Ferðafundurinn – dagskrá

Ágætu félagar, næstkomandi laugardag, 20. mars er ferðafundurinn í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ og hefst hann kl. 14.00. Við fáum nokkra góða gesti í heimsókn og svo verða ferðir sumarsins kynntar og er mjög spennandi að sjá hvert farið verður.
Ef komið er frá Reykjavík þá skal taka þriðju akbraut í hringtorginu, sem er við enda Úlfarsfells, inn á veg sem heitir Baugshlíð og í öðru hringtorgi fyrstu akbraut til hægri við sundlaugina og þar ertu kominn inn á planið við Lágafellsskóla.  Skólinn er við enda sundlaugarinnar.  Lágafellsskóli er í þeim enda bæjarins sem er næst Reykjavík. Við vonumst til að  sjá ykkur sem flest. –  Nánar: SKOÐA Á KORTI

Ferðafundurinn 20. mars 2010, haldinn í Lágafellsskóla Mosfellsbæ,  og hefst hann kl. 14.00
Dagskrá

1. Formaður setur fundinn og tilnefnir fundarstjóra.
2. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fer yfir stöðu Mosfellsbæjar í ferðamálum, tækifæri fyrir ferðamenn.
3. Aðili frá Sjóvá fer yfir nokkur mál sem varða forvarnir, o.fl.
4. Páll Þorsteinsson, formaður ferðanefndar, kynnir ferðir sem farnar verða á vegum félagsins í sumar.
5. Skemmtinefnd segir frá sínum áformum
6. Umræður.
7. Kaffihlé
8. Petrea Jónsdóttir, frá N1 fer yfir afslætti o.fl. sem félagið veitir.
9. Kynning á nýrri heimasíðu félagsins, Þorsteinn Gunnarsson, netstjóri
10.Önnur mál

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *