Lag: „Undir bláhimni“
Undir bláhimni blikandi stjarna
bestu vinirnir hittast í kvöld,
það er ljómi og lífsmunstur þarna
látum gleði og söng taka völd.
Það er gaman að ferðast og fagna
fyrir samhenta húsbílamenn
látum sönginn og spilið ei þagna
sólin boðar nú nýjan dag senn.
Já, að ferðast um Frón er oss gleði
er fagra nóttlausa veröldin skín,
allir hressast og yngjast í geði
ástin blómstrar og styrkist til þín.
Það er fjör þegar félagar hittast
fagna ákaft í húsbílarann.
Einstök órofa vinátta birtast
allir gera það besta hver kann.
Höf.: Ó.Sig. félagi no. 438