Komið þið sæl og blessuð kæri félagar
Nú er kominn tími á smá fréttabréf þar sem nú liggur fyrir allar ferðir sumarsins. Ferðafundurinn var að Fólkvangi 22.mars s.l. þar var vel mætt eða um 120-130 manns, veðrið skartaði sínu blíðasta og voru nokkrir bílar fyrir utan Fólkvang um nóttina eftir fundinn. Létt var yfir fólki og gleði yfir að hittast, knús,faðmlag og hlýja streymdi frá félögunum.
Anna M. Hálfdánar formaður ferðanefndar kynnti ferðir sumarsins og eru þær eftirfarandi:
2-4 maí Skoðunarhelgi, Frumherji og Hafnarfjörður
Söfnumst saman á
planið hjá Frumherja á Hesthálsi í Reykjavík á föstudagskvöldinu 2. maí.
Laugardagur 3. maí: 08:00 Morgunmatur í boði Frumherja
09:00 Skoðun hefst og áætluð skoðunarlok um kl 14:00 Skoðunargjald í ár verður 6200 kr. Óháð stærð bíls. Frumherjamenn bjóða einig upp á morgunkaffi og grillaðar pulsur.
Þá er til reiðu fyrir okkur tjaldsvæði Hafnarfjarðar við Víðistaðatún.
Gjaldið er 800 kr. pr. mann fyrir nóttina og fólk beðið um að fara upp í hús að gera upp. Félagið hefur svo salinn til leigu á laugardagskvöldið, tilvalið til að hittast og spjalla.
16-18 maí Eyrarbakki.
Þetta er frí ferð en þeir sem fara í rafmagn greiða Björgunarsveitinni fyrir það.
Föstudagur 16. maí: Á Eyrabakka er nýuppgert, rúmgott hús með góðum sal.
Björgunarsveitin leggur rafmagn á svæðið og má leggja allt í kringum húsið.
Tjaldsvæðið fyrir þá sem það velja, örstutt frá.
Laugardagur 17. maí:
Dagskrá verður birt á heimasíðunni þegar hún verður tilbúin en það verður ýmislegt á dagskrá s.s. félagsvist/Bridge, kannski Bingó. Um kvöldið,sungið úr söngbókinni, hæfileikakeppni, Fyrsta útsvar sumarsins og kvöldið endar á að dansað verður undir tónum Ólafs Þórarinssonar og Bassa sonar hans.Einnig eru skemmtileg söfn á staðnum sem vert er að skoða. unnudagur 18. maí: kl. 11.00 er frágangur í húsinu
6. 9. júní Hvítasunnuferð að Goðalandi í Fljótshlíð
Hvítasunnan sama verð og á s.l. ári . fyrir félagsmann 4.000 kr. Gestir greiði 5.000 kr, þarna er t.d. Bingó, spilavist, hátíðarkaffi á sunnudeginum skemmtiatriði,, dansleikur hljómsveitin SóFar sjá um fjörið.á laugardagskvöldinu. Dagskrá auglýst síðar á heimasíðu félagsins.
27.-29 júní: Sólseturshátíð Garði. Hátíð Garðmanna
Sólseturshátíð var haldin í fyrsta skipti árið 2005 og er nú árlegur viðburður í Garði.
Sólseturshátíðin er fjölskylduhátíð, haldin á Garðskaga við góðar aðstæður, fallegt umhverfi með fjölbreyttri dagskrá. Má þar nefna stuttar gönguferðir, menningar- og sögutengd fræðsla fyrir börn og fullorðna, fjöruferð fyrir börnin, leiki og leiktæki, tónlistaratriði, kveiktur varðeldur og málverkasýningar. Ef gott veður verður er tilvalið að skella út markaði við bílana okkar.
Stóra ferð Félags húsbílaeigenda 11. 20. júlí 2014
Sama verð er á Stóru-ferðinni og var á s.l. ári, félagsmaður greiðir 7.000kr. gestir 8.500 kr. Þeir sem fara til Eyja borga 8.000 kr. og gestir 9.500 kr. fólk greiðir sjálft í Herjólf en fyrir Ellilífeyris +67 ára kostar fram og til baka kr.1.260,pr.mann og fyrir aðra farþega fram og til baka pr. mann 16.-66 ára kostar kr. 2.520,–
Ferðin hefst á tjaldstæðinu á Selfossi og endar á tjaldstæðinu í Nesjahverfi 8 km áður en komið er að Höfn í Hornafirði. rjáls brottfarartími er alla ferðina og því kjörið að kynna sér leiðarvísirinn sem þið fáið í upphafi ferðar mjög vel og skoða sig vel um á leiðinni, á milli staða.
11. og 12.júlí er dvalið á Selfossi Fólki er bent á að kynna sér söfn og aðra afþreyingu á Selfossi. Stutt er í alla þjónustu frá tjaldstæðiu. Ítarleg dagskrá fyrir ferðina mun svo vera með leiðarvísirnum sem þið fáið í upphafi ferðar.
Kl. 10.00 á laugardeginum, Brunavarnir Árnessýslu býður húsbílaeigendum að skoða nýja Slökkvistöð, kynning á notkun slökkvitækja og einnig verður sýnt hvernig menn bera sig að við að klippa bíla. Áhugavert fyrir bæði konur og karla.
Brunavarnir bjóða upp á kaffisopa að lokinni kynningu og þá mun Slökkviliðsstjórinn sýna myndir frá ýmsum tímum og viðburðum í sögu Selfoss og fylgja þeim eftir með skýringum.
Á Selfossi hefst Vinaleikurinn Systurnar Anna nr 165 og Ágústa nr 696
Kl. 21.00 Formaður setur ferðina og fyrirkomulag ferðarinnar kynnt.
Sunnudagur 13. júlí (dagur 3) Selfoss Hamragarðar (71,7 km)
Mánudagur 14. júlí(dagur 4) Vestmannaeyjaferð
Kl. 12.00 Rútur legga af stað frá Hamragörðum að Landeyjarhöfn
Kl. 13.00 Brottför frá Landeyjarhöfn með Herjólfi. Eftir komuna til Eyja er skoðunarferð um Vestmanneyjar í rútu með leiðsögumanni (2-3 tíma) Frjáls tími í miðbæ Vestmannaeyja að lokinni skoðunarferð. Kl. 17.00 Mæting í Herjólf og brottför 30 mín seinna.
Við þurfum að vita hversu margir ætla sér til Eyja og því er skráning hafin í Vestmannaeyjarferðina sendið tölvupóst á husbill@husbill.is eða hringið í Soffíu formann 896-5057, skráningu lýkur 31.maí n.k. Svo þurfa allir sem ætla sér til Eyja að panta sjálfir með Herjólfi þið hringið í síma 481-2800 eða pantið í gegnum netið með því að senda póst á herjolfur@herjolfur.is þið pantið með Herjólfi 14.júlí kl. 13.00 frá Landeyjahöfn og til baka kl. 17.30 endilega gerið þetta sem fyrst en munið að skrá ykkur líka hjá okkur vegna rútunnar.
Þriðjudagur 15. júlí (dagur 5) Hamragarðar – Vik í Mýrdal (59,1 km)
Gist verður á tjaldstæðinu. Í Vík er verslun, banki og fínasta sundlaug. Áhugaverðir staðir á leiðinni: Skógarfoss Minja og samgöngusafnið að Skógum Gestastofan á Þorvaldseyri og Seljavallalaug Dyrhólaey. Einnig eru fjöldi hellna undir Eyjafjöllum sem vert er að gefa gaum. Heimamaður röltir með okkur um Vík á þriðjudagskvöldinu.
Miðvikudagur 16. júlí (dagur 6) Vík í Mýrdal Skaftafell (140 km) Áhugaverðir staðir eru Þakgil –Laufskálavarða Hrífunes Fjaðrárgljúfur Systrastapa og Systrafoss Kirkjugólfið Foss á Síðu Dverghamrar Orustuhóll – Núpstaður (ef hann er opinn ferðamönnum)
Gist verður á tjaldstæðinu í Skaftafelli. Kl. 20.30 Ratleikur sem hefst við þjónustumiðstöðina. (Hafið með ykkur býant/penna)
Fimmtudagur 17. júlí (dagur 7) Í Skaftafelli eru ótal gönguleiðir og er bent sérstaklega á Svartafoss. Fyrirhugað að vera þarna með Bingó.
Föstudagur 18. júlí (dagur 8) Skaftafell Mánagarður í Neshverfi (127 km)
Helstu staðir á leiðinni eru: Jökulsárlón Þórbergsetrið og munið að horfa á landslagið. Vonandi er veðrið gott. Um kvöldið spiluð félagsvist, og kvöldaka í félagsheimilinu Mánagarði, ítarleg dagskrá auglýst síðar.
