Fréttabréf janúar 2016.

Fréttabréf janúar  2016.

Ágætu félagar, komið þið öll blessuð og sæl.

Ég vil fyrir hönd stjórn og nefnda félagsins byrja á því að óska ykkur öllum gleðilegs árs með þökk fyrir ánægjulegar samverustundir á árinu sem var að líða, með von um að nýja árið verði okkur öllum gott ferðaár, með gleði og jákvæðni að leiðarljósi.

Þó það sé bara komin miður janúar á því herrans ári 2016, og er nú bara beðið eftir því að daginn taki að lengja og sólinn hækki á lofti.

Aðventu kaffið var laugardaginn 5. desember þrátt fyrir slæmt veður. Það komu færri að þeim sökum en 57 félagar komu, fannst þeim sem komu gaman að hitta félagana og var mikið spjallað og nutu við veitinga sem heiðurshjónin Sigríður og Steingrímur nr. 22 sáu um. Og flytjum við þeim kærar þakkir fyrir. 

Á aðalfundinum í haust var samþykkt hækkun á félagsgjöldum, og eru þau nú 7.000 kr.                                   Árlegt félagsgjald, með gjalddaga 1. mars og eindaga 20. mars, skal ákveða á aðalfundi ár hvert. 

Félagsgjald  fyrir árið 2016  

Félagsgjaldið er 7.000 kr.  skal lagt  inn á reikning félagsins 

552-26-6812  kt. 681290-1099,  setjið í skýringu félagsnúmer bíls.  

Ef greitt er eftir eindaga leggst 500 kr. vegna bankakostnaðar. 

Eftir 1. maí  geta félagar átt á hættu að missa númerin sín, ef ekki er búið að greiða félagsgjaldið.

Nú í byrjun janúar kom stjórnin saman og farið var vinna í félagatalinu, skiptum á milli okkar að tala við þá sem auglýstu í Félagatali 2015 og finna ný fyrirtæki sem vilja auglýsa í okkar góða Félagatali. Vonum að þetta gangi vel hjá okkur. Ferða og skemmtinefnd kom svo til  fundar við stjórn síðar um daginn og farið var yfir hvernig sumarið kemur til með að líta út hjá okkur, og dagsetningarnar á ferðum sumarsins eru klárar. 

Ferðafundurinn verður laugardaginn 19.mars n.k. á Fólkvangi Kjalarnesi kl:14.00

Dagsetningar á ferðum sumarið 2016. 

6.-8. maí skoðunarhelgin.

13.-16. maí er hvítasunnan.

3.-5. júní er helgarferð.

24.-26. júní er helgarferð

15.-24. júlí Stóra-ferð.  

 12.-14. ágúst er helgarferð.

26.-28. ágúst er helgarferð.

16.-18. september er helgarferð.

30 september.-2. október er Árshátíð/Lokaferð.

Mig langar til að minna ykkur á Orkulykilinn. Það er samastarf á milli Orkunnar og Félags húsbílaeigenda, þannig á móti hverjum lítra sem við kaupum af eldsneyti fáum við 1 krónu. „Safnast þegar saman kemur.“Svona verða eldsneytisvinningarnir til sem við drögum út í ferðunum á sumrin. Hvet ég alla til að fá sér lykil, og  það er mjög auðvelt að fá sér lykil hjá orkunni. Aukinn afsláttur í völdum ferðum.     

 Enn og aftur bið ég ykkur kæru félagar að láta formann vita ef breyting hefur orðið hjá ykkur t.d. breytt  heimilisfangi, nýr bíll, nýtt netfang og fl. svo allt verði rétt skráð í félagatalið 2016. Mjög mikilvægt að láta vita um breytt heimilisfang svo félagatalið fari á réttan stað.           Senda allar breytingar á   husbill@husbill.is  eða síma 896-5057.  Allar breytingar þurfa að berast fyrir 15. febrúar n.k. en þá fer félagatalið í prentun.

Sími félagsins er 896-5057

Símatími formanns er mánudaga og miðvikudaga frá kl: 13.00-15.00

Og fimmtudaga frá kl 17.00-19.00

Bestu kveðjur frá stjórn og nefndum.

Anna Pálína Magnúsdóttir formaður

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *