14. júlí 2020 skrifaði Jónatan Ingimarsson á H TÚN nr 111 á facebook síðu félagsins. Þessi skrif hafa heldur betur undið upp á sig. Félagar eru hvattir til að senda söguna á bak við nafnið á húsbílnum á netstjori@husbill.is

 

Kæru félagar, mig langar til að fá ykkur í lið með mér.  Það væri gaman að fá ykkur til að koma með söguna á bak við nafnið á húsbílnum ykkar.  Þetta þarf ekki að vera langt eða ítarlegt. Sum nöfn segja sig sjálf önnur ekki, eru kanski athöfn, gömul frænka, dýr, heiti á bæ eða öðru. Einnig er hægt að segja ,,af því bara,, það er líka svar. Það sem þið gerið er að þið setjið nafnið og félagsnúmer á síðuna okkar og söguna í framhaldi. Einnig er hægt að koma sögunni til mín í H tún (111) eða fá vin til að setja þetta inn fyrir ykkur. Þið getið líka sent þær á netstjori@husbill.is

 Vöruskjól 1

Þegar Soffía G Ólafsdóttir nr 25 var formaður flutti hún allar vörur félagsins inn í bílnum sínum og var hún orðin frekar þreytt á að bera þessa hluti inn og út af heimili sínu.  Eftir ábendingu frá félaga okkar á Maí-stjörunni árið 2011 var kerran keypt og kostaði kr 150.000.- Þessi kerra var himnasending og strax var efnt til hugmyndasamkeppni um nafn á kerruna. Margar tillögur komu og var það fyrrum félagi sem heitir Kristín (munum ekki númer) sem stakk upp á nafninu Vöruskjól. Það á vel við enda geymir hún vörur félagsins yfir sumarið. Á veturna er reint að finna henni húsaskjól.  Kerran er í usjón formanns hverju sinni. 

Earl Gray 9

Þetta nafn var á húsbílnum þegar þau fengu hann. Kv Absalon og Álfheiður

 

Dynjandi 21

Dynjandi fékk nafnið vegna þess að ég (Arnheiður)er vestfirðingur og mér finnst svo fallegt í Dynjandisvogi, höfum stoppað þar oft og gist, alltaf jafn notalegt. Fólk segir oft við okkur, fossinn heitir ekki Dynjandi, en við vitum allt um það. Í ánni  Dynjandi eru sex fossar. Efst er Fjallfoss, þá Hundafoss, Strokkur, Göngumannafoss, Hrísvaðsfoss og Sjóarfoss. Dynjandi rennur ofan af Dynjandisheiði. Eyðibýlið Dynjandi er þarna við voginn líka, og kunningi okkar ættaður þaðan. Svona er nú þegar átthagafjötrarnir halda fast í mann.
En skemtilegt að safna þessum sögum um nöfnin á bílunum okkar, gangi þér vel. Bestu kveðjur Arnheiður og Kristján.

 

Kósi 22

Nafnið á okkar bíl kom með vorinu eftir mikla umhugsun. Frúin átti Villis jeppa með bróður sínum og bar hann nafn sem við ákváðum að nota eftir mikla umræðu.  Kv Garðar Geir Sigurgeirsson

Venus 35

Húsbílarnir okkar á undan Venusi voru gamall Bens 1974 og var hann bara kallaður „Bensi“ Sá næsti var Ford Econoline 1981 stiðsta boddíið og fékk nafnið „Barbie-Bíllinn“ af því að hann var svo lítill. Svo kom Venus

Stutta sagan er að Venus er fæðingar-stjarnan mín.  Inga Og Stjáni Venus

 

Pjakkur 60

Pjakkur var hundurinn okkar þar kemur nafnið.  Kv Benný Og Bjöggi

 

Bollan 64

Fyrsta húsbílinn fengum við árið 1985 sem eiginmaðurinn gerði upp og innréttaði er það gamall Benz 1970 hann fékk nafnið Bollan það kom til að í einni ferðinni árið 1992 var ég að labba um með yngstu dóttur okkar í fanginu sem fæddist 1991 og var kasólétt af 5 barninu þegar að ég mætti einum félaga og hann segir bara þetta er meiri bollan. Ég sneri við upp í bíl og sagði eiginmanninum að nafnið á bílinn væri komið hann hugsaði og sagði ertu viss ég hélt það nú síðan erum við búin að eiga 2 bíla og nafnið fylgir okkur áfram, þykir mér vænt um þetta nafn.  Kv Ingibjörg Svala Ólafsdóttir

 

Sólbjartur 72

Þar sem við keyptum „Bjart“ af vinum okkar Gyðu og Jóa, þegar þau fengu sér nýjan „Bjart“, þótti okkur tilhlýðilegt að gamli Bjartur yrði uppfærður í „Sólbjartur“, með tilvísun í nafnið mitt (Sóley), en sú hugmynd kom frá Helgu vinkonu og förumannafélaga!  

