Tilgangur félagsins er að ferðast um landið í skipulögðum ferðum, standa vörð um hagsmuni húsbílaeigenda, efla kynni milli þeirra, að stuðla að landkynningu innan félagsins og góðri umgengi um landið og efla samstöðu og kynni milli annarra sambærilegra félaga o.s.frv.

Heimilisfang: Selvogsbraut 3  815 Þorlákshöfn| Gsm: 896-5057 | Kt.: 681290-1099 | Netfang: husbill@husbill.is

Símanúmer formanns er 896-5057 og  844-6543

 Stofn- og félagsgjald, þ.e fyrsta árið, er kr. 9000.- og síðan kr. 7000 á ári

 

Félagsgjaldið er 7.000 kr. og gjalddagi er 1. mars og eindagi 20. mars.

 Banki: 552-26-6812 Kt: 681290-1099   Muna eftir að skrá félagsnúmerið þegar greitt er.

 

 Varðandi sölusíðu þá þarf að senda auglýsingu og myndir á: netstjori@husbill.is

Facebook síða var stofnuð eftir spjall nokkurra húsbílafélagskvenna á Góugleði fyrir nokkrum árum, til þess að félagar í félaginu gætu spjallað saman á auðveldan og skemmtilegan hátt um áhugamál sín hvað varðar húsbílaferðir og því tengt. Þessi síða er lokaður hópur og er eingöngu ætluð félögum í Félagi Húsbílaeigenda. Til að gerast meðlimur hópsins verður að senda skilaboð á stjórnanda ásamt því að gefa upp félagsnúmeri viðkomandi, það flýtir fyrir samþykki. Þegar félagar hætta í félaginu þá vinsamlegast skrái þeir sig úr þessum hóp. 

   

Söngur félags húsbílaeigenda
Lag: "Undir bláhimni"

Undir bláhimni blikandi stjarna
bestu vinirnir hittast í kvöld,
það er ljómi og lífsmunstur þarna
látum gleði og söng taka völd.
Það er gaman að ferðast og fagna
fyrir samhenta húsbílamenn
látum sönginn og spilið ei þagna
sólin boðar nú nýjan dag senn.

Já, að ferðast um Frón er oss gleði
er fagra nóttlausa veröldin skín,
allir hressast og yngjast í geði
ástin blómstrar og styrkist til þín.
Það er fjör þegar félagar hittast
fagna ákaft í húsbílarann.
Einstök órofa vinátta birtast
allir gera það besta hver kann.

Höf.: Ó.Sig. félagi no. 438