Maí fréttabréf

Komið þið sæl kæru félagar og vinir. Þá er komið að maí fréttabréfi undirritaðrar. Fyrsta ferðin: Við höfum nú fyrstu ferðina að baki og er sannarlega óhætt að segja að hún hafi heppnast vel. Yfir 70 bílar mættu í Vogana og allir meira en tilbúnir í sína fyrstu útilegu. Það ríkti gleði og almenn ánægja með að vera að hittast í fyrsta sinn þetta árið. Þessi frábæra mæting gladdi stjórn og nefndir mikið. Vinna vetrarins hefur verið talsverð og hún skilar sér enn betur með samstöðu og jákvæðni félaga. Ef ég fer lauslega yfir helgina þá stendur skoðunarferðin upp úr hjá mér, þátttaka framar björtustu vonum og ég held að ég geti fullyrt að engin hafi verið svikin af þeirri ferð.
Lesa meira

Frá formanni

Góðan dag kæru félagar. Vel var mætt til vina fundar: Þá er ferðafundur afstaðin og öll sem þangað mættu orðin vel upplýst um ferðaplön félagsins. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til fundarins er þakklæti. Þakklæti fyrir frábæra mætingu og jákvætt viðmót allra sem mættu. Okkur í stjórn og nefndum var full ljóst að tímasetningin gæti orkað tvímælis. Það er ekki amalegt veganesti fyrir nýjan formann, stjórn og nefndir að hafa fundið þá hlýju og meðbyr sem okkur var sýndur þar. Nú á fundinum var farið vítt og breytt þó hann sé fyrst og fremst ferðafundur félagsins.
Lesa meira

Fréttabréf apríl 2019

Gleðilega vordaga kæru félagar og vinir. Vorið: Það er sannarlega að lifna yfir náttúrunni allt í kringum okkur og þá lifnum við líka í sálu og sinni. Það er fátt skemmtilegra en að ferðast um landið sitt og nú lofa veðurfræðingar okkur góðu sumri.....finnst nú reyndar eins og ég hafi heyrt þá áður segja eitt, en svo gerist eitthvað allt annað. En það er bara fylgifiskur þess að búa á Íslandi, þú veist aldrei hvað veðrið býður þér uppá hverju sinni, það að vera veðurfræðingur er örugglega það vanþakklátasta starf sem fyrirfinnst hérlendis.
Lesa meira

Með sól í hjarta.

Góðan og blessaðan góðviðris daginn kæru félagar Nú líður að því að Blái naglinn komi heim og fái yfirhalningu fyrir sumarið. Mikið verður gaman að bretta upp ermar og byrja, það er sannarlega einn af vorboðunum að fá húsbílinn heim á hlaðið. Finnst ykkur það ekki?
Lesa meira

Fréttabréf mars 2019

Heil og sæl kæru félagar. Þegar ég byrjaði þetta fyrsta fréttabréf mitt koma upp í hugann allar þær góðu stundir sem við hjónin höfum átt með ykkur í gegnum tíðina. Ómetanlegar gæðastundir. Það er sannarlega ríkjandi spenna fyrir komandi sumri sem vonandi verður okkur öllum farsælt og gott í alla staði. Stjórn og nefndir hafa unnið ötult vetrar starf í þágu félagsins sem mun meðal annars skila sér í nýju félagatali á komandi ferðafundi sem verður haldin þann 20. apríl kl.14:00 í félagsheimilinu Fólkvangi á Kjalarnesi. Ég veit að þessi dagsetning gæti orkað tvímælis fyrir suma en því miður náðum við ekki annarri lendingu þrátt fyrir að hafa byrjað að leita að heppilegum stað mjög tímalega. En fólk var samt á undan okkur að taka frá sali fyrir fermingar og fleira. Við vonumst samt til að sjá ykkur sem allra flest á þessum fyrsta og einum mest spennandi fundi ársins. Við munum að sjálfsögðu bjóða upp á kaffi og með því á ferðafundinum.
Lesa meira

Sölusýning hjá P.Karlsson

Fyrsta sýning ársins verður hjá okkur að Smiðjuvöllum 5 a, 230 Reykjanesbæ, um næstkomandi helgi (26.-27.1.2019). Salan hefur farið vel af stað í byrjun árs og óskum við þeim sem keypt hafa af okkur bíla á árinu innilega til hamingju með góð kaup. Til sýnis verða fjölmargar gerðir bíla frá: Sunlight, Dethleffs og LMC. Alls 11 mismunandi útfærslur, árgerðir 2015-2018. Ótrúleg verð, frá 5.990.000! Opið verður laugardag og sunnudag frá kl.: 12-16. Verið öll hjartanlega velkomin, P.Karlsson/McRent Iceland.
Lesa meira

Jóla og nýárskveðjur

Kæru félagar nær og fjær. Stjórn félags húsbílaeigenda sendir ykkur öllum hugheilar jóla og nýárskveðjur. Við þökkum innilega fyrir árið sem er að líða og okkur hlakkar til komandi ferðasumars, vonandi með ykkur sem flestum í útilegum félagsins. Starfsemin blómstrar nú sem fyrr og það er fyrst og fremst að þakka ötulu starfi nefnda og svo ykkur kæru félagar sem hafið ferðast með okkur. Vonandi takið þið frá tíma næsta sumar fyrir skemmtilega ferðir með okkur. Meðfylgjandi mynd sýnir formleg formannskipti um miðjan október er Elín Fanndal núverandi formaður tók við lyklum og gögnum frá Önnu Pálu fráfarandi formanni. Með ósk um farsælt komandi ferðaár fyrir hönd stjórnar Elín Fanndal formaður.
Lesa meira

Dagsetning á ferðum 2019

Dagsetningar á ferðum sumarsins eru ákveðnar og eru eins og hér segir. Hvert verður farið verður upplýst á ferðafundi í apríl en endilega takið þessar dagsetningar inn í ferðaplön ykkar.
Lesa meira

Aðalfundur 2018

Aðalfundur Húsbílafélagsins haldinn á sal Fjölbrautarskóla Vesturlands Akranesi laugardaginn 13.okt.2018 kl. 14.00 Formaður setti fundinn og gerði tillögu um fundarstjóra Elínbjörg Bára Magnúsdóttir var beðin um að vera fundarstjóri og gerði hún tillögu um fundarritara Ingu Dóru Þorsteinsdóttur Formaður flutti skýrslu stjórnar Gjaldkeri Sigurbjörg Einarsdóttir lagði fram ársreikninga og voru þeir samþykktir. Stjórnin lagði til að hafa sama árgjald 2019 og síðustu ár en það er 7000 kr. Var það samþykkt.
Lesa meira

Dagskrá aðalfundar

Dagskrá aðalfundar: Aðalfundur árið 2018 haldinn á sal Fjölbrautarskóla Vesturlands Akranesi Laugardaginn 13.okt. kl. 14.00
Lesa meira