Skoðunardagur húsbílaeigenda 24. apríl 2010.ATH. Einungis húsbílar félagsmanna skoðaðir þennan dag.
Skoðunardagur Húsbílaeigenda verður 24.apríl n.k. hjá Frumherja Hesthálsi 6-8, Reykjavík. Tekið var tilboði Frumherja og ætla þeir að gera þetta að mjög skemmtilegum degi og boðið er upp á nýlagað kaffi og nýbökuð vínarbrauð um morguninn og grillaður pylsur og gos um hádegið. Boðið verður upp á sömu kjör fyrir félagsmenn á landsbyggðinni. Allir geta látið skoða, endastafur númers skiptir ekki máli. Þeir sem koma í skoðun þurfa að vera búnir að greiða árgjaldið fyrir 2010 og sýna félagsskírteinið sitt. Sjá nánar hér neðan við
\“ Planið verður autt fyrir félagsmenn og ef á þarf að halda, möguleiki á aðstöðu hjá Nóa og Síríus.
\“ Boðið verður upp á sælgæti frá Nóa og Síríus fyrir félagsmenn, í boði Frumherja.
\“ Strax um morguninn er boðið upp á rjúkandi heitt, nýlagað kaffi og nýbökuð vínarbrauð.
\“ Grillaðar pylsur og gos í boði Frumherja.
\“ Boðið upp á góða aðstöðu innandyra (gott ef það er nú rigning).
\“ Allir félagsmenn fá sent boðskort frá Frumherja.
\“ Boðið verður upp á skoðun á sömu kjörum fyrir félagsmenn á landsbyggðinni.
\“ Verð fyrir skoðun er kr. 5.200,– óháð stærð ökutækis.
\“ Það verða 9 skoðunarmenn og 2 til 3 aðstoðarmenn. Einnig verður starffólk í afgreiðslu og í veitingum.
\“ Skoðað verður frá kl.9.00 -13.00 og lengur ef þess er þörf.
\“ Endastafur númers skiptir ekki máli, allir geta látið skoða. (nýjar reglur)
\“ Þeir sem koma í skoðun hvort sem það er í Reykjavík eða á landsbyggðinni, þurfa að vera búnir að greiða árgjaldið fyrir árið 2010 og sýna sitt félagsskírteini.
Eins og þið sjáið ágætu félagar á þessu tilboði þá vilja Frumherjamenn gera þennan dag skemmtilegan fyrir okkur húsbílafólk og því væri gaman að við fjölmenntum, takið börnin með ykkur. Og það væri mjög gaman að við sýndum hvert öðru bílana okkar, hafa svona opið hús….
Svo langar mig að biðja hljóðfæraleikarana okkar að koma með hljóðfærin sín og taka lagið á meðan við fáum okkur kaffi og með því, gera þetta að okkar degi. Sýnum samstöðu, höfum gaman saman.
Athugið að við megum koma og gista í okkar bílum á planinu hjá þeim aðfaranótt laugardasins en höfum ekki aðgang að snyrtingum yfir nóttina.