Félagsgjöldin 2012

Ágætu félagar, nú er um að
gera að greiða hið árlega félagsgjald sem er 4.000,–kr. inn á reikning
félagsins 0542-26-276  kt. 681290-1099, látið koma fram kennitölu þess sem
greiðir og ef þið getið, nr. bíls.Eftir 10. mars n.k. munum við
senda út gíróseðla og þá bætist við 350,–kr. innheimtukostnaður sem er
bankakostnaður.
Félagsgjaldið 2012 þarf að vera  búið að greiða fyrir 1. maí skv. nýju lögunum sem samþykkt voru á síðasta Aðalfundi, ef félagi hefur ekki greitt fyrir þann tíma getur hann misst númerið sitt.


FRÁ FERÐANEFND:
Þá er komið að því, ÓVISSUFERÐ FÉLAGS HÚSBÍLAEIGENDA verður laugardaginn 3. mars n.k.

Mæting við Hús Verslunarinnar kl. 10.30 þangað koma allir og fara í rútu, vonandi verða tvær rútur, ferðanefnd bendir fólki á að fá sér vel  að borða áður en farið er  af stað að heiman og hafa jafnvel með sér smá nesti, en ferðin endar með kaffiveitingum í kringum kl. 17.00 og komið aftur að Húsi verslunarinnar c.a. 18.30

Verð pr. mann er kr. 5.000,– (félagið greiðir töluvert niður ferðina og það er ansi mikið inn í þessari ferð, rútan,  komið við á fjórum stöðum þar sem ýmislegt er skoðað og endað á fimmta staðnum og þar eru bornar fram kaffiveitingar).

 Nú verður fólk að skrá sig sem fyrst og skal hafa samband við Önnu M. formann ferðanefndar í síma 567-2821 gsm. 848-9241 eða senda á hana tölvupóst halfdana@simnet.is

Eða Pál Þorsteinsson varaformann féalgsins í síma 565-4752 eða gsm. 864-1823 eftir kl. 17.00 á daginn.

Anna mun svo setja inn á gestabókina öðru hvoru hvað margir hafa skráð sig, lofa ykkur að fylgjast með.

Ef ykkur vantar einhverjar upplýsingar þá hafið samband við Önnu formann ferðanefndar því hún ein veit eitthvað um þessa ferð….svo mikil leynd yfir þessu…. bara spennandi… en það er takmarkað sem hún getur sagt ykkur, já þetta verður bara gaman og koma svo og skrá sig.

Hafið gjaldið tilbúið “ákkúrat” við komuna í rútuna, þá gengur þetta svo vel fyrir sig.

Góða skemmtun.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *