Stóra ferðin 7. – 16. júlí 2023

Kæru félagar.

Þá líður að næstu ferð okkar, þeirri lengstu og að mörgum finnst skemmtilegustu. Já Stóraferðin okkar fer að bresta á í allri sinni dýrð. Hellingur um að vera að venju og veðurspáin, tja við skulum bara segja, hlýtur að fara batnandi. ?

Nú fer að koma því að skrá sig í ferðina því það þarf að vita fjöldann svo hægt sé að undirbúa það sem þarf til að allt gangi nú smurt fyrir sig.

Ég vil biðja þau sem þegar eru ákveðin í að fara, að staðfesta skráningu sem fyrst með netpósti á husbill@husbill.is og millifæra svo þáttökugjaldið inn á reikning félagsins. 0143-26-200073 kt. 681290-1099 og hafið félagsnúmer ykkar sem skýringu. Þið greiðið um leið fyrir skoðunarferðina ef ætlunin er að taka þátt í henni. Ef þið treystið ykkur ekki til að millifæra þá endilega skráið ykkur samt í ferðina með tölvupósti, sem og skoðunarferðina ef vill. (Ekki senda þessar tilkynningar á netstjori@husbill.is)

Ég fékk þær upplýsingar um skoðunarferðina að það er einn veitingastaður sem heitir Víking cafe á leiðinni og sá er með bæði inni og úti aðstöðu og við hann ku vera hið Gullna hlið. ?

Innifalið í gjaldinu sem þið greiðið er aðgangur að Gullna hliðinun sem opnast annars bara gegn greiðslu ef viðkomandi ætlar að aka lengra út á Stokksnes og Austurfjörur.

Það er hægt að stoppa á þessum veitingastað á bæði fram og afturleið. Leiðsögumaðurinn er staðarhaldari á Víking cafe, hann er þaulkunnugur og mun miðla bæði skemmtun og fróðleik. Náttúran er einstaklega falleg þarna og útsýnið ægifagurt. Klárlega upplifun sem við viljum ekki missa af. Skoðunarferðin hefst kl 13:00 á föstudeginum 14 júlí, ekið frá Mánagarði.

Stjórnin biður félaga að vera búna að ganga frá skráningu og allra helst greiðslu fyrir laugardaginn 8 júlí.

Okkur hlakkar til að sjá ykkur sem flest hress og kát í þessari spennandi ferð. ?

Fyrir hönd stjórnar og nefnda.

Elín Fanndal,

formaður.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *