Fréttir

Kæru félagar, Eins og ykkur eflaust hefur grunað þá neyðumst við til að aflýsa ferðafundi þetta vorið. Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu fellur bæði ferða og framhalds aðalfundur niður þann 18. apríl nsk. Við munum upplýsa um ferðirnar rafrænt þann dag. Stjórn hefur ákveðið að framhalds aðalfundur verði á undan aðalfundi í haust. Eina mál á dagskrá hans verður endurtekin kosning þeirra sem ekki var rétt staðið að síðast og þá til eins árs. Einungis formsatriði þar sem við viljum halda í heiðri lögum félagsins og sýna öllum þá virðingu sem þau eiga skilið. Dagsetning þessa funda auglýst síðar.
Lesa meira

Frá formanni

Kæru félagar. Í gær laugardag hittust í Þorlákshöfn stjórn og nefndir félagsins. Unnið er að krafti við öflun auglýsinga í félagatalið okkar. Ef þið kæru vinir vitið um hugsanlega auglýsendur, hikið þá ekki við að láta okkur vita. Þessi róður þyngist ef eitthvað er og öll aðstoð er sannarlega vel þegin. Það gleður okkur að einhverjir hafa nú þegar brugðist við bón okkar og það er að skila okkur nýjum auglýsendum. Hafið ómælda þökk fyrir kæru félagar sem hafa hjálpað. Formaður náði betri samningi við prentsmiðju sem er einnig gleðiefni. En aftur að fundinum í gær. Skemmtinefnd sagði frá hugmyndum og uppákomum sem bryddað verður á í ferðum félagins í ár.. Ferðanefnd upplýsti um ferðatilhögun sumarsins. Það er mikill hugur í stjórnar og nefndarfólki og tilhlökkun til komandi ferðatímabils. Við vonum að þið kæru félagar deilið þeirri spennu með okkur.
Lesa meira

Aðalfundur Félags húsbílaeigenda Laugardaginn 2. nóvember 2019 Fjölbrautarskólinn Akranesi

Skýrsla formanns.. Góðan daginn kæru félagar og mikið gleður það okkur að sjá hversu vel er mætt til vinafundar. Ég vil biðja fólk að rísa úr sætum og minnast látinna félaga með hluttekningu og hlýju. Kæru vinir. Nú ljúkum við þessu frábæra ári með aðalfundi og sannarlega er margs að minnast, enda árið viðburðaríkt eins og ævinlega hjá okkur í Félagi húsbílaeigenda. Takk fyrrverandi formenn: Þegar hugur reikar til baka þetta fyrsta ár mitt sem formaður tekur ánægja völd hvað starfið varðar. Bestu þakkir fyrrum formenn fyrir ykkar góða og fórnfúsa starf og Anna Pála þakka þér fyrir að treysta okkur Daða fyrir keflinu. Þetta hefur verið afar lærdómsríkt og í heildina bráðskemmtilegt ár hjá okkur þó vissulega hafi verið brekkur enda starfið viðamikið og við í byrjun rennblaut á bak við eyrun. En við létum það ekki á okkur fá. Það eru ævinlega brekkur í lífi sérhvers manns og þá er ekkert í boði annað en að klífa þær og njóta þess svo að halda áfram veginn.
Lesa meira

Árshátíð að Laugalandi í Holtum þann 21. september

Góðan dag kæru félagar og vinir. Stjórnin hélt fund um daginn og þar var eftirfarandi ákveðið. Þeir sem ætla að mæta í lokaferð og á árshátíð verða að vera búin að leggja inn á reikning félagsins í síðasta lagi viku fyrir hátíðina sem verður haldið að Laugalandi í Holtum þann 21. september nsk. Verðið er í algjöru lágmarki eða aðeins kr. 9000. miðinn. Ath. að félagið okkar mun greiða niður að lágmarki kr. 4000 á hvern miða.
Lesa meira

Frá formanni í lok Brautartungu ferðar.

