Dagsetning á ferðum 2019

Dagsetningar á ferðum sumarsins eru ákveðnar og eru eins og hér segir. Hvert verður farið verður upplýst á ferðafundi í apríl en endilega takið þessar dagsetningar inn í ferðaplön ykkar.
Lesa meira

Aðalfundur 2018

Aðalfundur Húsbílafélagsins haldinn á sal Fjölbrautarskóla Vesturlands Akranesi laugardaginn 13.okt.2018 kl. 14.00 Formaður setti fundinn og gerði tillögu um fundarstjóra Elínbjörg Bára Magnúsdóttir var beðin um að vera fundarstjóri og gerði hún tillögu um fundarritara Ingu Dóru Þorsteinsdóttur Formaður flutti skýrslu stjórnar Gjaldkeri Sigurbjörg Einarsdóttir lagði fram ársreikninga og voru þeir samþykktir. Stjórnin lagði til að hafa sama árgjald 2019 og síðustu ár en það er 7000 kr. Var það samþykkt.
Lesa meira

Dagskrá aðalfundar

Dagskrá aðalfundar: Aðalfundur árið 2018 haldinn á sal Fjölbrautarskóla Vesturlands Akranesi Laugardaginn 13.okt. kl. 14.00
Lesa meira

Húsbílasýning hjá Víkurverk 6 og 7 október

Húsbílasýning hjá Víkurverk 6 og 7 október nýjir 2019 árgerð Carado húsbílar á sérstöku kynningarverði þessa helgina .Carado húsbílar á verði frá kr 8.995.000- Verðum einnig með Hobby húsbíla á sýningunni
Lesa meira

Fréttabréf September og aðalfundarboð 2018

Ágætu félagar. Komið þið öll sæl og blessuð. Þetta er síðasta fréttabréfið sem ég skrifa til ykkar kæru félagar, þar sem ég læt af formennsku í okkar góða félagi á aðalfundinum13. okt. n.k. Nú er komið að lokum sumarsins hjá okkur, aðeins eru eftir rúmir þrír mánuðir af árinu 2018. Já hvert ár líður hratt, alltaf komin jól áður en maður veit af, þetta helgast af því að það er gaman að lifa og margt að gerast hjá okkur. Ferðir sumarsins hafa verið ágætlega vel sóttar af félögum okkar. Árshátíð/35 ára afmæli/Lokaferð. Að þessu sinni var slegið saman árshátíð /35 ár afmæli og lokaferð, sem var haldin í íþróttahúsinu Garðinum, sem tókst alveg glimrandi vel og mættu þar 193 félagar sem skemmtu sér vel. Þar með lauk góðu ferðasumri og vona ég að sem flestir séu sáttir með sumarið og eigi bara góðar minningar um félagana og ferðirnar.
Lesa meira

Árshátíð, 35 ára afmælið og Lokaferð 2018

Íþróttahúsinu Garðinum 14.–16. sept. 2018. Dagskrá. Föstudagur 14. september: Hattadagur! Á föstudeginum verðum við út á Garðskagavita, 500 kr. pr. mann sólahringurinn. Rafmagn 1.000 kr pr. sólahringurinn. Skemmtinefndin gengur á milli bíla og selur happadrættismiða, á 250 kr. miðinn. Alls verða dregnir út 20 vinningar, hver öðrum flottari. Á föstudagskvöld verða barmmerki og aðgöngumiðar afhentir hjá Sibbu í Dalakofanum nr.7, þar verða líka Erla og Jónatan nr.111, til aðstoðar. Á Laugardag frá kl: 13.00 í Dalakofanum nr 7, þar til allir eru komnir með sinn miða og barmmerki.
Lesa meira

Kjötsúpu og Furðufataferð. Brautartungu 17.–19. ágúst 2018.

Dagskrá. Verð fyrir félagsmann 3.000 kr. Verð fyrir gesti 4.000 kr.
Lesa meira

Fréttabréf ágúst 2018

Sælir félagar. Stór ferðin okkar gekk vel og fengum við bara gott veður, bæði rigningu og sól. Í Stóru-Ferðina mættu 62 bílar. í þessari ferð var ýmislegt brallað en samt hefðbundin eins Stóra-Ferðin hefur verið undanfarin ár. Fastir liðir eins og félagsvist, bingó, happadrætti, gönguferðir, bjórleikur, ólumpíuleikar, flöskuleikur, vinaleikur, ratleikur, happadrætti og félagsnúmeraútdráttur. Það var eitt nýtt sem við reyndum í þessari ferð og tókst það alveg glimrandi vel.Við vorum með sameiginlegt kaffihlaðborð, það lögðu allir til eitthvert góðgæti á kaffiborðið og úr var glæsilegt kaffihlaðborð, allir sælir, saddir og glaðir. Næsta ferð okkar er 17.-19 ágúst þá förum við í Brautartungu Lundaríkjadal og er það Kjötsúpu og furðufataferðin okkar. Eru furðufötin ekki að verða klár?
Lesa meira

Árshátíð, 35 ára afmælið og Lokaferð 2018

Kæru félagar nú er komið að því að skrá sig og greiða á Árshátíð, 35 ára afmælið og Lokaferð sem verður haldin í Íþróttahúsinu Garðinum laugardaginn 15. september n.k. Við þurfum að vera búin að gefa upp fjölda gesta fyrir 1. september n.k. Miðinn kostar 8.500 kr.
Lesa meira

Vísur eftir Hallmund no 208

Stjórnin. Önnu Pálu leiðarljós á lífsgöngunn‘ er Valur. Nú er hennar fína fjós; -fullur- veislusalur. Í augum Helga birtist Blik er bað hann Ingu Dóru. Hún áköf sýndi ekkert hik og augnablik þau fóru.
Lesa meira