Sælir félagar og gleðilegt sumar.
Nú er ferðafundurinn okkar afstaðinn og búið að upplýsa hvert verður farið í sumar. Á ferðafundinn mættu tæpleg 200 félagar og áttum við góðan ferðafund. Takk fyrir komuna kæru félagar.
Svona líta ferðir sumarið 2017 út hjá okkur.
1. Ferð: 19. – 21. Maí, skoðunarhelgin. Skoðað verður laugardaginn 20. að Njarðvíkurbraut 7, 260 Reykjanesbæ. Eftir skoðun er farið í Voga á Vatnsleysuströnd.
2. Ferð: 2. – 5. júní, Hvítasunnan Goðaland í Fljótshlíð.
3. Ferð: 23. – 25. júní, helgarferð í Grindavík
4.Ferð: Stóra-ferð 14. – 23. Júlí. Suður og Austurland.
14. – 16. júlí. Hvolsvöllur => 2 nætur
16. – 18. júlí Hörgsland. => 2 nætur
18. – 20. júlí Stafafell í Lóni. => 2 nætur
20. – 21. júlí Reyðarfjörður. =>1 nótt.
21. – 23 júlí Fljótsdalsgrund, Félagsheimilið Végarður Fljótsdal. => 2 nætur ( leiðin upp á Kárahnjúka).
5. Ferð: 18. – 20. ágúst helgarferð í Fannahlíð.
6. Ferð: 15. – 17. september, Lokaferð/Árshátíð, Laugland í Holtum
Eru ekki allir bara nokkuð sáttir með ferðaplan sumarsins. Eins og formaður ferðanefndar sagði á fundinum, það er alls ekki orðið auðvelt að finna tjaldstæði sem eru tilbúin að taka á móti okkar góða stóra hóp.
Við fengum gestafyrirlesara á fundinn þá Guðmund Gunnarsson frá Mannvirkjastofnun, og Ágúst Ágústsson frá Vinnueftirlitinu, fóru þeir yfir útbúnað gaslagna í húsbílum og hvað mætti betur fara í þeim efnum til að koma í veg fyrir slys. Mjög fróðlegt það sem þeir töluðu um og vekur okkur til umhugsunar um hvernig á að umgangast gasið.
Félagið sendir út 5-6 fréttabréf á ári, tilboð frá ýmsum aðilum og aðrar fréttir. Netstjórinn okkar í samvinnu við Stefnu sem hýsir vefinn okkar, kannaði hve margir opnuðu póstinn sinn, þá kom út frekar skrítin staða, af 420 póstum sem sendir voru í eitt skiptið á netföng félaga okkar, voru 211 póstar opnaðir, sem er ekki helmingur af þeim félagsmönnum sem eru með netföng skráð hjá okkur. Eigum við ekki kæru félagar að viðra vinnu stjórnar meira en svo að opna ekki einu sinni póstinn sem stjórnin er að senda ykkur. Þegar stjórnin er að halda ykkur upplýstum um það sem hún er að vinna að og skýra ykkur frá því sem er framundan hjá okkar góða félagi.
Vil mynna þá félaga sem eru ekki búnir að greiða félagsgjaldið fyrir árið 2017 sem eru 7.000 kr. að gera það eins fljótt og unnt er. það má greiðast inn á reikning félagsins 0552-26-2812 kt: 681290-1099.
Nýir félagar:
Nr. 13 Rögnvaldur Ingi Eiríksson og Jónína Jónsdóttir, 111 Reykjavík
Nr. 38. Hildur Arnardóttir og Steindór Guðnason, 112 Reykjavík.
Nr. 66 Guðmundur Björgvinsson og Karen Valdimarsdóttir 230 Reykjanesbæ.
Nr. 78 Gígja Rebekka Bragadóttir 220 Hafnafjörður.
Nr. 101 Helga Kristjana Eyjólfsdóttir og Sigurður Valgarður Bjarnason 111 Reykjavík.
Vonast til að sjá ykkur sem flest á skoðunardeginum og svo höfum við það gaman sama í Vogum á Vatnleysuströnd það sem eftir verður helgarinnar.
Sumarkveðja.
Anna Pálína Magnúsdóttir formaður.