Varðandi afslátt hjá þeim
fyrirtækjum sem auglýsa hér á síðunni þá er rétt að geta þess að sum fyrirtæki
gefa ekki upp afslátt en félagsmenn verða að framvísa félags skírteini sínu er
þeir eiga viðskipti við þessi fyrirtæki.
Afsláttarkjör félags húsbílaeigenda við SMYRIL LINE almanaksárið 2024 (framlengt frá árinu 2023) Smyril Line Ísland kt: 711014-0980, býður félagsmönnum Félags Húsbílaeigenda kt: 681290-1099 Eftirfarandi flutningskjör í ekjuskip Smyril Line sem sigla á milli Þorlákshafnar og áætlunarhafna, Torshavn, Hirtshals og Rotterdam. Kjörin gilda ekki í Norrönu frá Seyðisfirði Afláttarkjör nema 20% frá gjaldskrá fyrir húsbíla upp að 7,5 metrum. Flutningsgjald nemur því 1480€/per ferð per bíl. Fram og til baka reiknast flutningsgjaldið: 2960€/bíl að 7,5 metrum. Flutningsgjöldin innfela öll gjöld og pappírsvinnu er tengjast flutningi Gildir til 31.12.2024 Skilmálar afláttarkjara: · Bókanir berist tímanlega til að geta ráðstafað plássi fyrir bíla í þeirri ferð sem óskað er · Við bókun þarf að sýna gilt félasskírteini fyrir árið 2023 · Félagsmenn get ekki framselt þessi kjör til annarra · Húsbílaeigendum er bent á að tryggja sjálfir húsbíla sína fyrir flutning · Bókanir gerðar í gegnum Útflutningsdeild Smyril Line.