Tilboð til Félags húsbílaeigenda sumarið 2019 frá tjaldstæðunum á Austur- og Suðurlandi

Ferðaþjónustan Fossárdal:

 Gisting  1.200 kr. í stað 1.500 á mann.  Rafmang er á 600 kr./sólarhring.  Frítt WiFi.

Verð 2018:   Verð fyrir fullorðna: 1.500 kr. (Sturta innifalin)
Verð fyrir börn: 0 kr.Rafmagn:  600 kr. 

Kveðja  Jón Magnús

 

Tjaldstæðið Ásbrandsstaðir, 690 Vopnafjörður.

 

Ef við miðum við ca. 20% afslátt þá myndi verðið líta svona út; Annars vegar 1000 k.r á manninn fyrir gistingu á tjaldsvæðinu án rafmagns. Hins vegar 1300 kr. Á manninn með fullri þjónustu s.s. aðgangur að interneti, eldhúsi, sturtu og rafmagni.

Verð 2017

Fullorðinn:  1.700 kr.
Börn:  1.200 kr.
Rafmagn:  500 – 900 kr.
Þvottavél:  100 kr.
Þurrkari:  100 kr.   

 Kv. Jón Haraldsson

 

Berunes v/ Berufjörð. Verð 2018: 

Verð fyrir fullorðna:  1.750 kr. (gistináttaskattur innifalinn)
Verð fyrir börn, 0 – 12 ára:  Frítt
Rafmagn:  800 kr.      Félagsmenn í félagi húsbílaeigenda fá afslátt af gistigjöldum.

 

 Tjaldstæðin í Fjarðabyggð eru með  Útilegukorti. 

 Eskifjörður, Fáskrúðsfjörður, Norðurfjörður, Reyðarfjörður og Stöðvarfjörður.

Við erum með eldri borgara og öryrkja afslátt nú þegar, þannig að í stað 1200 kr. á sólarhring á mann þá eru það 650 kr. rafmagnið kostar 750 kr. á sólarhring, við sæjum fyrir okkur að ef gist er í 2-3 nætur þá væri hægt að gefa góðan afslátt af rafmagni   

kv. Lára Björnsdóttir   Umsjónarmaður tjaldsvæða í Fjarðabyggð

 

Tilboð frá Hallormstað.

 

Allmennt verð á tjaldsvæðunum hjá okkur er 1.500 kr. á mann og síðan kemur gistináttaskattur á hvern bíl kr. 300. 

Við bjóðum ykkur verð á mann 1.200 kr. Síðan eftir 4 nætur farið þið í afsláttakort hjá okkur og verðið er þá 1.000 kr. á nótt.

 Verð 2019.

Fullorðnir:  1.500 kr.
Eldri borgarar og öryrkjar:  1000 kr.
Börn:  Frítt fyrir 14 ára og yngri
Rafmagn/sólahringur:  1000 kr.  Gistináttagjald er 300 kr. og  bætist ofaná verðin hér að ofan.   Sturta:  500 kr.  Sjálfsalinn tekur aðeins við 100 kr. peningum  Þvottavél og þurrkari.:  500 kr.

Eftir 4 nætur er veitt afsláttarkort sem veitir 500 kr. afslátt af gistinótt af fullur verði út sumarið.

Afláttarkortið gildir einnig í Vaglaskógi

 Kveðja, Begga

 

 

Tilboð frá Fljótsdalsgrund

 

Ef fólk framvísar félagaskírteini.. er ég tilbúin að gefa afslátt sem nemur 300 kr. pr. mann.. 

 1.100.- pr. mann + skatturinn 300.-kr..  rafmagn er 800.- krónur..

 Verið öll velkomin sem eigið leið um Austurlandið.

 Verð 2018 

Verð fyrir fullorðna:  1.400 kr.
Frítt fyrir 14 ára og yngri
Ellilífeyrisþegar:  1.000 kr.
Rafmagn:  800 kr.  4. nóttin frí.

Bestu kveðjur  Helga.

 

Tilboð frá Breiðdalsvík.

Félag húsbílaeigenda er veittur 20 % afsláttur á tjaldstæðinu á Breiðdalsvík sumarið 2018 gegn framvísun á félagsskírteinis                                                         Með góðri kveðju, Sif

 

Tilboð frá Tjaldstæðinu á Egilstöðum:    

                                                                                                   

Hingað til höfum við ekki verið nema með eitt verð fast á alla. 
Við erum hins vegar alveg til í að prófa þetta með ykkur í sumar og gefa öllum sem framvísa skírteini 10% afslátt af gistigjaldinu. 
Fullt verð: 1.900,- pr. mann 
Með afslætti: 1.710,-
 pr. mann. 

Vonum að ykkar félagsmenn nýti sér þetta. Tjaldsvæðið á Egilsstöðum er í fremstu röð er varðar þjónustu og aðgengi. Hlökkum til að sjá ykkur í sumar.

 Bestu kveðjur - Ísleifur

 

 

Tilboð frá Höfn Hornafirði.

Félagar í félagi húsbílaeigenda fá 15% afslátt af gistingu gegn framvísun félagsskírteina. 

Verð 2017   

Fullorðinn:  1.5o0 kr.
Börn (0-13 ára):  Frítt
Gistináttaskattur  pr. gistieiningu:  300 kr. pr. nótt
Sturta, 2 mín:  50 kr.
Þvottavél:  800 kr.
Þurrkari:  800 kr.
Rafmagn:  750 kr.  Kv. Sigrún.

 

Tilboð frá Hótel Framtíð Djúpavogi: 

Félagar í félagi húsbílaeigenda fá 10% afslátt af gistingu gegn framvísun félagsskírteina. 

Kveðja  Ugnius Hervar.

 

 

Möðrudalur á Fjöllum / Fjalladýrð:  Útilegukort: 

Við höfum stílað inná að vera ódýr í tjaldstæðisgjaldi, verð sem ætti að ganga fyrir alla - ekkert okur    1350 kr. á mann sé keypt fyrir einstakling.

 Með sumarkveðju af Fjöllunum,

 Elísabet og Vilhjálmur

Möðrudal á Fjöllum

 

Suðurland tilboð á tjaldstæðum 2019 til félagsmanna ef framvísað er félagsskírteini.

 

Tjaldsvæðið í Árnesi er í fallegu umhverfi við Kálfá. Þar er rúmgóð flöt með 36 rafmagnstenglum ásamt góðum hliðarsvæðum.

Við erum heldur betur til í að gefa ykkur afslátt, þið fengjuð þá nóttina á 1000kr á mann í stað 1300kr.

 

Brautarholt  er  1.500 kr      með afslætti   1.250 kr

 

Eyrarbakki               -25% afslátt af gistigjaldinu.

 

Flúðir                       -10%   afslátt af gistigjaldinu.

 

Hellishólar, Fljótshlíð       -20%  afslátt af gistigjaldinu.

 

Hvolsvollur                        -30%  afslátt af gistigjaldinu.

 

Kirkjubær II, Kirkjubæjarklaustri    Það sem ég gæti boðið er eftirfarandi:   1200 krónur á mann per nótt + 300 krónur gistináttaskattur per bíl/tjald.     Frítt fyrir 12 ára og yngri.  Ellilífeyrisþegar:   1000 krónur á mann per nótt + 300 krónur gistnáttaskatt per bíl/tjald. Rafmagn:   1000 krónur per nótt.   5 mín sturta:   300 krónur.

 

Langbrók                 800 kr pr.nótt til félagsmanna í Félagi Húsbílaeiganda.

 

Leirubakki                Vill skoða með  hópafslátt til Félaga Húsbílaeiganda.

 

Tjaldsvæðið við Faxa                  850 kr pr.nótt til Félaga Húsbílaeiganda.

 

Þykkvibær                   15% afsláttur afslátt af gistigjaldinu

 

Tjaldstæðið í Hveragerði er með tilboð til Félags húsbílaeigenda, 2 nætur á verði einnar.

Frá 1. maí 2018 og frá 1. september til 31. maí 2019, gegn framvísun félagsskírteina.

 

Tjaldsvæði á Skarðströnd er staðsett við sunnanverðan Breiðafjörð og þar er mikið náttúrulíf

Takk fyrir þetta. Já við erum alveg tilbúin í það ,að gefa afslætti. 

Verðið er 3000 kr nóttin fyrir húsbíl innifalið í því er vaskur og gistináttaskattur  kr 600.Og sturta

og þvottavél.
Rafmagn er kr 700 á sólarhring. Erum alltaf tilbúin í samninga, ekki síst ef
um eitthvert magn er að ræða.
Lát heyra um hugmyndir. Bestu kv .
                                        Trausti V. Bjarnason

 

  • Þórisstöðum er stórt og gott fjölskyldutjaldstæði

Á svæðinu er veiði í 3 vötnum; Eyrarvatni, Þórisstaðavatni og Geitabergsvatni.

Fullorðnir:  1.300 kr

14 ára og  yngri:  frítt
Rafmagn:  800 kr

Það kemur til greina að veita afslátt

 

Vestfirðir: 

Borðeyri 

1.500 kr. fyrir bílinn (2 aðilar) per nótt. 

Rafmagn er kr. 600 per nótt. 

Góðar kveðjur og velkomin á Borðeyri

 

Tálknafjörður 

Við erum með afslátt fyrir eldri borgara en fyrir þá sem ekki  hafa náð þeim aldri get ég gefið 10% en ég get ekki gefið meiri afslátt á eldri borgara gjaldinu.

 

Miðjanes 

við bjóðum ykkur 2000 kr á bílinn þá er miðast við að það séu tveir í bíl + rafmagn 1000 kr þetta gjald miðast við á sólahring kv Herdís og Gústaf

 

Norðurland:     

Hrafnagil  bjóða félögum í Félagi húsbílaeigenda 800.kr pr.mann gistinóttin.

Húsabakki Svarfaðardal er tilbúin að bjóða félögum í Félagi húsbílaeigenda 25% afslátt gegn framvísun á félagsskírteinum.
Mbk. Friðjón Árni Húsabakki

 

Ártún:    1.500 kr. pr. bíl sólahr.     Rafmagn  800 kr. sólahr.

Hrísey:     Til í að skoða afsl.v/ hópa.

Lónkot:   Frí gisting ef er borðað á veitingastað.

Stóru Tjarnir:   1000 kr. pr. mann sólahring.

Systragil:     Verð 2018 1.400.    Tilboð 1.200 kr. pr. mann sólahr.

Útilegukortið er á eftirtöldum stöðum:   Dalvík, Heiðarbær, Hvammstangi, Kópasker,Laugarbakki,.Lónsá, Ólafsfjörður, Raufarhöfn, Sauðárkrókur,Siglufjörður, Skagaströnd og Þórshöfn.

 

Vatnshellir Snæfellsnesi býður okkur 20% afslátt ef fara 8 manns eða fleiri.