Laugardagur 19. júlí (dagur 9) Kl. 12.00 Stillt upp fyrir markað Kl. 13.00 15.00 Markaður félagsmanna. Eftir markaðinn röðum við borðum og stólum fyrir lokahófið.
Kl. 20.00 Lokahóf.Sameiginlegur matur – Skemmtidagskrá og dansleikur með Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar.
Sunnudagur 20. júlí (dagur10) Takk fyrir samveruna og góða ferð heim eða áfram í fríið.
15.-17.ágúst Hótel Eldborg. Laugagerðisskóli – Danir í heimsókn, Félagið býður upp á kjötsúpu og við getum haft afnot af sal ef veðrið verður ekki gott. Útilegukortið gildir þarna, annars kostar fyrir manninn 1.000 kr. pr. nótt og hver og einn greiðir fyrir sig hjá staðarhaldara. Við vonum að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir og skemmtileg stemming myndist með Dönunum. Dagskráin er í smíðum.
29.-31.ágúst Kleppjárnsreykir gjaldið er 2.500 kr. fyrir bílinn og 1.000 kr. rafmagnið og greiðir fólk hjá staðarhaldara. Vonandi verður veðrið gott og við getum leikið okkur úti en dagskrá verður birt á heimasíðunni þegar nær dregur.
12.-14.sept. Varmaland; Furðufata/Grímuball jibbí, nú skuluð þið fara að undirbúa gerfið!!!, þarna er Útilegukortið og gerir fólk sjálft upp við staðarhaldara, annars er gjaldið 600,– kr. pr. mann pr. Nótt en rafmagn er 1.500,– kr. á sólarhring. Þarna erum við með hús og einnig verður ball á laugardagskvöldinu, félögunum að kostnaðarlausu.
Lokaferðin sem jafnframt er Árshátíð félagsins verður í Félagsheimilinu Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi 99 km frá Reykjavík.
Unnið er að undirbúningi þessarar ferðar og er ykkur alveg óhætt að láta ykkur hlakka til.
Eins og Dði, Elín, Einar og Dóra sögðu á ferðafundinum þá eru þau að safna vinningum í ferðirnar okkar og einnig að brydda upp á ýmsum nýjungum s.s. hæfileikakeppni, akstursleikni í bland við útsvarið kubbaspilið, bingó, spilavist, bridge sem hefur verið hjá okkur en þetta byggist líka á að við tökum öll þátt í því að gera öll eitthvað saman, hafa GAMAN SAMAN . Ég minni ykkur á að skrá ykkur í hæfileikakeppnina, útsvarið og akstursleiknina hjá skemmtinefndinni, koma svo gott fólk.
Félagsgjöldin; þið sem ekki hafið greitt félagsgjöldin ennþá, endilega gerið það fyrir 1.maí n.k. eftir það getið þið misst númerin ykkar en gíróseðlarnir eru komnir inn í netbankann ykkar.
Nýir félagar: Nýir félagar hafa bæst í hópinn, við bjóðum þá alla hjartanlega velkomna í Félag húsbílaeigenda og vonum að þeir eigi góðar stundir í þessum frábæra félagsskap.
13. Jón Þorgrímur Steingrímsson og Hugljúf Ólafsdóttir, Ísafjörður.
53. Úlfar Ármannsson og Bryndís Ásgeirsdóttir, Álftanesi.
85. Sverrir Garðarsson og Sonja Jónsdóttir, Reykjavík.
177. Guðmundur Reynir Reynisson og Jóna Birna Bjarnadóttir, Akranes.
188. Kristinn Ívarsson og Steinunn Lilja Aðalsteinsdóttir, Neskaupsstað.
221. Guðfinna Auðunsdóttir og Sveinbjörn Smári Hauksson, Reykjavík.
320. Bjarni Samúelsson og Sigurlaug Waage, Reykjavík
750. Sigurveig Bylgja Grímsdóttir og Ricardo Jose Dos Santos, Garður.
770. Ingvaldur Ásgeirsson og Gréta Friðriksdóttir, Hornafjörður.
776. Bjarni Gunnarsson og Ingibjörg Gunarsdóttir, Reykjavík.
Félagar, verið dugleg að hvetja vini ykkar sem eiga húsbíla að koma í félagið.
Kæru félagar, ég vona að þið getið sem flest farið í góða páskaferð núna um bænadagana og að veðrið leiki við ykkur. Hlakka til að hitta ykkur í ferðum félagsins í sumar.
Gleðilega páska.
F.h. Stjórnar, ferða- og skemmtinefndar
Soffía G. Ólafsdóttir, formaður.