Frá formanni í lok stóru ferðar

Kæru félagar. Þá er stærsta ferð okkar að baki þetta árið. Hún lukkaðist í alla staði vel þegar að félaginu kemur en því miður bilaði t.d einn bíllinn í Ýdölum og einhverjar aðrar bilanir urðu. Það reddaðist þó allt með góðra vina hjálp. Veðrið var aldrei slæmt og stundum frábært, en hefði vissulega sumstaðar getað verið betra. En húsbílafélagar láta það ekki á sig fá gleði og samstaða réðu ríkjum allan tímann. Okkur var alstaðar tekið vel og erum hjartanlega velkomin aftur á alla staði sem við gistum á. Ártún við Grenivík er virkilega flott tjaldstæði og við hjónin erum staðráðin í að gista þar þegar við förum norður fyrir aftur. Eins kom Grenivík okkur á óvart, virkilega fallegur og snyrtilegur bær og sundlaugin einstök.
Lesa meira

Frá formanni í lok Hvammstanga ferðar.

Hjartans þakkir fyrir ógleymanlega ferð kæru vinir og félagar. Það gefur okkur alltaf svo mikið sem vinnum að þessum ferðum að finna jákvæðni, gleði og bara tæra hamingju skína af hverju andliti. Ég hefði bara ekki trúað því hversu gefandi það er að skynja þetta í ferðum okkar og fyrir það er ég þakklát. Rétt um 100 bílar í allt og maður skynjaði strax hversu mikil ánægja ríkti vegna góðrar þátttöku beggja félaga.
Lesa meira

Hvammstangi helgarferð með Flökkurum.

Góðan dag gott fólk. Þá líður að næstu ferð okkar til móts við Flakkara á Hvammstanga svo ég skerpi hér aðeins á helstu atriðum. Það reyndist ekki næg þátttaka fyrir markað í félagsheimilinu á laugardeginum, kannski bara næst. Auðvitað geta þeir sem vilja haft með sér varning og selt á tjaldstæðinu. Á föstudagskvöldið hvetjum við alla til að koma saman og syngja með okkur, við hittumst við þjónustumiðstöðina kl. 21:00. Við yrðum ógurlega þakklát ef við fengjum einnig hljóðfæra leikara til að spila undir með okkur. Við erum svo lánsöm að hafa frábæra gítar og harmonikkuspilara í okkar röðum, svo kæru vinir ef þið mætið endilega komið með hljóðfærin ykkar með. Þið líka Flakkarar!
Lesa meira

Pistill frá formanni í lok hvítasunnu

Kæru félagar og vinir. Mig skortir eiginlega orð til að lýsa gleði minni og þakklæti eftir þessa hvítasunnuferð okkar. Hvorki fleiri né færri en 257 manns og 32 börn samankomin i Þykkvabæ, takk fyrir takk. Allt gekk vel fyrir sig og öll dagskrá til fyrirmyndar. Ég er sérstaklega glöð yfir öllum þessum börnum, þessir gleðigjafar lífga sannarlega upp á ferðir okkar og ég vona að börn muni halda áfram að heiðra okkur með nærveru sinni. Við munum gera þeim hátt undir höfði áfram og sérstaklega í þessari ferð. Veislukaffið var ljómandi vel lukkað og setur alltaf hátíðarblæ á þessa ferð.
Lesa meira

Viðtal Morgunútvarpið á Rás 2

Hér er viðtalið við okkur Daða og Önnulísu. Við fórum í loftið kl. 7:45
Lesa meira

Maí fréttabréf

Komið þið sæl kæru félagar og vinir. Þá er komið að maí fréttabréfi undirritaðrar. Fyrsta ferðin: Við höfum nú fyrstu ferðina að baki og er sannarlega óhætt að segja að hún hafi heppnast vel. Yfir 70 bílar mættu í Vogana og allir meira en tilbúnir í sína fyrstu útilegu. Það ríkti gleði og almenn ánægja með að vera að hittast í fyrsta sinn þetta árið. Þessi frábæra mæting gladdi stjórn og nefndir mikið. Vinna vetrarins hefur verið talsverð og hún skilar sér enn betur með samstöðu og jákvæðni félaga. Ef ég fer lauslega yfir helgina þá stendur skoðunarferðin upp úr hjá mér, þátttaka framar björtustu vonum og ég held að ég geti fullyrt að engin hafi verið svikin af þeirri ferð.
Lesa meira

Frá formanni

Góðan dag kæru félagar. Vel var mætt til vina fundar: Þá er ferðafundur afstaðin og öll sem þangað mættu orðin vel upplýst um ferðaplön félagsins. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til fundarins er þakklæti. Þakklæti fyrir frábæra mætingu og jákvætt viðmót allra sem mættu. Okkur í stjórn og nefndum var full ljóst að tímasetningin gæti orkað tvímælis. Það er ekki amalegt veganesti fyrir nýjan formann, stjórn og nefndir að hafa fundið þá hlýju og meðbyr sem okkur var sýndur þar. Nú á fundinum var farið vítt og breytt þó hann sé fyrst og fremst ferðafundur félagsins.
Lesa meira

Fréttabréf apríl 2019

Gleðilega vordaga kæru félagar og vinir. Vorið: Það er sannarlega að lifna yfir náttúrunni allt í kringum okkur og þá lifnum við líka í sálu og sinni. Það er fátt skemmtilegra en að ferðast um landið sitt og nú lofa veðurfræðingar okkur góðu sumri.....finnst nú reyndar eins og ég hafi heyrt þá áður segja eitt, en svo gerist eitthvað allt annað. En það er bara fylgifiskur þess að búa á Íslandi, þú veist aldrei hvað veðrið býður þér uppá hverju sinni, það að vera veðurfræðingur er örugglega það vanþakklátasta starf sem fyrirfinnst hérlendis.
Lesa meira

Með sól í hjarta.

Góðan og blessaðan góðviðris daginn kæru félagar Nú líður að því að Blái naglinn komi heim og fái yfirhalningu fyrir sumarið. Mikið verður gaman að bretta upp ermar og byrja, það er sannarlega einn af vorboðunum að fá húsbílinn heim á hlaðið. Finnst ykkur það ekki?
Lesa meira

Fréttabréf mars 2019

Heil og sæl kæru félagar. Þegar ég byrjaði þetta fyrsta fréttabréf mitt koma upp í hugann allar þær góðu stundir sem við hjónin höfum átt með ykkur í gegnum tíðina. Ómetanlegar gæðastundir. Það er sannarlega ríkjandi spenna fyrir komandi sumri sem vonandi verður okkur öllum farsælt og gott í alla staði. Stjórn og nefndir hafa unnið ötult vetrar starf í þágu félagsins sem mun meðal annars skila sér í nýju félagatali á komandi ferðafundi sem verður haldin þann 20. apríl kl.14:00 í félagsheimilinu Fólkvangi á Kjalarnesi. Ég veit að þessi dagsetning gæti orkað tvímælis fyrir suma en því miður náðum við ekki annarri lendingu þrátt fyrir að hafa byrjað að leita að heppilegum stað mjög tímalega. En fólk var samt á undan okkur að taka frá sali fyrir fermingar og fleira. Við vonumst samt til að sjá ykkur sem allra flest á þessum fyrsta og einum mest spennandi fundi ársins. Við munum að sjálfsögðu bjóða upp á kaffi og með því á ferðafundinum.
Lesa meira