Kæru félagar og vinir. Það gustaði sannarlega um okkur í Brautartungu um helgina eins og reyndar alla aðra á suðvestur horninu. En það breytti því ekki að alls 85 bílar mættu á svæðið.81 félagsbíll og 4 gestir. Ferðin og helgin gekk í alla staði vel hvað félagið varðar og ég vil enn á ný þakka öllu því ómetanlega fólki sem lagði hönd á plóginn við að gera helgina ógleymanlega.
Lesa meira

Frá formanni í lok stóru ferðar

Kæru félagar. Þá er stærsta ferð okkar að baki þetta árið. Hún lukkaðist í alla staði vel þegar að félaginu kemur en því miður bilaði t.d einn bíllinn í Ýdölum og einhverjar aðrar bilanir urðu. Það reddaðist þó allt með góðra vina hjálp. Veðrið var aldrei slæmt og stundum frábært, en hefði vissulega sumstaðar getað verið betra. En húsbílafélagar láta það ekki á sig fá gleði og samstaða réðu ríkjum allan tímann. Okkur var alstaðar tekið vel og erum hjartanlega velkomin aftur á alla staði sem við gistum á. Ártún við Grenivík er virkilega flott tjaldstæði og við hjónin erum staðráðin í að gista þar þegar við förum norður fyrir aftur. Eins kom Grenivík okkur á óvart, virkilega fallegur og snyrtilegur bær og sundlaugin einstök.
Lesa meira

Frá formanni í lok Hvammstanga ferðar.

Hjartans þakkir fyrir ógleymanlega ferð kæru vinir og félagar. Það gefur okkur alltaf svo mikið sem vinnum að þessum ferðum að finna jákvæðni, gleði og bara tæra hamingju skína af hverju andliti. Ég hefði bara ekki trúað því hversu gefandi það er að skynja þetta í ferðum okkar og fyrir það er ég þakklát. Rétt um 100 bílar í allt og maður skynjaði strax hversu mikil ánægja ríkti vegna góðrar þátttöku beggja félaga.
Lesa meira

Hvammstangi helgarferð með Flökkurum.

Góðan dag gott fólk. Þá líður að næstu ferð okkar til móts við Flakkara á Hvammstanga svo ég skerpi hér aðeins á helstu atriðum. Það reyndist ekki næg þátttaka fyrir markað í félagsheimilinu á laugardeginum, kannski bara næst. Auðvitað geta þeir sem vilja haft með sér varning og selt á tjaldstæðinu. Á föstudagskvöldið hvetjum við alla til að koma saman og syngja með okkur, við hittumst við þjónustumiðstöðina kl. 21:00. Við yrðum ógurlega þakklát ef við fengjum einnig hljóðfæra leikara til að spila undir með okkur. Við erum svo lánsöm að hafa frábæra gítar og harmonikkuspilara í okkar röðum, svo kæru vinir ef þið mætið endilega komið með hljóðfærin ykkar með. Þið líka Flakkarar!
Lesa meira

Pistill frá formanni í lok hvítasunnu

Kæru félagar og vinir. Mig skortir eiginlega orð til að lýsa gleði minni og þakklæti eftir þessa hvítasunnuferð okkar. Hvorki fleiri né færri en 257 manns og 32 börn samankomin i Þykkvabæ, takk fyrir takk. Allt gekk vel fyrir sig og öll dagskrá til fyrirmyndar. Ég er sérstaklega glöð yfir öllum þessum börnum, þessir gleðigjafar lífga sannarlega upp á ferðir okkar og ég vona að börn muni halda áfram að heiðra okkur með nærveru sinni. Við munum gera þeim hátt undir höfði áfram og sérstaklega í þessari ferð. Veislukaffið var ljómandi vel lukkað og setur alltaf hátíðarblæ á þessa ferð.
Lesa meira

Viðtal Morgunútvarpið á Rás 2

Hér er viðtalið við okkur Daða og Önnulísu. Við fórum í loftið kl. 7:45
Lesa meira