Fréttabréf farið í póst – Aðalfundurinn og fl.

Ágætu félagar.Búið er að senda út fréttabréf október mánaðar í pósti til
allra félaga í Félagi húsbílaeigenda. Í  því er  einnig fundarboð
fyrir aðalfundinn 15. okt. n.k. í Hásölum í Hafnarfjarðarkirkju sem hefst kl. 14.00.
Fundarboðinu fylgja breytingar á lögum félagsins sem stjórnin leggur til og
farið verður yfir á aðalfundinum og bornar upp til samþykktar. Endileg hafið með
ykkur á fundinn lögin og breytingarnar á þeim, því við munum ekki ljósrita þau og
úthluta á fundinum, þar sem við sendum þetta á alla félaga.
Hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundinum.
F.h. Stjórnar, ferða-og skemmtinefndar Félags húsbílaeigenda,Soffía G. Ólafsdóttir, formaður.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *