Ferðaáætlun

Dagatal            Veður smella hér.         Verð á eldsneyti       Ferðaupplýsingar SAFETRAVEL.IS

 

Dagsetningar á ferðum 2019 

Ferðafundur 20.apríl að Fólkvangi Kjalarnesi 

Ferðir sumarsins eru 8 talsins.

1. ferð 10.-12. maí  Vogar á Vatnsleysuströnd. Tjaldstæðið er á grasflötinni þar sem áður var  knattspyrnuvöllur  sveitarfélagsins.

2. ferð 24.-26. maí Eyrabakki. Tjaldsvæðið er staðsett vestast við Eyrarbakka, vestan við Hafnarbrú.  Tjaldsvæðið er í nálægð við fuglafriðland og rétt við fjöruna.

3. ferð 07.-10. júní  Hvítasunnuhelgina í Þykkvabænum. Við höfum áður verið þar og þar er gott að vera.

 4. ferð 21.- 23. júní   Hvammstangi með Flökkurum. Einstakt tjaldstæði í skjólgóðum hvammi fyrir ofan bæinn, með fínu þjónustuhúsi og góðri þjónustu fyrir húsbíla. 

 

5. ferð 12.-21. júlí  Stóra ferð um Norðurland Eystra. 12.-15. Ártún við Grenivík (Reykjavík – Grenivík 427 km) 15.-17. Mánarbakki á Tjörnesi (117 km)  17.-19. Ásbrandsstaðir við Vopnafjörð. (193 km) 19.-21. Ýdalir við Þingeyjarskóla. (172 km)

 

 6. ferð 16.-18. ágúst  Brautartunga (súpu og furðufataferð) Félagsheimilið í Brautartungu er í eigu Ungmennafélagsins Dagrenningar og var byggt af félagsmönnum árið 1964.  Félagsheimilið Brautartunga er staðsett í Lundarreykjadal við bæinn Brautartungu.

7. ferð 06.-08. september.  Sandgerði í Suðurnesjabæ. Þetta er fyrsta ferð félagsins í sameinað sveitarfélag.    Tjaldsvæðið er staðsett við Byggðaveginn. Í þjónustuhúsinu á tjaldsvæðinu eru salerni,    sturtur, útivaskar með heitt og kalt vatn.

8. Ferð 20.-22. september. Lokaferð og árshátíð að Laugalandi í Holtum. Þarna höfum við áður haldið árshátíð og er gott pláss fyrir húsbílana og góð sundlaug. Tjaldsvæðið að Laugalandi í  Rangárvalla sýslu er í um 6 kílómetra frá þjóðvegi 1 og er beygt hjá Landvegamótum upp  Landveg nr. 26, sama afleggjara og að Galtalækjarskógi. Vegalengd frá Selfossi er 35 km og frá Reykjavík eru 90 km.