CO2 losun – Lækkun bifreiðagjalda

Ágætu félagar.
Talsvert hefur verið um það að
haft hafi verið samband við  mig vegna þeirra hækkunar sem hafa orðið á
bifreiðagjöldum á þessu ári sem stafa af skatti  sem settur var á húsbíla
og flutningabíla svo kölluð CO2 losun (vegna mengunar útblásturs).
Fyrirtækið  Tækniþjónusta Íslands  býður öllum þjónustu sína með því að senda út upplýsingar um hvern og einn bíl
og kostar það okkur 1.250,– kr. til að athuga hvort lækkun verði á þessu
gjaldi sem bíllinn hefur fengið á þessu ári. Þetta þarf að gera við hvern bíl
fyrir sig, því verður hver og einn að hafa samband við Tækniþjónustu Íslands og
þeir athuga hjá samstarfsaðila sínum í Evrópu hvort til séu gögn yfir
viðkomandi bíl. Það er um að gera að nýta sér þessa þjónustu hjá Tækniþjónustu
Íslands og freista þess að ná niður kostnaði á bifreiðagjöldunum. Lesið vel
leiðbeiningarna hér fyrir neðan og farið inn á heimasíðu þeirra og þar getið
þið skráð ykkur eftir að þið hafið aflað þeirra gagna sem til þarf.
Með von um að sem flestir geti
lækkað hjá sér bifreiðagjöldin. 
Með kveðju, Soffía
Hérna eru leiðbeiningarnar og eins getið þið farið á leiðbeingasíðuna undir linknum:FÉLAGIÐ – GAGNLEGAR UPPLÝSINGAR – nú eða farið beint á vef  Tækniþjónustu Íslands

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *