Ljósa og furðufataferð Félags húsbílaeigenda í Brautartungu í Lundarreykjadal, helgina 15-17 september.
Þetta er lokaferð félagsins þetta árið.
Hér kemur dagskrá með ítarlegri upplsýsingum.
Föstudagurinn 15 september.
Kl. 21:00 allir hjartanlega velkomnir í félagsheimilið Brautartungu með söngbækur og þau hljóðfæri sem eru með í ferðinni.
Laugardagurinn 16 september.
Kl. 13:00 markaður félaga hefst og allir hvattir til að koma með vörur sem fólk vill selja. (hér er upplagt tækifæri til að koma með grímubúninga, jafnvel vera með skiptimarkað)
Kl. 16:00. Félagsvist, verðlaun fyrir efsta og neðsta sætið.
Kl. 22.00. Hljómsveitin Sviss startar lokadansleik Félags húsbílaeigenda á fertugasta afmælisári þess. Furðufataball kallast það og fólk hefur verið afar duglegt að “punta” sig og klæðast allskins furðulegheitum. Það er ekki skylda, þau sem kjósa bara að dást að hinum er það velkomið líka.
Sunnudagurinn 17 september.
kl. 12:00, frágangur og þrif á húsi, allar hjálparhendur vel þegnar og svo heimferð eftir vonandi ógleymanlega ferð.
Verð fyrir helgina er kr. 3000 á mann og þau sem þurfa rafmagn geta fengið það fyrir litlar 500 kr. sólahringurinn. Ath þó að rafmagn er takmarkað. Vinsamlegast leggið inn á reikning félagsins og setjið félagsnúmer við sem skýring greiðslu.
Banki: 0143-26-200073 / kennitala: 681290-1099
Hér eru nokkar hugmyndir að furðufötum teknar úr mínu safni, einhverjar af félögum og aðrar ekki. bara til gaman gert og kannski fæðist hugmynd hjá einhverjum í framhaldi, þetta þarf alls ekki að vera flókið, bara að hafa gaman.





Kær kveðja.
Elín Fanndal
formaður.