Kv Sóley Ragnarsdóttir

 

Fríða frænka 88

Systir Pálínu ferðaðist mikið með henni og Ísleifi í fyrri húsbíl þeirra (Beethofen) og skírðu þau bílinn í höfuðið á henni.

 

KRÚTTIÐ 101

„KRÚTTIГ varð til þegar vinkona eiganda á undan okkur fanst bíllinn svo krútlegur sem er alveg rétt . Félagi 101. 

Kv Sigurður V. Bjarnason

 

H tún 111

Við Erla áttum heima á Hátùninu í Keflavík hún á númer 6 en ég á 8, og á milli lóðanna var steyptur veggur og reyndi ég mikið til að komast yfir til hennar en ekkert gekk. 56 árum seinna hittumst við aftur og erum gift í dag. Það má því segja að áttan var bara svona lengi að átta sig á sexinu…  Kv Jónatan og Erla

 

Blik 131

Ársrit Gagnfræðaskóla Vestmanneyja hét Blik en pabbi minn ritstýrði því. Hann hætti við skólann 1963 en þá tók hann sjálfur við ritinu. Blik hefur að geyma miklar heimildir um Eyjar þar sem öllum var frjálst að skrifa um gamlan tíma æviágrip og fleira . Búið er að skanna ritið inn á Heimaslóð Set linkinn hér inn ef einhver hefur gaman af að skoða og fyrir Eyjafólk að lesa http://heimaslod.is/index.php/Blik  Kv Inga Dóra Þorsteinsdóttir

 

Arney 137

Arney eru fyrstir stafir í nöfnum okkar hjóna, Arnar og Eyrun. Fundið upp af konu minni.

Kv Addi Ólafss

 

Hóley 143

Hóley er nafn á eyju sem tilheyrir Brokey sem við eigum ásamt fjölskyldu konunar.

Kv. Thorsteinn Sigurdsson

 

Eldvagninn 151

Eldvagninn 151 annar húsbíll Bryndísar og Jóns brann og þótti þeim tilhlíðilegt að kalla þann næsta Eldvagninn.

 

Gletta 151

Fjórði hùsbíll Bryndísar og Jóns heitir Gletta og heitir í höfuðið á folaldi sem föðursystir Bryndisar gaf henni löngu áður en það fæddist og hún tamdi síðar.

 

Veiðiskreppur 165

Fyrsti bíllinn minn var í huga mér alger Garpur því hann var hár undir og dröslaðist í öll veiðiskreppin, en nafnið fór þó aldrei á hann. Svo seldum við hann Renó Traffic nafnlausa og fólkið sem keypti hann kom svo í félagið með hann þetta flott sprautaðan og skreyttan með nafnið Garpur.

Nafnið á mínum segir sig sjálft, skroppið oft í veiði, svo Veiðiskreppur varð nafnið.                   Anna Margrét Hálfdanardóttir

 

Óskadís 172

Bíllin okkar Kristínar Sveinsdóttur no.172 heitir Óskadís en dóttir okkar sem við mistum unga heitir Sveindís Ósk og einnig eigum við þrjár afa og ömmu stelpur sem heita Sveindís Ósk , Árdís Ósk og svo sú yngsta sem heitir Eydís Embla þannig að þetta eru eintómar Dísir sem eru okkur mjög kærar þannig kom nafnið til hjá konunni.  Kv Guðmundur Unnarsson

 

Húni 176

Við erum nýjir félagar í húsbílafélaginu erum númer 176 Við komum inn á bílasölu og sáum þennan bíl hann var ekki komin með sölumiða en við féllum fyrir númerinu sem er V Y E 88 bíllinn á að heita Húni og það kemur af því að við áttum og gerðum upp Húna II og að við erum Húnvetningar. Kv Valdihún Og Erna Fanndal

 

Glitský 185

Nafnið mitt er frá bàtnum okkar búin að eiga 2 bàta með þessu nafni sem kom af því að veturinn sem hann var smíðaður var svo mikið af Glitskýum à himni.

Kv Helga Soffía Aðalsteinsdóttir

 

Gullvagninn 192

Vorum að spá í Gullvagninn, en það er í notkun, svo kom hugmynd um Gullljónið, en hefur ekki fests, erum opin fyrir hugmyndum. Kv Ármann Guðmundsson

 

Trausti 197

Þegar ég var að skoða minn fyrsta husbil, kom fyrst upp í huga minn, hann er traustur þessi, þar var nafnið komið. Trausti. Og það nafn hefur fylgt mér. Kv Vigdís Óskarsdóttir

 

Afabíll 208

Ég ætlaði að vera frumlegri en allir aðrir og nefna okkar bíl; Húsbíllinn,… hann átti jú að verða flottasti húsbíllinn. Dóttursonur minn þá 5 ára spurði mig svo eitt sinn þegar við amma vorum að fara eitthvað hvort hann mætti koma með í afabíl.

Þá festist Afabíll á; Húsbílinn. Kv Hallmundur Guðmundsson

 

Vallarbúinn 221

Við eignuðumst fyrsta húsbílinn 2006 og var rauður á lit komu fram hugmyndir frá vinum að kalla hann Rauð eða Rauða Ljónið en ég var ekki sannfærð. Einn daginn sat ég hugsi við eldhúsborðið heim segi við Einar að bíllinn eigi að heita Vallarbúinn vegna þess að við búum á Völlunum. Við keyptum annan bíl 2016 og fékk hann einnig nafnið Vallarbúinn og núna þessa daganna fengum við nýtt félagsnúmer sem er 221 og er einnig póstnúmerið okkar.  Kv Halldóra Gunnarsdóttir

 

Bakkus og frú  232

Fékk nafnið af því að vinnufélagar Pálma spurðu fyrir hverja helgi á að fara eithvað á Bakkus um helgina. Þannig að hann fékk þetta nafn og við bættum við … og frú.   

kv Dagbjört Jakobsottir

 

Kremi 233

Fyrri húsbílinn okkar heitir Kremi. Ástæða nafnsins er sú að þegar við sátum inni á skrifstofu sölumannsins þá segir hann. Hvernig er hann aftur á litinn? Við litum öll út og ég segi, er hann ekki svona kremaður á litinn? Jú það varð niðurstaðan. Þegar við svo ökum af bílasölunni alsæl með nýja bílinn þá spyr ég Daða hvort bíllinn eigi ekki að heita Kremi? Bæði vegna litarins og vegna þess fyrir mörgum árum átti ég leirljósan gæðing sem hét Kremi. Hann samþykkti það og svo skírðum við kerruna sem við keyptum aftan í hann seinna, Kremdollan. Það var hugmynd Dóa félaga okkar. Kv, Elín Fanndal

 

Blái naglinn 233

Eitt sinn kom ég á bílnum á karlakórsæfing stuttu eftir að við eignuðumst bílinn. Þegar ég renn í hlaðið segir einn félagi minn “Kemur ekki Blái naglinn” og þar með festist það.                     Kv  Daði Þór Einarsson

 

Dórukot  248
Erum að leita að einhverjum sem merkir bíla
 Okkar saga er ekkert merkileg,
 Árið 1996 byggðum  við sumarhús sem við skýrðum Dórukot
Síðan fluttum við alfarið í Dórukot fyrir 6 árum fengum okkur emeil
Með sama nafni  fengum lögheimili í Dórukoti og nú bíllinn Dórukot
Og ég er kölluð Dóra.
 

Súper-Polli 251

Við erum númer 251 í húsbílafélaginu og bíllinn okkar heitir Súper-Polli. Það var árið 2002 að við keyptum okkar fyrsta húsbíl. Vinur okkar hafði pantað sér húsbíl að utan það var flottur bíll og nokkuð langur og fékk nafnið Jolli. Við ákváðum að panta sams konar bíl en þegar hann kom til landsins reyndist hann 30 cm styttri svo við skírðum bílinn Polla, nafnið sáum við ekki skráð í húsbílatalinu. Nú en svo í einhverri ferð með félaginu sjáum við bíl með einkanúmerinu POLLI bíllinn var frá Stykkishólmi. Nú voru góð ráð dýr svo við redduðum okkur í hvelli og bættum orðinu súper fyrir framan, Stebbi var hvort eð var búinn að láta tjúnna bílinn upp með túrbínu og intercoler sem sagt vekja hann upp frá dauðum, því áður höfðum við þurft að róa með í Kömbunum og Hvalfjarðargöngunum. Þannig varð nafnið Súper-Polli til og prýðir nú okkar þriðja bíl. Kv Stebbi og Rúna.

 

Draumurinn 270

Bíllinn okkar heitir Draumurinn því það er náttúrulega algjör draumur að ferðast á húsbíl.

Kv Danfríður Þorsteinsdóttir

 

Náttfari 305

Okkar fékk Náttfara nafnið, því við mættim yfirleitt ekki á staðina fyrr en komin var nótt.

Kv Gerdur Einarsdottir

 

Gamli sorry Gráni 318

Þegar við ákváðum nafnið á bílnum okkar vorum við ný búin að sprauta hann Gráan en reyndar hafði það ekkert með nafnið að gera .Megas hefur verið innan fjölskyldunnar okkar og draumurinn var að Megas myndi árita bílinn okkar ,þess vegna fannst okkur upplagt ,vegna aldurs að hann fengi nafnið Gamli sorry Gráni

Ps fengum áritun frá Megas 2017 á bílinn okkar.  Kv Árni Björns

 

Dúllarinn 343

Hvað ætlar þú eiginlega að gera við “Húsbíl” var spurt þegar ég fékk mér fyrri bílinn og svaraði ég þá viðkomandi vinum, æi bara dúllast eitthvað um landið.

Þessir vinir mínir voru fljótir til og færðu mér nafnið glóðvolgt úr prentsmiðju en annar vinnur þar, þetta passar þér vinur sögðu þeir. Kv Úlfar Pálmi Hillers

 

Hrannó 421

Nafnið Hrannó afi og amma bjuggu í Hrannagötu á Ísafirði og ég fór alltaf á hverjum degi til þeirra.Og nafnið Hrannó er stitting af nafninu Hrannagata. Síðasta ættarmót sem Amma var á lífi það var á Lauginni í Sælingsdal þá var amma með fullt af kökum með sér og það voru mjög margir í kaffi fyrir utan bílinn hjá okkur það var svo gott veður og ég og amma vorum inni í bíl að laga kaffi , þá sagði amma þetta er eins og í Hrannó ég skýri bílinn ykkar Hrannó labbaði út og skvetti kaffi á hann. Kv Selma og Sævar.

 

MÚSIN 440

Eftir að hafa átt 4×4 bila kaupum við í janúar 1993 Ford Econoline, sonum okkar þótti þetta flott og ræddu mikið um jökla og fjallaferðir, Bóndinn kvaðst vera búinn að moka nóg af snjó og drullu og þetta yrði „Músin sem læddist“ en þar sem þeim þótti þetta vart við hæfi fékk bíllinn nafnið MÚSIN. Eftir 23ja ára þjónustu um landið vítt og breytt fékk hann hvíld en við tók annar (bíll Sigurjóns Hannessonar) en þriðji Econoline tekur væntanlega við á þessu ári nýuppgerður og fær nafnið MÚSIN.  Kv Salóme Friðgeirsdóttir

 

Amma Klikk 450

Barnabörnin fengu þessa góðu hugmynd að afmælisgjöf handa mér Amma Klikk no 450.end segir það mikið að gamla númerið mitt sé búið að vera inni hjá félaginu þó nokkur ár í geymslu.   Kv Jóna Ágústa Adolfsdóttir

 

Demanturinn 451

Demanturinn 451 segir sig sjálft hann er algjõr Demantur.

Svanhildur Ólafsdóttir

 

Bruno 501

Fyrsti bíll Brúnó vegna þess að hann var með marga mismunandi bruna líti.

Ásgerður Ásta Magnúsdóttir

 

Skagaþjarkur 501

Næsti Skaðaþjarkur við búum á Skagangert um bíllinn var fjórhjoladrifinn til búinn til að þjarkast á honum sem lítið notað. Ásgerður Ásta Magnúsdóttir

 

Höfðasetrið 501

Við búum á Höfðagrund og sitjum í Höðasetrinu um landið. Gætir fengið nöfnin á fyrri 2 bílunum ef þú vilt.  Ásgerður Ásta Magnúsdóttir

 

Perlan 606

Þegar við vorum á Vopnafirði dreymdi mig nafnið Perlan og var hann skírður það við erum no 606.  Kv Ómar Og Anna

 

Eyjajarlinn 695

Forfaðir minn byggði Svefneyjar kallaður Eyjajarlinn, svo náttúrlega Jarl og Inga úr eyjum.

Kv Jarl Bjarnason

 

Neró 698
Sagan á bakvið nafnið húsbílnum okkar er að á yngri árum var Viktor vinnumaður á sveitabæ einum. Þar var hundur sem hét Neró og  urðu þeir miklir vinir, eins reyndist hann vel við smalamensku.
Kveðja Hrafnhildur og Viktor 
 

Barðinn 796

Barðinn er útvörður Önundarfjarðar að vestanverðu og þar var oft gott að komast í skjól þegar komið va af sjó.Eins er með bílinn þar er traust og gott skjól.

Kv Sigurður Sigurdórsson

 

Drekinn 806

Okkar bíll Drekinn no 806. Nafnið er komið frá móður minni því þegar eiginmaðurinn kom keyrandi upp götunn með bílinn heim í fyrsta skipti eftir að toppurinn hafði verið hækkaður varð henni að orði þetta er nú meiri Drekinn og þar með var nafnið komið á bílinn.                            Kv Anna Þórný Annesdóttir