Upplýsingar varðandi ferðina í Brautartungu 15. – 17. september 2023

Kæru félagar.

Eins og staðan er núna þá er þurrt á föstud og sunnud í Brautartungu. Vindur 4 mtr á föstud og 10 mtr laugard og sunnud, hæglætisveður undir Hafnarfjalli. En við skoðum auðvitað spána áður en við leggjum í hann.

Við erum með hús þannig að úrkoma og smá gjóla truflar okkur lítið. Það væri mjög æskilegt að það fólk sem ætlar að skemmta sér með okkur, verði búið að leggja inn á reikning félagsins annað kvöld. Þannig sjáum við hver þátttaka verður.

Ef svo ólíklega vill til að ferðin falli niður vegna veðurs eða ónógrar þátttöku, þá fá allir að sjálfsögðu endurgreitt.

Hlakka til að sjá sem flesta ????????????????????????

Kær kveðja

Elín Fanndal

formaður.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *