Dagsetningar á ferðum komnar inn á ferðaáætlun.

Lesa meira

Fréttabréf nóvember 2017.

Komið sælir félagar og takk fyrir skemmtilegt ferðasumar. Nú fer aðventan að gangi í garð, þá fara aðventuljósin að sjást í gluggum landsmanna og önnur ljós sem koma til með að lýsa upp skammdegið. Senn líður að jólunum. Nú er komið að síðasta fréttabréfi sem sent verður út á þessu ári.
Lesa meira

Sölusýning hjá P.Karlsson

Nú um helgina 11.-12. nóvember verður haldin sölusýning hjá P.Karlsson/McRent að Smiðjuvöllum 5 a, 230 Reykjanesbæ (gamla Húsasmiðjan). Eins og áður þætti okkur vænt um að fá félagsmenn í heimsókn til okkar en það var afskaplega ánægjulegt á fyrri sýningum hversu margir sáu sér fært að líta við.
Lesa meira

Aðalfundur. Gisting með húsbílana.

Kæru féklagar. Ég veit að það eru nokkrir sem ætla að koma á húsbílunum sínum upp á Akranes, á aðalfund félagsins. Ég hafði samband við starfsmanninn sem sér um tjaldstæðið. Hún tjáði mér eftirfarandi. Tjaldstæðið var lokað 1. október, en okkur/ykkur er velkomið að vera þar fyrir 1.500 kr yfir helgina.
Lesa meira

Húsbílafréttir. Sept.2017. Fundarboð-Aðalfundur.

Ágætu félagar. Komið þið öll blessuð og sæl. Nú er komið að lokum sumarsins hjá okkur, aðeins eru eftir rúmir 3 mánuðir af árinu 2017. Já hvert ár líður hratt, alltaf komin jól áður en maður veit af, þetta helgast nú trúlega af því að það er gaman að lifa og margt að gerast hjá okkur. Á næsta ári því herrans ári 2018 verður okkar góða félag 35 ára þá gerum við okkur dagamun, en komið verður betur að því síðar. Ferðir sumarsins hafa verið ágætlega vel sóttar af félögum okkar.
Lesa meira

Árshátíð/Lokaferð 2017

Sælir félagar. Árshátíð/Lokaferð sem verður helgina 22-24 september n.k. í Laugalandi Holtum. Verð pr. félagsmann er 7.000 kr. sama verð og búið er að vera undanfarin þrjú ár. Panta hjá formanni í síma 896-5057, fyrir 19. sept. eða netfang husbill@husbill.is.
Lesa meira

Fréttabréf ágúst 2017

Sælir kæru félagar. Stóra ferðin okkar gekk vel þó að ferðaplanið hafi riðlast vegna veðurs og við urðum að sleppa viðkomu í Stafafell í Lóni. Við enduðum í 88 bílum sem er bara gott og það var dekkað borð fyrir 161 félaga og 4 börn á lokahófinu. Matseljan á Klausturskaffi hún Elísabet sá um að matreiða fyrir okkur þríréttaðan hátíðarmat sem rann ljúft ofan í okkur félagana. Hljómsveitin Nefndin sá svo um að allir dönsuðu af sér skóna. Það var almenn ánægja með Stóru-ferðina og héldu glaðir heim eða áfram í fríið. 
Lesa meira

Félag húsbílaeiganda á afmæli í dag.

Afmæliskveðja. Kæru félagar, til hamingju með daginn félagið okkar er 34 ára í dag.og ber aldurinn bara vel. Sjáumst í Árshátíð/Lokaferð 22.-24. september. Kv Anna Pálína formaður
Lesa meira

Fannahlíð

Sælir félagar. Þá fer senn að líða að næstu ferð Félaga húsbílaeigenda, það er kjötsúpuferðin okkar í Fannahlíð helgina 18.-20. ágúst. Verð í þessa ferð er: Félagar í Félagi húsbílaeigenda greiða => 2.000 kr. pr. mann. Gestir greiða => 3.500 kr. pr. gest. Hlakka til að hitta ykkur og sjá.
Lesa meira

Stóra ferð Félags húsbílaeigenda.

Stóra ferð Félags húsbílaeigenda. 14. – 23. júlí 2017. Dagskrá. Ferðin hefst á tjaldstæðinu á Hvolsvelli og endar á Fljótsdalsgrund. Leiðin upp á Kárahnjúka. Frjáls brottfarartími er alla ferðina og því kjörið að kynna sér handbókina og skoða sig vel um á leiðinni milli staða. Ferðin kostar 7.000 kr. 14-18 ára greiða 4.000 kr. Gestir greiða 8.000 kr. Við ætlum að hafa það þannig í þessari ferð, að hver félagsmaður greiðir fyrir tjaldstæði hjá staðarhaldara á öllum viðkomustöðum nema Fljótsdalsgrund. Félagið greiðir þar allan kostnað á Fljótsdalsgrundinni, það er að segja gistingu, gistnáttaskatt, húsaleigu, hljómsveit og hátíðarmat. Svo annan kostnað sem til fellur eins og barmmerki, ferðabækling og fl.
Lesa meira