Apríl fréttabréf 2018

Sælir félagar og gleðilegt sumar.. Nú er ferðafundur ný afstaðin og þar mættu um 150-170 mans. Þar upplýsti formaður ferðanefndar Ásgeir M. Hjálmarsson hvert verður haldið í ferðum sumarsins. Danfríður E. Þorsteinsdóttir fór yfir það sem skemmtinefndin hefur í huga varðandi skemmtileg heit í ferðum sumarsins. Nú látum við okkur bara hlakka til. Ásdís Pálsdóttir nr. 404 talaði um útilegukortið og verðlag á tjaldstæðum og beindi því til stjórnar að fá nokkra félaga til að vinna í því, hvort Félag húsbílaeigenda vegna fjölda félaga gæti fengið afslátt á tjaldstæðum víðsvegar um landið. Það yrði svo sett inn á heimasíðunna okkar. Henni finnst ekki nógu mikið gert í þessu að hálfu stjórnar. Stjórnin tók þetta til sín og ætlar að hrinda þessu í framkvæmd.
Lesa meira

Skoðunardagurinn / Vogar 4.-6. maí.

Skoðað verður laugardaginn 5. maí í skoðunarstöð Frumherja Njarðargötu 7, 260 Reykjanesbæ. Skoðun hefst kl: 09.00 og kostar 7.400 kr. Gegn framvísun á félagsskírteini 2018. Ykkur er heimilt að leggja fyrir utan skoðunarstöðina aðfaranótt laugardagsins
Lesa meira

Dagskrá ferðafundar

Dagskrá ferðafundar: Ferðafundur 2018 haldinn í Fólkvangi á Kjalarnesi. Laugardaginn 21.apríl. kl. 14.00 Dagskrá ferðafundar: 1) Formaður setur fundinn og gerir tillögu um fundarstjóra 2) Fundarstjóri gerir tillögu um fundarritara og kynnir dagskrá fundarins. 3) Ávarp formans. 4) Formaður ferðanefndar, Ásgeir M. Hjálmarsson nr. 712 kynnir ferðir sumarsins sem farnar verða á vegum félagsins í sumar. 5) Danfríður E. Þorsteinsdóttir nr. 270 segir frá hugmyndum skemmtinefndar fyrir sumarið 2018. 6) Önnur mál. 7) Boðið verður upp á kaffi og kleinur í lok fundar. 8) Fundi slitið.
Lesa meira

Ferðafundurinn

Ferðafundurinn verður laugardaginn 21. Apríl kl: 14.00 á Fólkvangi Kjalarnesi
Lesa meira

Janúar fréttabréf 2018.

Sælir félagar og gleðilegt nýtt ár, takk fyrir árið sem var að líða. Þá er runnið upp árið 2018, já tíminn líður hratt ,vorið kemur áður en við vitum af og við þá farin að huga að ýmsu í sambandi við húsbílana okkar. Það er bara skemmtilegt. Nú er fyrsti fundur stjórnar á nýju ári með ferða og skemmtinefnd afstaðinn. Það var endanleg ákvörðun um ferðir félagsins sumarið 2018. Skemmtinefndin sagði frá hugmyndum sínum hvað hún gæti platað okkur til að gera í ferðum sumarsins. Ferðafundurinn verður laugardaginn 21. apríl kl: 14.00 í Fólkvangi Kjalarnesi.
Lesa meira

Dagsetningar á ferðum komnar inn á ferðaáætlun.

Lesa meira

Fréttabréf nóvember 2017.

Komið sælir félagar og takk fyrir skemmtilegt ferðasumar. Nú fer aðventan að gangi í garð, þá fara aðventuljósin að sjást í gluggum landsmanna og önnur ljós sem koma til með að lýsa upp skammdegið. Senn líður að jólunum. Nú er komið að síðasta fréttabréfi sem sent verður út á þessu ári.
Lesa meira

Sölusýning hjá P.Karlsson

Nú um helgina 11.-12. nóvember verður haldin sölusýning hjá P.Karlsson/McRent að Smiðjuvöllum 5 a, 230 Reykjanesbæ (gamla Húsasmiðjan). Eins og áður þætti okkur vænt um að fá félagsmenn í heimsókn til okkar en það var afskaplega ánægjulegt á fyrri sýningum hversu margir sáu sér fært að líta við.
Lesa meira

Aðalfundur. Gisting með húsbílana.

Kæru féklagar. Ég veit að það eru nokkrir sem ætla að koma á húsbílunum sínum upp á Akranes, á aðalfund félagsins. Ég hafði samband við starfsmanninn sem sér um tjaldstæðið. Hún tjáði mér eftirfarandi. Tjaldstæðið var lokað 1. október, en okkur/ykkur er velkomið að vera þar fyrir 1.500 kr yfir helgina.
Lesa meira

Húsbílafréttir. Sept.2017. Fundarboð-Aðalfundur.

Ágætu félagar. Komið þið öll blessuð og sæl. Nú er komið að lokum sumarsins hjá okkur, aðeins eru eftir rúmir 3 mánuðir af árinu 2017. Já hvert ár líður hratt, alltaf komin jól áður en maður veit af, þetta helgast nú trúlega af því að það er gaman að lifa og margt að gerast hjá okkur. Á næsta ári því herrans ári 2018 verður okkar góða félag 35 ára þá gerum við okkur dagamun, en komið verður betur að því síðar. Ferðir sumarsins hafa verið ágætlega vel sóttar af félögum okkar.
Lesa meira