Ferðaáætlun

Dagatal            Veður smella hér.         Verð á eldsneyti       Ferðaupplýsingar SAFETRAVEL.IS

 

Dagsetningar á ferðum 2019 

Ferðafundur 20.apríl að Fólkvangi Kjalarnesi 

Ferðir sumarsins eru 8 talsins.

1. ferð 10.-12. maí  Vogar á Vatnsleysuströnd. Tjaldstæðið er á grasflötinni þar sem áður var  knattspyrnuvöllur  sveitarfélagsins.

2. ferð 24.-26. maí Eyrabakki. Tjaldsvæðið er staðsett vestast við Eyrarbakka, vestan við Hafnarbrú.  Tjaldsvæðið er í nálægð við fuglafriðland og rétt við fjöruna.

Dagskrá: Byggðasafn Árnesinga  á Eyrarbakka gefur okkur 50 % afslátt. Miðinn kostar 1.000 kr. en við fáum hann á 500 kr. ef við sýnum félagsskírteinið.

Föstudagur 24. Maí.

Hattadagur. Hittast og hafa gaman saman.

Laugardagur 25. Maí.

Kl. 13:00. Gönguferð um Eyrarbakka með leiðsögn Siggeirs Ingólfssonar. Verð 500 kr. á mann

Útileikir seinnipartinn og eftir kvöldmat. Verðið er kr.1750 pr.bíl sólahringurinn og rafmagn er 750 kr.

3. ferð 07.-10. júní  Hvítasunnuhelgina í Þykkvabænum. Við höfum áður verið þar og þar er gott að vera.

Verðið:

Öll börn 10 ára og yngri FRÍTT.
Öll börn 11 til 16 ára kr. 3000.
Félagar kr. 7500 per mann.
Gestir kr. 8500. per mann.

Innifalið í þessu verði er eins og vanalega, tjaldstæðið, félagsheimilið, skemmtidagskrá, ball með hljómsveit og hvítasunnukaffið. Einnig býður félagið ykkur uppá sýningu Einars Mikaels töframanns.  Skemmtinefndin mun setja inn sína dagskrá og annað fyrirkomulag verður einnig kynnt þegar nær dregur.

Athugið að rafmagn á tjaldstæði er ekki innifalið.

4. ferð 21.- 23. júní   Hvammstangi með Flökkurum. Einstakt tjaldstæði í skjólgóðum hvammi fyrir ofan bæinn, með fínu þjónustuhúsi og góðri þjónustu fyrir húsbíla.

5. ferð 12.-21. júlí  Stóra ferð um Norðurland Eystra. 12.-15. Ártún við Grenivík (Reykjavík – Grenivík 427 km) 15.-17. Mánárbakki á Tjörnesi (117 km)  17.-19. Ásbrandsstaðir við Vopnafjörð. (193 km) 19.-21. Ýdalir við Þingeyjarskóla. (172 km)

6. ferð 16.-18. ágúst  Brautartunga (súpu og furðufataferð) Félagsheimilið í Brautartungu er í eigu Ungmennafélagsins Dagrenningar og var byggt af félagsmönnum árið 1964.  Félagsheimilið Brautartunga er staðsett í Lundarreykjadal við bæinn Brautartungu.

7. ferð 06.-08. september.  Sandgerði í Suðurnesjabæ. Þetta er fyrsta ferð félagsins í sameinað sveitarfélag.    Tjaldsvæðið er staðsett við Byggðaveginn. Í þjónustuhúsinu á tjaldsvæðinu eru salerni,  sturtur, útivaskar með heitt og kalt vatn.

8. Ferð 20.-22. september. Lokaferð og árshátíð að Laugalandi í Holtum. Þarna höfum við áður haldið árshátíð og er gott pláss fyrir húsbílana og góð sundlaug. Tjaldsvæðið að Laugalandi í  Rangárvalla sýslu er í um 6 kílómetra frá þjóðvegi 1 og er beygt hjá Landvegamótum upp Landveg nr. 26, sama afleggjara og að Galtarlækjarskógi. Vegalengd frá Selfossi er 35 km og frá Reykjavík eru 90 km.

Dagskrá í Vogum 10-12. maí.

Drög að dagskrá fyrir helgarferð í Voga á Vatnsleysuströnd

Vogasjóferðir bjóða okkur að fara í siglingu með þeim sem tekur 1 – 1 ½ tíma. Verð er 6.000. kr. á mann. Lágmarksfjöldi í ferð er 4 og hámarksfjöldi er 20. Siglt verður kl. 20:00 á föstudags – og laugardagskvöld, og kl. 10:00 á laugardags – og sunnudags- morgunn. Einnig er hægt að hafa samband við Vogasjóferðir í síma 8339080.

Föstudagur 10. Maí. :

Hattadagur.

Laugardagur 11. Maí.:

Kl.: 13:00. Rútuferð með leiðsögn um Vatnsleysuströnd ( ef næg þátttaka fæst). Verð 1.500. kr. á mann.

Kl.: 16:00. Útibingó ef veður leyfir.

Kl.: 20:00. Útileikir.

 

 

 

Dagsetningar á ferðum 2018 

          

1. Ferð 11-13. maí Skoðunarhelgin. Skoðun fer fram í Reykjanesbæ. verð fyrir skoðun er 7.400 kr. Farið á Voga á Vatnsleysuströnd eftir skoðun.

2. Ferð 18.-21. maí. Hvítasunnan. Þykkvibær

3. Ferð 8.-10. júní. Helgarferð. Félagsgarður í Kjós

4. Ferð 22.-24. júní. Helgarferð. Hvolsvöllur

5. Ferð 13.-22. júlí. Stóra-Ferð. Vesturland og Snæfellsnes

6. Ferð 17.-19. ágúst. Helgarferð . Brautartunga

7. Ferð 14.-16. september. Árshátíð, 35 ár afmæli, lokaferð Garðinum

 

Stóra-Ferð 2018. Vesturland / Snæfellsnesið

Föstudagurinn 13. – 15. júlí Akranes => tvær nætur.

Sunnudagurinn 15.- 17. júlí Traðir => tvær nætur.

Þriðjudagurinn 17.- 20. júlí Stykkishólmur => þrjár nætur.

Föstudagurinn 20.- 22. júlí Árblik => tvær nætur

Það verður sett meira um hverja ferð þegar nær dregur hverri ferð.

 

Ferðir sumarið 2017.


 1. 1. Ferð 19.-21. maí. Skoðunardagurinn. Skoðun fer fram að Njarðarbraut 7, 260 Reykjanesbæ og hefst kl:09.00 þann 20.maí

                  Farið á Voga á Vatnsleysuströnd.

 

 1. 2. Ferð 2.-5. Júní. Hvítasunnan.Goðaland

 

 1. 3. Ferð 23.- 25. Júní.   Grindavik

 

 1. 4. Ferð 14.- 23. Júlí.Stóra-ferðin Suður og Austurland.
  Byrjum á Hvollsvelli  2 nætur.
  Hörgsland  2 nætur
  Stafafell í Lóni  2 nætur
  Reyðarfjörður  1 nótt. Útilegukort.
  Endum á Fljótsdalsgrund  2 nætur
 1. 5. Ferð 18.- 20. ágúst. Fannahlíð. Kjötsúpuferð.

 

 1. 6. Ferð 22.-24. September. Laugaland Holtum. Lokaferð/Árshátíð.
 
Ferðir sumarið 2016.
6.-8. maí er skoðunarhelgin og farið á Víðistaðatún og erum með hús skátana. Skoðunargjaldið í ár er 6.700 kr.
13.-16. maí er hvítasunnan í Árnesi. Það er mjög gott að vera hjá þeim í Árnesi.
3.-5 júní er helgarferð að Langbrók. Þarna gildir Útilegukortið.
24.-26. júní er helgarferð í Þorlákshöfn. Þarna gildir Útilegukortið.
15.-24. júlí er Stóra-ferðin okkar verður þetta árið Norðurland vestra og eystra.
Byrjað verður á Hvammstanga og endað í félagsheimilinu Ýdölum við Hafralækjarskóla í Þingeyjarsveit, þar sem lokahóf Stóru-ferðar verður.
Hvammstangi, 2 nætur, föstudagur 15.-17. júlí. Ferðin er sett á laugardeginum 16. Júlí.
Skagaströnd, 2 nætur, sunnudagur 17.-19. júlí 
Sauðárkrókur, 1 nótt, 19.-20. júlí
Ártún, 2 nætur, 20.- 22. júlí 
Ýdalir 2 nætur, 22.-24. júlí .
12.-14. ágúst Hverinn Kleppjárnsreykjum.
26.-28. ágúst Fannahlíð Hvalfjarðarsveit.
16.-18. september, Furðufataferðin okkar þetta árið er að Laugalandi í Holtum.
30.-2 október Árshátíð / lokaferð. Örkin. Að þessu sinni ætlum við að vera með Árshátíð/lokaferð á hóteli, og varð Örkin fyrir valinu eins og svo oft áður.