Fréttabréf janúar 2017.

Sælir félagar og gleðilegt nýtt ár, takk fyrir árið sem var að líða.

Nú er komið árið 2017, já tíminn líður hratt, verður komið vor áður en við vitum af og við farin að huga að ýmsu í sambandi við húsbílana okkar. Þetta er bara gaman. Nú er fyrsti fundur  stjórnar á nýju ári, með ferða og skemmtinefnd afstaðin.

Þar var endanleg  ákvörðum  um ferðir félagsins sumarið 2017.

Ferðafundurinn verður laugardaginn 25. mars kl: 14.00 í Fólkvangi á Kjalarnesi.     

   Dagsetningar á ferðum félagsins  eru:

  1. Ferð:  19. – 21. maí Skoðunardagurinn.
  2.  Ferð:  2. – 5. Júní,  Hvítasunnan.
  3. Ferð:  23. – 25. júní,  Helgarferð.
  4. Ferð:  14. – 23. Júlí,  Stóra – ferð.
  5. Ferð:  18. – 20.  ágúst,  Helgarferð.
  6. Ferð:  22. – 24. september, Lokaferð / Árshátíð.

Við í stjórn og nefndum  vonum að þið félagar góðir séuð ánægðir með ferðaplanið okkar. Vonum jafnframt að þið verið  nú dugleg að taka þátt í ferðum félagsins eins og undanfarin ár. Það var breyting á skemmtinefndinni okkar, hann Sverrir Garðarsson nr. 85 óskaði eftir að hætta í skemmtinefnd, urðum við í stjórninni við  þeirri ósk hans. Þökkum við honum fyrir samstarfið. Inn í skemmtinefndina komu Sesselja Eiríksdóttir nr. 533 og hjónin Ágústa Överby og Árni Björnsson nr. 383. Við bjóðum þau velkomin til starfa í skemmtinefnd og hlökkum til samtarfs með þeim eins og öllum í stjórn og nefndum félagsins.  

Vinna við félagatal 2017 er hafin, auglýsingaöflun  er mikil vinna en sú vinna skilar sér vonandi vel fyrir okkur , hjálpar til við rekstur á okkar góða félagi. Ef einhverjar breytingar hafa orðið hjá ykkur kæru félagar, endilega látið formann vita í síma 896-5057 eða á netfangið husbill@husbill.is  lokaskil hjá okkur til prentsmiðju er 15. febrúar.                                                                                                     

Félagsgjaldið fyrir árið 2017 verður sett inn í heimabankann hjá ykkur kæru félagar, eins og við gerðum 2016.  Með gjalddaga 1. mars og eindaga 15. mars, eins og stendur í lögum félagsins. Vonum við að þau skili sér fljótt og vel öllum til hagsbóta.

Svo má líka greiða beint inn á reikning félagsins sem er  552-26-6812  Kt: 681290-1099, ég bið ykkur að skrifa félagsnúmer ykkar í skýringu, það auðveldar okkur að fylgjast með hver greiðir.

Nýir félagar:

Nr. 248   Aðalheiður Rúnarsdóttir  og   Þorvaldur Egilson, 203 Kópavogur

Fyrir hönd stjórn og nefnda.

Anna Pálía Magnúsdóttir formaður

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *