Ferðin kostar kr. 9.500 á mann. Gestir greiða kr. 11.500 á mann.
Börn fædd 2006 og til og með 2010 greiða kr. 4.000. Börn fædd 2011 og síðar fá frítt.
Hver og einn greiðir fyrir sig og sína á tjaldstæðum.
Innifalið í verðinu er matur og dansleikur á lokakvöldinu og öll aðstaða frá kl. 17.00 á föstudegi á Mánagarði í Nesjum. Að auki verða í boði skoðunarferð með rútu um Stokksnes og Austurfjörur með leiðsögn.
Verð fyrir skoðunarferð er kr. 2.500 á mann.
Félagið niðurgreiðir gjald fyrir skoðunarferð um helming.
Margir ferðavagnar eru byggðir úr efnum sem brenna auðveldlega svo þeir verða alelda á skammri stundu. Komi upp eldur í ferðavagni er mikilvægt að hægt sé að draga burtu þá ferðavagna sem næstir eru. Því þarf að snúa vögnunum þannig að beislið snúi út að veginum. Bílum skal lagt þannig að auðvelt sé að aka þeim í burtu.
Mjög mikilvægt að hafa það í huga varðandi tjaldstæðin að við leggjum húsbílunum þannig að bílar geti fyrirvaralaust yfirgefið svæðið án vandræða.
Áfangastaðir eru Hvolsvöllur – Kirkjubæjarklaustur – Mánagarður, Nesjum
7. – 10. júlí: Tjaldsvæðið Hvolsvelli
Tjaldsvæðið er fyrsti afleggjari á hægri hönd þegar keyrt er inn í Hvolsvöll og komið er úr vestri ( frá RVK ) við þjóðveg 1. Svæðið sem tekið var í notkun 1980 er afgirt með háum öspum og hver flöt er afstúkuð með trjám, flatirnar eru sléttar og vel þjappaðar.
Fjarlægð frá þjóðvegi er 150 metrar. Stutt er í alla þjónustu þar sem miðbær Hvolsvallar er einungis í 150 metra fjarlægð en þar er að finna banka, pósthús, apótek matvöruverslun, snyrtistofu, hársnyrtingu, sundlaug, gufubað, bókasafn, upplýsingamiðstöð, kaffihús, matsölustaði, sveitamarkað, bensínstöðvar og skyndibitastaði.
Stutt er í fjölmargar áhugaverðar gönguleiðir ásamt 3ja km heilsustíg sem nýtist vel fyrir þá sem vilja fara og hreyfa sig úti í náttúrunni.
Verð á gistingu kr. 2.000 á mann pr. nótt og 1.500 fyrir (h)eldri borgara. Tilboð til félaga í Félagi húsbílaeigenda er tveir fyrir einn á Hvolsvelli.
Verð á rafmagni kr. 1.000 sólarhringurinn.
Húsbílafélagið fær til afnota nýja flöt sem er þurrari og því minni drulla ef rignir. En sem komið er er takmarkað rafmagn á því stæði og fólk því beðið um að taka tillit til þeirra sem nauðsynlega þurfa á rafmagni að halda.
Ferðanefnd áskilur sér rétt til að raðar niður í stæði ef þarf og þeir sem koma fyrr gætu þurft að færa bílana sína.
Föstudagur 7. júlí
Kl. 21.00: Ef stemning er til að tralla saman þá finnum við góðan stað til að koma saman á. Endilega komið með hljóðfæri ykkar og takið þátt. Söngbókin verður til sölu kr. 2.500 – Hattakvöld.
Laugardagur 8. júlí
Kl. 13.00: Vinaleikurinn: Þeir sem ætla vera með í vinaleiknum skrá sig hjá skemmtinefnd. „Vinaleikur“) Fyrsta vinagjöf á mánudegi og sú síðasta á fimmtudegi, alls 4 gjafir.
Kl. 20.30: Setning: Stóra ferðin sett og farið yfir nokkur atriði ferðarinnar. Dregið í vinaleiknum. Söngbókin tekin fram og sungin nokkur lög. Félagar enn hvattir til að koma með hljóðfærin sín og taka þátt.
Sunnudagur 9. júlí
Kl. 13.00: Gönguferð Kl. 14.30: Leikjastund Kl. 20.00: Kubbaleikur/Eða aðrir leikir
10. – 13. júlí Hvolsvöllur – Kirkjubæjarklaustur 153 km
Mánudagur 10. júlí Tjaldsvæðið Kirkjubæ II Tjaldsvæðið er rúmgott og mikill gróður í kring.
Þjónustuhús er á staðnum þar sem er að finna eldhús, heitt og kalt vatn, sturtur, þvottavél, þurrkara, þvottasnúrur og tíu salerni. Aðgangur að rafmagni úti á svæðinu. Wifi er í boði fyrir gesti.
Sundlaug, veitingastaðir og verslun i göngufæri frá tjaldsvæðinu. Mjög skemmtilegar gönguleiðir upp hjá Systrafossi og út í Landbrotshólum.
Gisting kr. 1.400 fyrir eina nótt pr.mann
Gisting kr. 2.600 fyrir tvær nætur pr. mann
Gisting kr. 3.600 fyrir þrjár nætur pr.mann
Rafmagn kr. 1.000 sólarhringurinn
Þetta verð á tjaldstæði fæst eingöngu með framvísun félagsskírteinis.
Ferðanefnd áskilur sér rétt til að raða niður í stæði ef þarf og þau sem mæta fyrr gætu þurft að færa bíla sína.
Þriðjudagur 11. júlí
Kl. 13.00: Gönguferð Kl. 15.30: Leikir Kl. 20.00: Útibingó ef veður leyfir
Miðvikudagur 12. júlí
Kl. 15.30: „Pálínuboð“ Sameiginlegt kaffihlaðborð þar sem félagar leggja í púkk, haldið ef veður leyfir.
13. – 16. júlí Mánagarður, Nesjum
Íþróttahúsið í Mánagarði í Nesjum (7 km vestan við Höfn). Íþróttasalurinn sjálfur er um 300 m2 og lagður parketi. Ungmennafélagið Máni í Nesjum og Sindri á Höfn nýta húsið fyrir íþróttaæfingar og dans. Í íþróttasalnum eru haldnar stærri samkomur s.s. þorrablót, landsfundir og ráðstefnur. Íþróttahúsið er sambyggt félagsheimilinu Mánagarði sem byggt var 1952 og er hægt að samnýta sal félagsheimilisins með íþróttasalnum. Ferðanefnd áskilur sér rétt til að raða niður í stæði ef þarf og þau sem mæta fyrr gætu þurft að færa bíla sína.
Fimmtudagur 13. júlí
Kl. 20.30 – 21.30: Bjórleikurinn: Þeir sem vilja vera með koma með einn bjór pr. bíl til skemmtinefndar. Númer bíls er sett í pott og dregið verður á föstudagskvöldinu á tjaldstæðinu.
Föstudagur 14. júlí
Kl. 13.00: Rútuferð með leiðsögn um Stokksnes og Austurfjörur verð kr. 2.500 á mann.
Kl. 20.00: Mánagarður. Vinaleikur gerður upp – Dregið í bjórleiknum – Línudans með Ellu Bjarna Söngbókin tekin upp og vonandi eru hljóðfæraleikarar til í smá söngsprett.
Laugardagur 15. júlí
Kl. 11.00: Gönguferð Kl. 13.00: Markaður félaga, ekki vörur frá félaginu. Seldir happdrættismiðar kr. 250 stk. engin posi. Kl. 15.00: Félagsvist.
Kl. 19.00: Lokahóf. Húsið opnar kl. 18.30 og borðhald hefst kl. 19.00 Veislumatur eldaður og framreiddur af Önnu Sigurbjörnsdóttur og fylgdarliði hennar.
Aðalréttur: Grillað lambalæri, kryddaðar svínahnakkasneiðar, salat, heit og og köld sósa og annað meðlæti.
Eftirréttur: Terta og kaffi.
Að loknu borðhaldi gerum við klárt fyrir dansleik og dönsum fram á nótt. Ekrubandið frá Hornafirði sér um fjörið.
Á lokahófinu verður raðað til borðs í salinn. Fylla þarf út miðann sem fylgir dagskránni og skila í póstkassann föstudaginn 15. júlí sem er hjá skemmtinefnd. Miðarnir verða síðan dregnir upp af handahófi og raðað eftir þeirri röð. Hafa skal í huga að vegna þess hversu þröngt þarf að sitja þá þarf að endurraða borðum áður en hægt verður að stíga dans. Vonum að þetta fyrirkomulag gangi vel upp. Þeir sem ekki óska sérstaklega að sitja til borðs saman fá að sjálfsögðu sæti þar sem pláss er.
Sunnudagur 16. júlí Hér endum við Stóruferð og vonandi allir félagar sælir og ánægðir.
Sjáumst svo hress í næstu ferð 28. – 30. Júlí að Árbliki í Dölum
Ferða- og skemmtinefnd áskilja sér allan rétt til að breyta út frá auglýstri dagskrá þar sem við verðum svolítið að spila eftir veðri og vindum.
Aðgengi að rafmagni getur verið mismikið eftir stöðum og af því tilefni biðjum við fólk að sýna þeim sem nauðsynlega þurfa á rafmagni að halda (svefnvélar og annar heilsubúnaður) tillitssemi.
Og að lokum góða ferð og góða skemmtun.