. miðinn. Ath. að félagið okkar mun greiða niður að lágmarki kr. 4000 á hvern miða.
Lesa meira

Frá formanni í lok Brautartungu ferðar.

Kæru félagar og vinir. Það gustaði sannarlega um okkur í Brautartungu um helgina eins og reyndar alla aðra á suðvestur horninu. En það breytti því ekki að alls 85 bílar mættu á svæðið.81 félagsbíll og 4 gestir. Ferðin og helgin gekk í alla staði vel hvað félagið varðar og ég vil enn á ný þakka öllu því ómetanlega fólki sem lagði hönd á plóginn við að gera helgina ógleymanlega.
Lesa meira