Samþykktir vegna reglna um notkun félagsmerkis fyrir:

Nafn félagsins:
Félag húsbílaeigenda, kt: 681290-1099. Heimili þess og varnarþing er það sama og formanns á hverjum tíma. Félagssvæði þess er allt Ísland.

Markmið félagsins eru:
a)   Að ferðast um landið í skipulögðum ferðum.
b)   Að standa vörð um hagsmuni húsbílaeigenda.
c)   Að efla kynni þeirra á milli.
d)  Að stuðla að landkynningu innan félagsins og góðri umgengni um landið.
e)   Að efla samstöðu og kynni milli annarra sambærilegra félaga.

Nýir félagar fá, við inngöngu, afhent númer og merki félagsins til álímingar á bíla sína. Þeir einir mega nota merki félagsins sem hafa fengið inngöngu í félagið og eru í skilum með félagsgjaldið.

Þegar hætt er í félaginu eða bíll seldur skal fjarlægja félagsmerki og félagsnúmer af bílnum.

Rísi upp ágreiningur vegna notkunar merkis má reka mál fyrir Héraðsdómi þess héraðs sem sitjandi formaður er búsettur í, þar sem heimilsfang félagsins fylgir ætíð heimilsfesti formanns.

Fh. Félags
húsbílaeigenda,

Soffía Ólafsdóttir,
formaður